Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 64
48 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í dómi um frábæra yfirlitsútgáfu hljómsveitarinnar XIII hér í blaðinu um daginn minntist ég lítillega á fjórðu plötu sveitarinnar, Wintersun, sem aldrei kom út. Í dómnum sagði ég að franska plötufyrirtækið XIIIbis hefði hafnað disknum, en það er ekki allskostar rétt. Hið rétta er að XIIIbis, sem er nokkuð öflug útgáfa og hefur meðal annars gefið út plötur með Marc Almond, Ramm- stein, Front 242 og Suicidal Tend- encies, var sátt við Wintersun og lét framleiða fimm þúsund eintök af disknum í janúar 2005. XIIIbis hafði hinsvegar dreifingarsamning við Sony, sem neitaði að dreifa plötunni þar sem pantanir í forsölu náðu ekki lágmarki fyrirtækisins. Og þannig varð Wintersun ein af þessum plöt- um sem lenda fullkláraðar á milli þilja í rokksögunni. Sem vekur upp spurninguna um það hvenær aðdáendur sveitarinnar fái að heyra grip- inn. Samkvæmt upplýsingum frá Halli Ingólfssyni, aðalsprautu XIII, er ólíklegt að platan verði nokkurn tímann gefin út. Einhver lög af henni voru endurhljóðrituð fyrir nýju plötuna Black Box og þar með hefur hún öðlast framhaldslíf. Á árunum sem XIII lá í dvala varð hljómsveitin að goðsögn meðal íslenskra rokkáhugamanna. Þegar hún kom saman aftur og fór að spila á tónleikum í fyrra kom öllum á óvart hvað áhuginn var mikill. Yfirlitsútgáfan sem kom út í haust hefur svo aukið hann enn frekar og fest XIII í sessi sem eina af öflugustu rokksveitum Íslands. Og hver veit. Einn daginn verður kannski ekki hjá því komist að hleypa yfir- spenntum áhangendum í Wintersun. Þangað til er hægt að blasta Black Box. Þetta gæti auðvitað tekið tíma. Það liðu til dæmis 32 ár áður en Bruce Springsteen hleypti sínum aðdáendum í þau ríflega tuttugu lög sem er að finna á plötunni The Promise sem var að koma út … Ráðgátan um Wintersun XIII Fjórða plata sveitarinnar kom aldrei út þar eð risinn Sony neitaði að dreifa henni. Billy Corgan, forsprakki Smashing Pumpkins, hefur skotið föstum skot- um að hljómsveitinni Pavement. Corgan hefur haft horn í síðu Pavement-liða eftir að þeir gerðu grín að Pumpkins í laginu Range Life sem kom út 1994, eða fyrir sextán árum. Nýlega kom í ljós að hljómsveitirnar tvær myndu báðar spila á brasilísku tónlistarhátíðinni Planeta Terre Festival á laugardag- inn en Pavement kom nýlega aftur saman eftir margra ára hlé. „Þetta verður ein af þessum New Orleans- jarðarförum,“ skrifaði Corgan á Twitter-síðu sína. „Þetta segi ég vegna þess að þeir eru fulltrúar hins dauða „alternative“-draums og við fylgjum í kjölfarið með stað- festingu á lífinu,“ skrifaði hann og bætti við: „Það er fyndið að þeir sem gagnrýndu okkur fyrir að selja okkur eru sjálfir að gera hið sama núna. Það vantar alla ást í þá. Við verðum líka með ný lög á okkar efnis- skrá vegna þess að við erum svo ástríkir.“ Gagnrýnir Pavement-liða FÖST SKOT Billy Corgan (t.v.) skýtur föstum skotum að Stephen Malkmus og félögum í hljómsveitinni Pavement. Rapparinn umdeildi Kanye West gefur út sína fimmtu plötu eftir helgi. Gripurinn nefnist My Beautiful Dark Twisted Fantasy og á meðal gesta eru Bon Iver, Jay-Z, Rihanna og John Legend. Fimmta hljóðsversplata banda- ríska rapparans Kanye West, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, kemur út eftir helgi. Justin Vern- on, forsprakki Bon Iver, er í gesta- hlutverki í tveimur lögum og á meðal annarra gesta eru Jay-Z og RZA. Auk þess kemur stórskotalið við sögu í laginu All Those Lights, þar á meðal Rihanna, Alicia Keys, Elton John og Fergie. Söngvarinn John Legend er einnig gestur í því lagi og einu til viðbótar. Kanye West hefur verið dug- legur við að vekja á sér athygli og koma sér um leið í vandræði með ummælum sínum og hegðun. Árið 2005 sakaði hann þáverandi Banda- ríkjaforseta, George W. Bush, um að þykja ekki vænt um þeldökkt fólk vegna viðbragða hans við fellibylnum Katrinu. Hann baðst afsökunar á ummælunum í spjall- þætti fyrir skömmu og Bush fyrir- gaf honum en kallaði hann reynd- ar Conway West. Rapparinn hefur tvisvar ruðst inn á sviðið á mynd- bandaverðlaunum MTV-stöðvar- innar. Árið 2006 fór hann upp á svið þegar hljómsveitin Justice var að taka á móti verð- launum og sagðist sjálf- ur hafa átt besta mynd- bandið. Þremur árum síðan ruddist hann aftur upp á svið þegar Taylor Swift tók á móti mynd- bandaverðlaunum. Rapp- arinn var ósáttur og taldi að vinkona sín Beyonce Knowles ætti sigurinn skilinn fyrir myndbandið við lagið Single Ladies (Put a Ring on It). West hefur stundum verið sagður hrokafullur og leiðinlegur og hann gerir sér sjálfur grein fyrir því. „Ég ætla að draga úr viðtölum á næstunni til að reyna að selja plöt- una mína. Ég get ekki framkvæmt einhver töfrabrögð sem fá fólk til að líka við mig. Ég hef gert mistök og ég hef þurft að gjalda fyrir þau,“ skrif- aði rapparinn á Twitter- síðu sína. „Engar fleiri Bush-spurningar, Taylor- spurningar eða spurn- ingar um ástarsambönd mín. Það er ekki hægt að draga tónlistina í efa. Ég er skapandi manneskja. Ég er ekki góð stjarna en ég er frábær listamaður. Ég er orðinn þreyttur á að nota frægð mína til að selja list- ina mína.“ Það er rétt hjá hinum 33 ára West, tónlistin talar sínu máli og þar hefur hann náð frábærum árangri. Hann hefur hlotið fjórtán Grammy-verðlaun á ferli sínum, sem hófst 2004 með plötunni The College Dropout. Áður hafði hann vakið athygli sem upptökustjóri á plötu Jay-Z, The Blueprint. Plötur West hafa selst í milljónum eintaka og margar hafa þær hlotið góða dóma gagnrýnenda, þar á meðal nýja platan sem Rolling Stone splæsti á fimm stjörnum og lýsti sem besta verki kappans. West er með aðra plötu í undir- búningi í samstarfi við Jay-Z sem kemur út á næsta ári. Hún er hluti af verkefninu GOOD Friday, þar sem West gefur út eitt lag á hverj- um föstudegi. Verkefnið hófst 20. ágúst síðastliðinn og stendur yfir til jóla. freyr@frettabladid.is UMDEILDUR HROKAGIKKUR UMDEILDUR Rapparinn umdeildi Kanye West gefur út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. NORDICPHOTOS/GETTY > Í SPILARANUM Agent Fresco - A Long Time Listening Robyn - Body Talk Stereolab - Not Music Björgvin Halldórsson - Duet II Wings - Band on the Run AGENT FRESCO WINGS > Plata vikunnar Blaz Roca - Kópacabana ★★★★ „Erpur Eyvindarson sýnir að hann kann enn að taka stórt upp í sig.“ - TJ Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 11. - 17. nóvember 2010 LAGALISTINN Vikuna 11. - 17. nóvember 2010 Sæti Flytjandi Lag 1 Páll Óskar og Memfismafían ............................................ ...................................Það geta ekki allir verið gordjöss 2 Blaz Roca ásamt Ragga Bjarna ...... Allir eru að fá sér 3 Hjálmar ....................................................Gakktu alla leið 4 Kings of Leon ................................................Radioactive 5 Cee Lo Green ....................................... Forget You (F U) 6 Bruno Mars .................................. Just the Way You Are 7 Hurts ..........................................................Wonderful Life 8 Jón Jónsson ...................................When You’re Around 9 Dikta ......................................................................Goodbye 10 Rihanna ....................................... Only Girl in the World Sæti Flytjandi Lag 1 Baggalútur ..........................................................Næstu jól 2 Prófessorinn og Memfismafían ................. Diskóeyjan 3 Hjálmar .................................................Keflavík Kingston 4 Blaz Roca ............................. Velkomin til KópaCabana 5 Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna ...................... .................................................................Þú komst í hlaðið 6 Sálin hans Jóns míns................ Upp og niður stigann 7 Friðrik Dór ................................................. Allt sem þú átt 8 Ensími .................................................................... Gæludýr 9 Bubbi ..................................Sögur af ást, landi og þjóð 10 GRM ................................................................................. MS Ég hef gert mistök og ég hef þurft að gjalda fyrir þau. KANYE WEST RAPPARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.