Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 62
46 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 18. nóvember ➜ Gjörningar 20.00 Allir eru velkomnir í Afmæli á Bakkus í kvöld klukkan 20. Kökur og leikir. Frítt inn. ➜ Tónleikar 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir til klassískrar veislu þar sem flutt verða vinsæl verk eftir Haydn, Mozart og Beethoven. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 í Háskólabíói og er miðaverð 3.900/3.400 krónur. 20.30 Jón Ólafsson fær Ragga Barna til sín á tónlistarkvöldinu Af fingrum fram. Tónleikarnir verða haldnir í Salnum Kópavogi og hefjast kl. 20.30. Aðgangs- eyrir er 2.900 krónur. 21.00 Myrra Rós, Elín Ey og Júníus Meyvant verða með tónleika á Café Rosenberg í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 1.000 krónur, 500 krónur fyrir námsmenn. 21.00 Þorsteinn Eggertsson textaskáld verður á Draumakaffi ásamt Davíð og Stefáni óperuídívum. Þorsteinn segir kostulegar sögur um tilurð texta sinna og Davíð og Stefán syngja lögin við undirleik Helga Hannessonar. Tónleik- arnir hefjast kl. 21. Forsala miða er í Draumakaffi og er miðaverð 2.500 krónur. 21.00 Magnús Einarsson og Tómas Tómasson leika tónlist eftir Bítlana á Ob-La-Di-Ob-La-da, Frakkastíg 8, í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Enginn aðgangseyrir. 22.00 Hljómsveitin Sans leikur fönk- músík á Hvítu perlunni, Austurstræti 12a, frá kl. 22. Aðgangur ókeypis. Hiphop tónleikar með enskri tungu verða á Faktorý í kvöld. Fram koma Ást- þór Óðinn, Limited Copy og Dynamic. Frítt inn. ➜ Uppákomur 17.00 Jón Gnarr veitir verðlaun í Snilldar lausnum Marel í Bíó Paradís í dag kl. 17. Veitt eru verðlaun fyrir Snilldar lausn 2010, Frumlegustu hug- myndina og Flottasta myndbandið. Allir velkomnir en framhaldsskólanemar sér- staklega hvattir til að mæta. ➜ Leiðsögn 17.30 Málfríður Finnbogadóttir sýningar- hönnuður sýnir og fjallar um hvernig nýta má afskrifaðar bækur í nýjum verk- efnum. Verkefnið er liður í alþjóðlegu athafnavikunni. Leiðsögnin hefst kl. 17.30 í Bókasafni Seltjarnarness. ➜ Fyrirlestrar 17.30 B.R.J.Á.N efnir til fyrirlestrar í Blúskjallaranum í Neskaupstað í kvöld. Fyrirlesarinn Sigurður Páll Árnason, master í Music Production & Technol- ogy, mun fjalla um markaðssetningu tónlistar. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.30 og er aðgangseyrir 2.500 krónur, 1.000 krónur fyrir 18 ára og yngri. 20.00 Páll Hjaltason arkitekt, aðal- hönnuður og listrænn stjórnandi íslenska skálans á Expó í Kína, fjallar um ferli, áskoranir og árangur verkefnis- ins í fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands kl. 20 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. GIUSEPPE VERDI ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR · JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON · SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON · KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR LÝSING: PÁLL RAGNARSSON · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR LEIKMYND: ÞÓRUNN SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON RIGOLETTO LOKASÝNINGAR UM HELGINA Annað kvöld, föstud. 19. nóv. kl. 20 Sunnudagskvöld 21. nóv. kl. 20 Örfá sæti laus á báðar sýningar! WWW.OPERA.IS SÍMI MIÐASÖLU 511 4200 Myndlist ★★★★ Samtímis Erla Þórarinsdóttir Listasafn ASÍ. Til 21. nóvember. Áningarstaður Málverk og ljósmyndir eru uppistaða sýningar Erlu Þórarinsdóttur, Samtímis. Erla hefur markað sér sérstöðu í íslenskri myndlist. List hennar vísar til handanveruleika, beinir sjónum að innri hugarheimi og andlegum gildum, sýningar hennar hafa iðulega verið eins konar rjóður í skóginum, áningarstaður í erli dagsins. Þema Samtímis er stefnumót austurs og vestur, en í Gryfju varpar Erla myndum á vegg, teknum í stórborgum Vesturlanda og Austurlanda. Þessar ljósmyndir draga mann til sín í hægum rytma sínum og stöðugri ummyndun úr einu í annað, Harpan verður markaðshús í Kína, gata á Indlandi verður að Skólavörðustígnum í vetrarsól. Erla lætur áhorfandanum það eftir að draga ályktanir af þessum myndum. Fyrst og fremst eru þær ferðalag um mannheima og heima lita, forma og mynstra. Ef einhver ályktun skyldi dregin væri hún að mínu mati sú að margt sé sameiginlegt með austri og vestri, meira en það sem skilur á milli. Fróðleg grein Ólafs Gíslasonar sem fylgir sýningunni upplýsir áhorfandann hér frekar um viðfangsefni Erlu. Ekki er þó nauðsynlegt að lesa hana til að njóta sýningarinnar. Í Arinstofu má sjá ljósmyndir af austurlenskum arkitektúr, af mynstri í lofti við inngang Taj Mahal og mynstri í marmara í grafhýsi þess. Á efri hæð eru allnokkur, stór málverk, ljósmynd af indverskum guði og granít skúlptúr í fjórum hlutum sem falla hver inn í annan. Málverkin eru unnin með olíu- litum og blaðsilfri, eða einungis með olíulitum. Heildaráhrif þessara verka eru þau að vekja upp hugleiðingar um andleg gildi, listaverk sem færa áhorfandann fyrst og fremst inn á við. Erla hefur á ferli sínum ekki látið sig tískusveiflur myndlistarheimsins neinu varða, en nú hafa þær lagst á sveif með henni, því ein stærsta spurning hins alþjóðlega listheims í dag virðist vera spurningin um hið andlega. Eftir aldarlanga útskúfun andlegra gilda virðast nú allar gáttir opnar í listheimum og bæði áhorfendur og listamenn tilbúnir að róa á ný mið, vera leitandi og spyrjandi í sköpun sinni og upplifun. Getur listin tekið við af trúnni, geta málverk veitt sömu hugarfró og möntrur eða Maríumyndir? Það er ekki útilokað, enda hefur listin lengst af gegnt trúarlegum tilgangi. Meira að segja abstrakt list 20. aldarinnar á rætur sínar fyrst og fremst að rekja til andlegra gilda þó ekki séu þau beinlíns tengd ákveðnum trúarbrögðum. Það er list Erlu ekki heldur. Hér gildir einu hvort áhorfandinn er trúarlega sinnaður, öll erum við andans verur. Samtímis býður í ferðalag um innri hugarheima og um leið lokar sýningin áreiti hversdagsins úti. Það er ekki svo lítils virði. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: List Erlu minnir á mikilvægi andlegrar leitar í samtímanum. Samtímis er falleg og margræð sýning sem læðist hægt inn í hugarheim áhorfandans. og skilur þar eftir sig innri frið. Upptaktur er yfirheitið á fimm sýningum íslenskra listamanna og hönnuða, sem voru opnaðar í Peking á þriðjudag. Kristín A. Árna- dóttir sendiherra segir mik- inn áhuga á íslenskri list og hönnun í Kína. Upptaktur 2010 eru liður í að fylgja eftir þátttöku Íslands í Heims- sýningunni í Sjanghæ og kynna íslenskar listir og hönnun í Kína. Sýningarnar eru haldnar í sam- starfi við skipuleggjendur Hönn- unarvikunnar í Peking NOTCH10, kínversk-norrænu menningarhátíð- arinnar í Peking. Kristín A. Árna- dóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir mikinn áhuga á Íslandi þar í landi. „Það sást bersýnilega á opnun- inni á þriðjudag þar sem var hús- fyllir og krökkt af fjölmiðlafólki.“ Spenna hefur verið í samskiptum Kína við Vesturlönd undanfarið; norskum menningarviðburðum í Kína til að mynda aflýst eftir að að andófsmanninum Lio Xiabo voru veitt friðarverðlaun Nóbels á dögunum. Áður hafði Jón Gnarr borgarstjóri vakið hörð viðbrögð kínverskra embættismanna hér á landi fyrir að skora á kínversk yfirvöld að sleppa Xiabo úr fang- elsi. „Spennan í samskiptum Kína og Vesturlanda hefur ekki farið fram hjá okkur en það hefur ekki haft nein bein áhrif á sýninguna í Peking,“ segir Kristín. „Ég hef til dæmis aldrei orðið fyrir því að vera tekin á teppið, eins og hent hefur suma kollega mína.“ Fjórar sýninganna eru haldnar í 751, stærsta lista- og hönnunar- hverfi borgarinnar. Kristín segir þetta spennandi vettvang. „Þetta er gamalt niðurnítt verk- smiðjuhverfi í miðri Peking, eins hrátt og þetta getur orðið,“ segir Kristín. „Íslensku sýningarnar eru í þremur húsum við svonefnt orkutorg. Þar stendur gríðarstórt raforkuver, sem þar til nýlega var knúið með kolum og olíu. Aðstaðan er því svolítið tímanna tákn, ekki síst í ljósi orkusamstarfs þjóð- anna.“ Þótt sýningarnar hafi aðeins verið opnar í tvo daga segir Kristín þær þegar farnar að skila árangri, til dæmis vilji Casa International, eitt stærsta og virtasta tímarit á sviði hönnunar og arkitektúrs í Kína, gera íslensku hönnunar- sýninguna að aðalumfjöllunarefni í næsta tölublaði. bergsteinn@frettabladid.is Íslenskur Upptaktur í Kína MIKILL ÁHUGI Margir voru viðstaddir opnun íslensku sýninganna í Peking á þriðjudag. Ein sýninganna er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Íslensk samtímahönnun: samsýning hugmynda og verka 22 hönnuða og arkitekta frá Íslandi. Sýningin er á vegum Hönnunarmiðstöðvar. Sýningarstjóri er Elísabet V. Ingvars- dóttir. Steinunn: yfirlitssýning verka Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Ljóðrými – veðurskrift: Guðrún Kristjánsdóttir myndlist- armaður varpar ljósi á umhverfið og umvefur gesti birtu, skuggum, ljóðum og tónum. Lón vættanna: jöklamyndir Ragnars Axelssonar ljósmyndara, RAX. Kynning á samtímalist í sendiráðinu: Erla Haraldsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hulda Hákon, Inga Svala Þórsdóttir, Jón Óskar, Erró og Sigurður Guðmundsson hafa lánað sendiráðinu verk sín. ÍSLENSKU SÝNINGARNAR Í PEKING KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.