Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 18.11.2010, Blaðsíða 82
 18. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR66 golfogveidi@frettabladid.is G O LF & H EI LS A Magni bendir á hversu mikilvægt það er að hafa gott jafnvægi í öllum íþrótt- um og er golf ekki undanskilið. Hann bendir á góða æfingu fyrir veturinn sem hægt er að útfæra til að ná betri árangri. „Það getur verið erfitt að slá golfbolta þegar við stöndum á jöfnu undirlagi og verður enn erfiðara þegar við höfum misst boltann út fyrir braut og við stöndum á ójöfnu undirlagi. Jafnvægi fáum við með augum, innra eyra og jöfnum vöðvastyrk. Hvernig getum við athugað hvort við höfum gott jafn- vægi? Stattu á öðrum fæti með opin augu og hendur með síðum, horfðu á sama punkt og ekki sveigja líkamann til að halda jafnvægi. Nauðsynlegt er að gera þessa æfingu fyrir báða fætur til að finna muninn. Þessa æfingu á að vera hægt að gera í 30 sekúndur án þess að missa jafnvægið. Næsta skref er að gera þessa sömu æfingu með lokuð augun. Þegar þú hefur náð jafnvæginu í 30 sekúndur er kominn tími til að gera æfinguna aðeins erfiðari, standa á dýnu eða einhverju sem gefur eftir og þar af leiðandi verður erfiðara að halda jafnvæginu. Mikilvægt er að gera æfingu fyrir báða fætur og með opin og lokuð augun. Ef jafnvægi þitt lagast ekki við að gera þessar æfingar á hverjum degi þá mæli ég með að þú leitir til sérfræðinga til að athuga sjón, heyrn og vöðva- jafnvægi.“ Höfundur starfaði með PGA-golfkennaranum Justin Stout í Bandaríkjunum árið 2007 við að hreyfi- og styrktargreina nemendur hans. Jafnvægi Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþróttameiðslum. 06 UNGIR OG EFNILEGIR íslenskir kylfingar munu leika í US Junior Masters mótinu sem fram fer á World Junior Golf Series mótaröðinni á Ponte Vedra Beach í Flórída dagana 20.-22. desember næstkomandi. Í FYRSTA SINN á atvinnumannaferlinum hefur Tiger Woods farið í gegnum keppnistímabil án þess að sigra mót. Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallahönnuður hefur vakið athygli margra þekkt- ustu golfskríbenta heims vegna róttækra hugmynda um stöðu og framtíð golf- íþróttarinnar. Hann segir að átján holu golfvöllurinn sé barn síns tíma og gefa verði meira svigrúm í hönn- un. Bandaríska golfsam- bandið hefur lagt eyrun við. Edwin telur að forsendur séu ekki lengur fyrir því að halda úti golf- völlum sem endilega þurfi að hafa níu eða átján holur. Hugar- farsbreyting verði að eiga sér stað; að golfvell- ir fái einfaldlega að hafa þann holufjölda sem hentar aðstæð- um. Segir Edwin eftirsóknarvert að golfvellir fái hver að hafa sinn holufjölda, til dæmis á bilinu tólf til fimmtán holur, en að frelsi í holufjölda sé þýðingarmest. „Við verðum að venjast þeirri hugmynd að golfhringur samanstandi af eins mörgum holum og hentar umhverf- inu á hverjum stað. Þetta auðveld- ar golfklúbbum að laga sig að þörf- um þeirra sem stunda íþróttina,“ segir Edwin. Bandaríska golfsambandið lítur til hugmynda Edwins með áhuga og ekki að ástæðulausu. Á síðasta ári var 140 golfvöllum í Bandaríkj- unum lokað. Flestir eru sammála um orsakir erfiðleikanna. Of lang- an tíma tekur að leika hefðbund- inn golfhring og kostnaðurinn er of mikill. Lagt hefur verið til að hefðbund- inn golfhringur verði tólf holur. Meðal þeirra sem það vilja er hinn frægi Jack Nicklaus. Edwin varar hins vegar við því að finna nýja fasta tölu. Þá þyrfti til dæmis að laga átján holu vellina að nýrri reglu með tilheyrandi kostnaði og óhagræði. Það er kunnara en frá þurfi að segja að golfvellir heimsins eru hannaðir með gamla völlinn í St. Andrews sem fyrirmynd. Edwin segir að færri viti kannski að hinn fornfrægi völlur var upphaflega 22 holur, en honum var breytt 1764. Annar golfklúbbur í nágrenni St. Andrews í Skotlandi var í upphafi allt eins líklegur til að verða við- mið íþróttarinnar á alþjóðavett- vangi. Þeirra golfvöllur var aðeins sjö holur. Edwin telur að þessi þróun muni eiga sér stað innan fárra áratuga, hvort sem mönnum líki það betur eða verr. Rekstarumhverfi golf- klúbba og golfvalla verður sífellt erfiðara vegna aukinnar áherslu á umhverfisvernd og ýmissa tak- markana sem koma til af þeim sökum. Edwin telur að golfhring- ur þurfi að komast aftur nær því að vera um þriggja klukkustunda afþreying því flestir hafi ekki meiri tíma í nútíma samfélagi til að geta stundað íþrótt sína eins oft og þeir kjósa. „Ég vil þó árétta að á Íslandi gilda aðrar forsendur. Hér er enn tiltölu- lega ódýrt að stunda golf. Birtutími á Íslandi að sumarlagi gerir okkur kleift að leika nánast allt það golf sem við viljum eftir að vinnudegi lýkur. Þetta geta flestir erlend- ir kylfingar ekki. Svo er íslenskt loftslag að mörgu leyti mjög hent- ugt fyrir golf. Svalt sumar þýðir að ekki þarf að setja upp stór og flók- in vökvunarkerfi, sem í mörgum til- vikum eru dýrari en heill golfvöllur á Íslandi. Þetta, ásamt öðru, stuðlar að því að á Íslandi er golf almenn- ingsíþrótt, sem óx um fimm prósent á fyrsta ári eftir bankahrun.“ svavar@frettabladid.is Þarf golfvöllur að vera átján holur? Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari stundar golfíþróttina af miklum móð. Hann segir að það sé ekki síst félagsskapurinn sem hann sæki í því á golfvellinum hafi hann rifjað upp gömul og góð kynni við gamla vini. Uppáhaldsgolfholan? Það er tólfta holan á Korpunni. Umhverfið er fallegt – trén og áin. Upphafshöggið er þröngt, að vísu smá braggi á hægri hönd sem skyggir á [Egilshöllin] en aðkoman að flötinni er mjög skemmtileg. Besta skor á þá holu? Ég hef fengið fugl á hana, geri ekki betur en það. Forgjöfin? 18,4. Hversu lengi hefur þú spilað golf? Byrjaði vorið 2005. Hef verið mjög duglegur að spila á sumrin. Ég hef betri stjórn á tímanum yfir sumartím- ann og spila þá grimmt. Hverjir eru golffélagarnir? Spila reglulega með gömlum kunningjum og félögum úr Fram, Eyjólfur Berg- þórsson kallaður Olli er límið í þeim hópi. Þar spila meðal annars Pétur Ormslev, Guðmundur Torfason og Ásgeir Sigurvinsson. Svo spila ég með Ólafi Berki Þorvaldssyni og nokkrum félögum úr lögfræðinni, Ólafi Gústafssyni æsku- vini mínum, Guðmundi B. Ólafssyni, Róberti Spanó, Þorgeiri Inga Njálssyni og Heimi Erni Herbertssyni. Og þá skal nú Björgvin Þorsteinsson frægan telja, Hauk Örn Birgisson, lögmann sem lýsir oft golfi á Stöð 2 sem og Brynjar Níelsson, formann Lögmanna- félagsins. Þá spila ég stundum með Gunnari V. Andréssyni ljósmyndara á Frétta- blaðinu, Ólafi Tómasson trésmiði og æskuvini, Gylfa Árnasyni forstjóra og Brynjólfi Bjarnasyni hjá Skiptum. Ég er nú ábyggilega að gleyma einhverjum í upptalningunni. Hvað spilar þú marga hringi á ári? Ég er mjög duglegur að skrá hringina og ég hef verið að spila um fimmtíu hringi á ári. Ég held líka að ég sé duglegri við að skrifa en flestir sem ég spila með. Hvað er í pokanum? Driverinn er tólf gráðu King Cobra sem heyrist hátt og snjallt í þegar ég hitti boltann. Svo er ég með einhverja hálfvita, 22 gráðu og 25 gráðu, síðan er ég með 6-9 adams járn, í wedgum er það paragon 52 og 56 gráðu. Svo er ég með einn 64° ram wedge sem vinir mínir gáfu mér í sextugsafmælisgjöf. Þeim fannst fyndið að gefa mér svona kylfu og voru að vonast til að ég myndi slá aftur fyrir mig með henni. Ég hef hins vegar stundum bjargað mér með henni á ótrúlegan hátt og þá hef ég hlegið að þeim. Braggi skyggir á uppáhaldið Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari spilar 50 hringi á ári OFAN Í SKURÐI Jón Steinar Gunnlaugsson sést hér ofan í skurði sem liggur meðfram fjórðu brautinni á Kili í Mosfellsbæ. Hann notaði 64 gráðu wedge og kom sér inn á braut. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA K Y LF IN G U R IN N HLÍÐARVÖLLUR Í MOSFELLSBÆ Þessi mynd birtist í umfjöllun Inside Golf um íslenskt golf, en Edwin var þar í viðtali við Jim Claggett ritstjóra. Edwin hannar nýju holurnar á Hlíðarvelli sem senn verða teknar í notkun. MYND/EDWIN ROALD RÖGNVALDSSON EDWIN ROALD RÖGNVALDSSON Agaleysi er mjög til vansa á íslenskum golfvöllum að sögn Hinriks Gunnars Hilmarssonar, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Eftirfarandi er gott að hafa í huga: 1. Að mæta ekki eða mæta of seint á teig, þetta er ókurteisi við meðspilara og er hluti af því agaleysi sem virðist loða við marga íslenska kylfinga. 2. Umgengni mætti vera miklu betri. Ekki er óalgengt að sjá rusl þar sem það á ekki að vera og verst af öllu eru sígarettustubbar sem reykingafólk virðist halda að eyðist af sjálfu sér, sem er alls ekki tilfellið. Kylfingar mættu ganga betur um golfvellina með því að setja torfusnepla aftur í far sitt og laga boltaför á flötum. Ekki er óalgengt að vallarstarfsmenn lagi fjölda boltafara á hverjum morgni. Dæmi er um að þeir hafi gert við allt að 50 boltaför á einni flöt. 3. Kylfingar virða ekki þær leiðbeining- ar sem settar eru upp á golfvöll- um, til dæmis girðingar sem stýra umferð eða eru settar upp til að vernda svæði. Klofað er yfir girðingar, þær rifnar upp og ekki gengið frá þeim aftur. Þá eru dæmi um það að kylfingar klofi yfir girðingar við blómabeð með misjöfnum árangri. Oft er þetta gert til að spara sér örfá skref. Allt eru þetta atriði sem auðvelt er að laga. Hollráð Hinna Agaleysi 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.