Fréttablaðið - 12.11.2010, Síða 27
12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR1
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Sænska jólageitin er 4,5 metrar á hæð og stendur
við IKEA í Kauptúni. Geitin, sem smíðuð er á Íslandi,
hefur verið skreytt rauðum borðum og jólaljósum
og lýsir nú upp skammdegið. Jólageitin er ættuð frá
Svíþjóð en þar skipar hún veigamikinn sess í jólahald-
inu. Frægasta geit Svía er Gävle sem er reist í bænum
Gävle í desember ár hvert.
S
öngkonan Valgerður
Guðnadóttir fékk á dög-
unum ljúffenga hráköku
hjá mágkonu sinni Helgu
Þórsdóttur og var fljót að fá hjá
henni uppskriftina. „Hún er full
af næringarefnum og alveg sér-
staklega fljótleg sem spillir ekki
fyrir. Hún er skreytt með val-
hnetum og ristuðum kókosflög-
um en er eflaust líka góð með
berjum og rjóma,“ segir Valgerð-
ur.
Hún borðar kökuna með ilm-
andi kaffisopa og setur nýju
plötuna sína, Draumskógur, sem
kom út í dag, á fóninn. „Þetta er
svona rauðvínsplata með göml-
um dægurlögum sem mörg eru
frá 1960 og ´70. Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson og Vignir Snær
Vigfússon hafa fært þau í nýjan
búning með strengjakvartett
og gítarleik,“ segir Valgerður.
Valgerður Guðnadóttir smakkaði hráköku hjá mágkonu sinni fyrir skemmstu og kolféll fyrir henni.
Næringarríkt sælgæti
Kakan smakkast best með rjúkandi kaffisopa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lögin fjalla flestöll um ástina
og drauma og fær náttúrurödd
Valgerðar að njóta sín til fulls.
Hún heldur útgáfutónleika í Iðnó
þriðjudagskvöldið 23. nóvember.
vera@frettabladid.is
1 bolli döðlur
1 bolli sveskjur
1 banani
1 bolli valhnetur
½ bolli ristaðar kókos-
flögur
Blandið öllu saman
í matvinnsluvél.
Fletjið deigið
út á kökudisk
og setjið í kæli
eða frysti í um
það bil tuttugu
mínútur.
Krem:
70% svart súkkulaði
örlítil kókosolía
engiferduft
Hitið súkkulaðið yfir
vatnsbaði og blandið
kókosolíunni saman
við. Setjið kremið á
kælda kökuna. Skreytið
með ristuðum kókosflög-
um, valhnetum og smá
engiferdufti (sem er stráð
yfir flögurnar á pönnunni).
Berið fram með ilmandi
nýju kaffi.
FLJÓTLEG HRÁKAKA
með súkkulaði, sveskjum og döðlum
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Verð 8.490 kr.
Villibráðar-
hlaðborð
k b b21. o tó er - 17. nóvem er
Matreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefni
víðsvegar að til að útbúa bestu villibráð sem hægt
er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta
í villibráðarhlaðborði Perlunnar.
Fyrir mat er hægt að bragða á spænskum gæðavínum.
Góð tækifærisg
jöf!
Jólahlaðborð Perlunnar hefst 18. nóvember
Tilboð mán.-mið. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI?
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem
setja „like“ við Vísi á Facebook geta
unnið óvænta vinninga í hverri viku.