Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 72
56 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Fyrsta glæpasagan af mörgum um lögreglu- manninn Magnús Jónsson er nýkomin út. Höfund- ur er enski rithöfundurinn Michael Ridpath, sem er heillaður af Íslandi. Enski glæpasagnahöfundurinn Michael Ridpath var staddur hér á landi fyrir skömmu til að kynna sína nýjustu bók, Hringnum lokað. Bókin, sem hefur fengið góða dóma erlendis, fjallar um rannsóknar- lögreglumanninn Magnús Jónsson sem hefur verið búsettur í Boston en leitar skjóls á Íslandi eftir að hafa ekki komið heim í tuttugu ár. „Ég hef skrifað átta fjármála- trylla en mig langaði að breyta um og skrifa glæpasögur um leynilög- reglumann. Ég vildi skrifa um ein- hvern sem væri frá landi sem fólk þekkir ekki vel en hefur áhuga á,“ segir Ridpath, sem kom fyrst hing- að til lands 1995 til að kynna bók sína Myrkraverk. Ridpath ákvað að kynna sér Ísland betur og las meðal annars Njálu, glæpasögur Arnaldar Ind- riðasonar og fyrstu bók Yrsu Sig- urðardóttur. „Njála er áhugaverð saga því þetta er lögfræðitryllir. Setningarnar eru stuttar og per- sónusköpunin er knöpp. Hún er eins og góð nútímaglæpasaga og ég hafði mjög gaman af henni,“ segir Ridpath. Hann er einnig hrifinn af bókum Arnaldar en passaði sig á því að herma ekki eftir honum. „Erlendur er gamaldags maður í nútímalegu samfélagi og Arnaldi tekst vel upp með hann. Ég vildi ekki búa til persónu eins og Erlend enda er ég ekki Íslendingur og get það ekki. Þess vegna ákvað ég að hafa Magnús hálfgerðan útlend- ing sem kemur aftur heim. Hann er því öðruvísi en Erlendur og er með allt annað sjónarhorn á sam- félagið.“ Ridpath er hrifinn af íslensku þjóðinni. Hátt menntunarstig og bókmenntaáhuginn heillar hann og einnig dugnaður fólksins og húmor- inn, sem svipar til hins kaldhæðn- islega enska húmors. „Þessar and- stæður á milli hins gamla og nýja eru líka miklar. Reykjavík er ný og tæknileg borg en á hinn bóginn var Ísland mjög fátækt land árið 1940. Öll hjátrúin og gamli tíminn er rétt undir yfirborðinu. Ömmur allra virðast hafa talað við álf og það finnst mér áhugavert,“ segir hann og hlær. Höfundurinn ætlar að skrifa margar bækur um Magnús Jónsson og hefur þegar lokið við bók númer tvö. Hún gerist á Vesturlandi og dvaldi Ridpath þar í nokkra daga til að kynna sér umhverfið. „Hún fjallar um bankahrunið á Íslandi og er skrifuð út frá sjónarhóli fórnar lambanna,“ útskýrir hann. Ridpath segist finna til með Íslendingum eftir að kreppan skall á og telur að þeir hafi verið sérlega óheppnir. „Við höfum öll heyrt um slæma bankamenn en ykkar skemmdu meira fyrir en aðrir. Þeir misstu stjórn á hlut- unum,“ segir hann og bætir við að hryðjuverkalögin sem breska ríkis stjórnin setti á Íslendinga hafi verið fáránleg. „Ég skammast mín fyrir það og biðst afsökunar. Ég held að breska ríkisstjórnin átti sig ekki á því hversu móðgandi þetta var, sérstaklega fyrir eins friðsæla þjóð og Ísland.“ freyr@frettabladid.is Bækur Arnaldar og Njála voru góður undirbúningur MICHAEL RIDPATH Enski glæpasagnahöfundurinn er að kynna sína nýjustu bók, Hringnum lokað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Las Vegas rokkararnir í The Kill- ers ætla að gefa út jólasmáskífu í heimalandi sínu eins og undan- farin ár. Lagið nefnist Boots og kemur út 30. nóvember. Sveitin byrjaði að gefa út jólasmáskífur árið 2006 og hefur haldið í hefð- ina allar götur síðan. Hingað til hefur allur ágóð- inn af smáskífunum runnið til alnæmisdagsins, sem verður haldinn 1. desember í ár. The Killers eru í fríi frá tónleika- haldi um þessar mundir en stutt er síðan söngvarinn Brandon Flowers gaf út sólóplötuna Fla- mingo. The Killers í jólaskapi Söngkonan Pink er ólétt. Eftir að fjölmiðlar vestanhafs höfðu velt nýtilkominni bumbu hennar fyrir sér mætti hún í þátt Ellen- ar DeGeneres í vikunni og kom málunum á hreint. „Ég vildi ekki tala um þetta vegna þess að ég var stressuð. Ég hef misst fóstur áður,“ sagði hún við Ellen. „En ef ég ætlaði að tala við þetta um einhvern væri það þú.“ Ellen spurði hvers kyns barnið væri en Pink sagðist ekki ætla að fá að vita það fyrr en barn- ið kæmi í heiminn. Hún bætti þó við að læknirinn hennar hefði gefið í skyn að hún gengi með stúlku. Pink ólétt ÓLÉTT Pink er með barni og býst við að það sé stúlka. Samkvæmt fjölmiðlum vestan- hafs eru leikkonan Eva Longor- ia og körfuboltamaðurinn Tony Parker að skilja eftir þriggja ára hjónaband. Talsmenn hjónakornanna hafa staðfastlega neitað þessum frétt- um, en þrátt fyrir það eru heim- ildarmenn ýmissa slúðurmiðla handvissir um að hjónabandið sé hreinlega í molum þar sem hún hefur fengið nóg af fréttum um meint framhjáhald hans. Longoria og Parker hafa ekki sótt formlega um skilnað, en búist er við því að það gerist á allra næsta dögum. Longoria og Parker skilja ALLT BÚIÐ? Að minnsta kosti samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. „Undirbúningurinn gengur ágæt- lega en þetta er samt stress,“ segir Alexía Rós Gylfa dóttir, nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, en í kvöld halda hönnunarnemar list- námsbrautarinnar glæsilega tísku- sýningu. Náttúruöflin eru þema sýningarinnar en tólf nemendur sýna hönnun sína. „Við erum yfirleitt með eina svona sýningu á ári en það verður líklegast önnur eftir áramót, þar sem áfanginn er orðinn svo vinsæll og brautin hefur stækkað hratt,“ segir Alexía. Alexía á sjálf verk á sýningunni. „Ég er með norðurljósaþema í minni hönnun, en ég ætla að sýna tvo kjóla, einn samfesting og eina slá,“ segir Alexía og bætir við að einhverjir séu með eldgosa- og snjóflóðaþema. Hún segir mikla vinnu liggja að baki. „Við þurftum sjálf að setj- ast niður og teikna allt upp og svo þarf að sauma allar flíkurnar. Svo erum við líka að sjá um allt í kring- um sýninguna sjálfa, finna kynni, redda hárgreiðslu og förðun og fleira,“ segir Alexía, sem var ein- mitt stödd í Iðnskólanum í Hafnar- firði þar sem verið var að lita hárið á módelinu hennar. Það er enginn annar en sjálfur Haffi Haff sem er kynnir á sýn- ingunni. „Það var ekkert mál að fá Haffa. Reyndar kom það upp bara núna á síðustu stundu að hann er að fara að spila í Eldhúspartýi FM 957 í kvöld, en þetta reddast alveg,“ segir Alexía. Tískusýningin verður hald- in í hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Breiðholti en húsið verður opnað klukkan átta. Trúbadorar sjá um að halda uppi stemningunni þar til sýningin hefst kl. 20.30. - ka Haffi Haff kynnir hönnun í Breiðholti ALLT Á FULLU Hönnunarnemarnir í FB voru á fullu í undirbúningi þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Söngkonan Rihanna hefur upp- lýst að hún hafi hafnað því að sitja fyrir nakin í tímaritinu Play- boy. „Ef ég ætla að afklæðast þá verður það að vera flott og gert eftir mínu höfði,“ sagði Rihanna. „Ég myndi ekki taka við pening- um fyrir svona lagað. Ég fékk tilboð frá Playboy og þau vildu borga mér fyrir að vera nakin á forsíðunni.“ Rihanna hefur á sama tíma valdið fjaðrafoki vegna djarfra mynda af henni sem eru á nýj- ustu plötu hennar Loud. Þar skríður hún eftir jörðinni ber að ofan í kynæsandi stellingu. Sumir telja myndirnar ganga of langt og vera óviðeigandi vegna hinna fjölmörgu ungu aðdáenda hennar. Hafnaði Playboy ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 20% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Brettapakkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.