Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 48
 18. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● barnaföt ● TÍMI KOMINN Á JÓLAKORTIN Jólakortahasar- inn er að hefjast. Þeir sem hyggjast gera eitthvað meira en skrifa nafnið sitt í tilbúin jólakort þurfa að huga að jólakortagerðinni. Margir senda persónuleg jólakort með myndum af börnum, fjölskyldunni eða jafnvel gæludýr- unum. Fyrst þarf að velja réttu myndina eða láta taka hana ef metnaðurinn er mikill. Síðan eru ýmis fyrirtæki sem bjóða upp á jólakortagerð, til dæmis Hans Petersen, Samskipti, Oddi og fleiri. Sumir föndra jólakortin sín og getur það verið frábær stund sem fjölskyldan á saman. Heitt kakó og piparkökur eru ómissandi á slíkri stundu. ● LJÓÐASÝNING BARNA Í BORGARFIRÐI Ljóðasýn- ing barna var opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar á degi íslenskr- ar tungu. Sýningin er árleg en það eru nem- endur fimmtu bekkja í grunn- skólunum í ná- grenninu sem taka þátt. Að venju var vakin athygli á borgfirsku skáldi við þetta tækifæri og að þessu sinni var það Elín Eiríksdóttir frá Ökrum, en í ár eru 110 ár frá fæðingu hennar. Sagt var frá Elínu og sungið lag og ljóð eftir hana við undirleik tveggja ungra gítarleikara úr Borgarnesi. Þetta er í sjötta sinn sem Safnahúsið efnir til ljóðasýn- ingar barna í tilefni af degi íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur um land allt. Markmiðið er að hvetja til þessa tjáningarforms og örva sköp- unargáfu nemenda, um leið og vonast er til að verkefnið geti verið liður í ljóðakennslu. Ljóðasýningin verður síðan opin til 26. nóvember á opnun- artíma bókasafnsins, kl. 13-18 virka daga. ● ORMURINN ÓGNAR- LANGI Söguheimur norrænn- ar goðafræði er sýning sem stendur yfir í Gerðubergi til 13. mars næstkomandi. Heimur norrænu goðanna er í senn æv- intýralegur og heillandi. Gest- um sýningarinnar gefst kost- ur á að ganga inn í söguheim goðafræðinnar og hitta fyrir goð, jötna og skrítnar skepnur. Ganga má inn í Ginnungagap, setjast á rökstóla goðanna, skríða inn um gin Miðgarðs- ormsins, máta hásæti Óðins, setjast í vagn Freyju, hitta Þór, skoða fésbókarsíður goðanna eða varpa sér í fang Fenrisúlfsins (og kíkja upp í hann ef maður þorir!). Sýningin höfðar sérstak- lega til barna sem eru að kynn- ast goðafræðinni í fyrsta sinn en þó ekki síður fullorðinna sem þekkja til efniviðarins. Sérstaða sýningarinnar felst í því að gestir eru virkir þátttakendur með því að sjá, heyra, snerta og prófa. ● ALLAR SUNDLAUGAR Á EINUM STAÐ Sundferðir eru frábær en ódýr skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Úr nægum sundstöðum er að velja en á höfuðborgarsvæðinu einu eru nítján sundlaugar. Á vefsíðunni www.sundlaugar.is er að finna upplýsingar um allar sundlaug- ar landsins en einnig náttúrulega baðstaði um allt land, þótt vitan- lega sé full kalt fyrir slíka útiveru um þessar mundir. Við erum í hátíðarskapi og verðum með eftirfarandi tilboð í Glæsibæ og á Dalvegi fimmtudag, föstudag og laugardag 18.—20.nóv.: með öllum vefjum Nýju bökurnar okkar: Bleika bakan, Mexíkóbaka og Gríska gyðjan Afsláttarkort gilda ekki þessa daga, eingöngu auglýst tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.