Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 26
26 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Skýrsla sérfræðingahóps um skulda-vanda heimilanna staðfestir að fyrst og fremst er um sértækan vanda að ræða fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem keypti á árunum 2005-2008, er yngra en fertugt og er líklega ekki að kaupa sína fyrstu íbúð. Á vef Ríkisskattstjóra má sjá að samkvæmt upplýsingum úr síðustu skattframtölum eru aðeins um 60% af skuldum heimilanna vegna íbúð- arkaupa. Vandinn er, þegar að er gáð, takmarkaður. Hann er staðbundinn og aldursbundinn við þá sem spiluðu í fast- eignabólunni, þar sem hún var. Þeir sem græddu telja sig eiga hagnaðinn, hví skyldi tapið verða þjóðnýtt? Meginreglan er sú að þeir beri ábyrgð á viðskiptum sem að þeim standa. Þannig hefur það verið í verðfalli fast- eigna víða um land á undanförnum tveimur áratugum. Íbúðareigandinn tapaði stundum sínum eignarhlut og bankinn tapaði stundum sínu láni. Það þarf sterk rök til þess að annað eigi að gilda nú. Staðan er sú að aðeins um 8% heimila eru í greiðsluvanda. Til saman- burðar voru tvöfalt fleiri í vanskilum á árunum 1993-1997. Viðskiptabankarnir lánuðu gríðarlegar fjárhæðir á árunum 2004-2008 með veði í íbúðarhúsnæði til annarra hluta en íbúðarkaupa. Þeir lánuðu til kaupa á hlutabréfum, sumarbústöðum, bílum, einkaneyslu svo nokkuð sé nefnt. Enginn veit hversu mikið, en fjárhæðin skiptir tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Skuld- ir heimilanna til annars en íbúðakaupa eru liðlega 500 milljarðar króna. Það er líka upplýst í skýrslunni að almenn niðurfærsla skulda er langdýrust en gagnast samt aðeins 1 af hverjum 5 sem eru í greiðsluvanda og að vandi þess hóps eru lágar tekjur. Samt eru hávær- ustu kröfurnar einmitt um þessa leið, sem sendir reikninginn af einkaneyslu, hlutabréfakaupum og öðru slíku til skatt- greiðenda. Þetta er það sem Framsóknar- flokkurinn, Hreyfingin, Hagsmunasam- tök heimila á höfuðborgar svæðinu og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, krefjast. Þau líta svo á að ósanngjarnt sé að sá sem naut verðmætanna endur- greiði lánið. Þau líta svo að sanngjarnt sé að aðrir borgi, sem engan hlut áttu að málum, svo sem lífeyris þegar, gamal- menni á hjúkrunarheimilum á lands- byggðinni og að sjálfsögðu útlendingar. En hvers vegna er það sanngjarnt? Sértækur vandi Skuldir heimilanna Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. alþingismaður Fæst í HAGKAUP- Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Garðabæ, Akureyri Heildsöludreifing: Vörusel ehf. – vorusel@gmail.com Einstakir eiginleikar Ultra Aloe Vera mýkir, nærir og gefur húðinni þann raka sem hún þarf. Mest selda fótakrem í Bandaríkjunum ...með Miracle of Aloe kremin sem virka Mjúkar og fallegar hendur og fætur... Maður nýrra tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var álitinn maður nýrra tíma þegar hann varð formaður Framsóknarflokksins. Hann ætlaði að hefja stjórnmálin upp úr gömlu hjólförunum og skotgröf- unum og hefur talað manna mest og hæst um það að nú sé þörf á samstöðu og samvinnu allra flokka við að leysa úr brýnum viðfangsefn- um. Í nýlegri greinaröð í Fréttablaðinu hrósar Sigmundur sjálfum sér í hástert fyrir sam- starfsviljann og nýju vinnubrögðin. Kostulegt Og þá er að sýna þetta í verki. Það gerði Sigmundur þegar hann brást við nýjustu vendingum í Icesave-málinu. „[Fjármálaráðherra] hefur meðal ann- ars fengið Samtök atvinnulífsins til að hringja í þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Það er kostulegt að kommarnir séu að fá kapítalistana til að aðstoða sig við að koma þessu í gegn,“ segir mannasættirinn Sigmundur. Bréf Össur Skarphéðinsson er ánægður með Árna Mathiesen. Hann skrifaði bréf svo Árni fengi vinnu í Róm. Hólið lekur af bréfinu. Árni er mjög hæfur til starfans hjá Matvælastofnun SÞ þar sem hann var einu sinni sjávarútvegsráðherra, auk þess sem hann hefur, sem dýralæknir, mikla reynslu af fiskisjúkdómum. Þá er hann mikilhæfur stjórnandi og leið- togi og þar fram eftir götunum. Síðan bréfið var skrifað hefur Árni verið fundinn sekur um vanrækslu af rann- sóknarnefnd Alþingis og dæmdur til að greiða manni fimm millj- óna bætur fyrir að vega að æru hans í starfi sínu sem ráðherra. Ekki er vitað til þess að Samein- uðu þjóðirnar hafi fengið bréf vegna þess. stigur@frettabladid.is S igmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar- flokksins, orðaði það svo í Fréttablaðinu í gær að ekki væri hægt að klára samninga um Icesave-skuldina vegna „pólitíska ástandsins á Íslandi“. Formaðurinn vísaði meðal annars til áhrifa landsdómsmálsins, fjöldamótmæla, átaka um skuldamál heimilanna og deilna um niðurskurð í heilbrigðis- kerfinu. Það er rétt hjá Sigmundi Davíð að pólitíska ástandið á Íslandi er vont. Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk um ýmis mál. Stórar og mikilvægar ákvarðanir sitja á hakanum. Landsdómsmálið hefur sannarlega ekki hjálpað til; niðurstaða þess ól á biturð og tortryggni á milli stjórnmálaflokkanna. En hluti af vandanum er líka að stjórnmálaleiðtogarnir hafa ekki komizt út úr gamalli pólitískri hefð Íslendinga, þar sem stjórn og stjórnarandstaða finna hvor annarri ævinlega allt til foráttu og litið er á pólitíkina eins og boltaleik, þar sem máli skiptir hver vinnur og hver tapar, ekki að menn taki höndum saman um að leysa úr vanda lands og þjóðar. Pólitíkusarnir halda líklega að þeir séu að spila fyrir kjósendur, en almenningi líður stundum fremur eins og hann sé boltinn sem sparkað er í en áhorfandi í stúkusæti. Formaður Framsóknarflokksins setur sig nú í fræðilegar stell- ingar og talar um „pólitíska ástandið“ eins og hann sé alls ekki hluti af leiknum sjálfur og hafi ekkert lagt af mörkum til að skapa það ófremdarástand sem ríkir í pólitíkinni. Sem er því miður líka eitt af sjúkdómseinkennum hinnar gömlu og úreltu pólitíkur. Sigmundur Davíð talar brattur um að það sé alls ekki hægt að kynna fólki samning um að ganga frá kröfu upp á „hundrað millj- arða, ef við núvirðum þetta ekki, á sama tíma og staða skuldamála heimilanna er eins og hún er og hér til umræðu fjárlög með veru- legum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu“. Þetta segir – án þess að blikna – formaður flokks, sem lengst hefur haldið til streitu óskyn- samlegum og ábyrgðarlausum tillögum um að senda skattgreið- endum og lífeyrisþegum 200 milljarða króna reikning fyrir flata skuldaniðurfellingu, sem gagnast minnihluta þeirra sem nú glíma við alvarlegan skuldavanda. Lárus Blöndal, sem tilnefndur var af stjórnarandstöðunni í Icesave-samninganefndina, segir í Fréttablaðinu í gær að ágætar líkur séu á að hægt sé að ná samningum við Breta og Hollendinga um Icesave. Hins vegar þurfi pólitískan vilja og samstöðu til að ljúka samningum. Sú samstaða næst ekki nema bæði stjórn og stjórnarandstaða hætti hinum pólitíska boltaleik og fari að vinna saman af ábyrgð að hag lands og þjóðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reynir að skora með því að halda fram að bezt sé að bíða og semja ekkert um Icesave. Það er blekking. Icesave-deilan er ein ástæða þess að Ísland hefur ekkert lánstraust og erlendir fjárfestar vilja ekki leggja okkur lið. Öll töf á málinu kostar þjóðina mikið fé, þótt ekki sé hægt að „núvirða það“. Samningar um Icesave eru ósköp einfaldlega ein forsenda þess að endurreisa efnahag og orðspor Íslands. En auðvitað þarf pólitískan kjark til að horfast í augu við þá stöðu. Formaður Framsóknarflokksins tekur enga ábyrgð á hinu pólitíska ástandi. Boltaleikurinn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.