Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 4

Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 4
4 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Kveðið er á um stofnun atvinnuvegaráðuneytis í stjórn- arsáttmála Samfylkingar og Vinstri grænna og honum verð- ur fylgt. Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætisráð- herra eftir rík- isstjórnarfund í gær. „Atvinnu- vegaráðuneyti verður stofnað í tíð þessarar rík- isstjórnar og vonandi á þessu þingi,“ sagði hún. Forsætisráðherra gaf lítið fyrir meinta andstöðu Jóns Bjarnason- ar, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, við stofnun ráðuneyt- isins. „Hann vissi að þetta væri í stjórnarsáttmálanum og þeir sem settust í ríkisstjórn vita að þeirra verkefni er að framfylgja honum og því sem lagt er upp með.“ - óká GENGIÐ 07.01.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,4737 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,33 117,89 181,27 182,15 152,31 153,17 20,441 20,561 19,690 19,806 17,078 17,178 1,4040 1,4122 178,91 179,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is BANDARÍKIN Þrjátíu og fimm af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna eru rekin með halla á þessu ári. Samanlagður fjárlagahalli þeirra er talinn nema um 16.500 millj- örðum íslenskra króna, eða um 140 milljörðum Bandaríkjadala. Næst á eftir hruni húsnæðismark- aðarins er fjárhagsvandi ríkjanna talinn mesti efnahagsvandi sem Bandaríkin eiga nú við að etja. Hallinn í Kaliforníu er 6,6 pró- sent af ríkisútgjöldum en talið er að horfurnar séu verstar í Illin- ois, þar sem hallinn nemur um 47 prósentum af útgjöldum ríkis- ins, að sögn Bloomberg. Á frétta- vefnum Chicago Breaking Busin- ess segir að ríkið hafi lengi notað lánsfé til að fjármagna rekstur sinn. Eyða mætti tæpum helm- ingi hallans með því að hækka tekjuskatt einstaklinga úr 3 pró- sentum í 5 prósent. Skattahækk- anir njóta takmarkaðs stuðnings á nýkjörnu fylkisþingi Illinois í kjöl- far kosningasigurs repúblíkana. Skuldatryggingaálag á skulda- bréfum Illinois-ríkis hefur náð nýjum hæðum. Nýr formaður fjárlaganefndar fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings í Washing- ton-borg, repúblikaninn Paul Ryan frá Wisconsin, segir að for- svarsmenn nokkurra ríkja gefi til kynna áhyggjur af greiðslufalli í einkasamtölum við áhrifamenn í Washington. Hann segir þó að ríkin geti engrar aðstoðar vænst frá alríkis- stjórninni. „Ættu skattgreiðend- ur í Indiana, sem hafa borgað sína reikninga á réttum tíma, að borga vanskilaskuldir óreiðumanna í Kaliforníu?“ spyr Paul Ryan í samtali við Bloomberg, og svar- ar sjálfur: „Nei, það mundi fela í sér siðferðislega áhættu sem við höfum engan áhuga á að taka.“ Þótt margir fjárfestar sem eiga miklar eignir í skuldabréfum ríkj- anna séu órólegir telja aðrir ljóst að Paul Ryan og alríkisstjórnin muni eiga erfitt með að víkja sér undan vandanum. „Eftir að hafa sagt já við AIG yrði erfitt fyrir alríkisstjórnina að segja nei við Illinois,“ segir Hugh McGuirk, sem stýrir sjóði sem á um 1.600 milljarða eignir í skuldabréfum sveitarfélaga. Hann vísar til þess að aðgerðir til að forða stærsta tryggingafélagi Bandaríkjanna frá falli hafi kostað bandaríska skatt- greiðendur 182 milljarða dala, sem er hærri fjárhæð en saman- lagður halli ríkjanna fimmtíu. peturg@frettabladid.is Þrjátíu og fimm ríki eru rekin með halla Mikill fjárlagahalli einstakra ríkja í Bandaríkjunum ógnar efnahagslífi lands- ins. Nýr formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildar útilokar að alríkisstjórnin hlaupi undir bagga. Samanlagður fjárlagahalli er um 16.500 milljarðar króna. HALLAR UNDAN FÆTI Illinois-ríki er talið í mestum efnahagserfiðleikum af ríkjum Bandaríkjanna. Áhyggjuraddir eru farnar að heyrast um greiðslufall ríkisins en slíkt ástand hefur ekki skapast í ríkjum Bandaríkjanna síðan árið 1933, þegar Arkansas gat ekki greitt sínar skuldir. MYND/AFP-NORDICPHOTOS Er þinn auður í góðum höndum? Byrjaðu árið með Auði • Séreignarsparnaður • Sparnaður • Eignastýring Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is Óháð staða skilar árangri JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Stjórnarsáttmála verður fylgt: Ráðherrar vissu að sameina ætti ráðuneyti SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Kópa- vogs hefur samþykkt að segja upp leigusamningi Héraðsskjala- safns Kópavogs í núverandi hús- næði í Hamraborg. Uppsagnar- fresturinn er eitt ár. Ræða á við leigusalann um hagkvæmari leigusamning. Bæjarfulltrúar eru þó sammála um að húsnæðið sé óhentugt. Gunnar I. Birgisson, sem er formaður stjórnar félags- ins sem leigir skjalasafninu hús- næðið, vék að þessu sinni af fundi þegar málið var tekið á dagskrá. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu á fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi 75 prósent í umræddu félagi. Ármann Kr. Ólafsson bæjar- fulltrúi gagnrýndi að ekki væri búið að ræða við leigasalann um lækkun leigunnar. - gar Bæjarráð segir upp samningi: Skjalasafnið í óhentugu rými MENNTAMÁL Hægt er að fá mun meiri samlegðaráhrif út úr íslenskum háskólum en nú er, jafnvel þótt samrunar gangi ekki eftir. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Katrín- ar Jakobsdóttur menntamála- ráðherra eftir ríkisstjórnar- fund í gær. „Ég hef til að mynda margoft bent á að ef við lítum til mun stærra ríkis, Svíþjóðar, þá eru skólar þar með sameiginlegt skráningarkerfi,“ sagði hún, en svo er ekki hér á landi. - óká Hagrætt í háskólakerfinu: Skráningarkerfi háskóla verði sameiginlegt KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VIÐSKIPTI Kristín Guðmundsdótt- ir hefur verið ráðin forstjóri Skipta hf. Hún hefur starfað sem fjármála- stjóri félags- ins undanfarin átta ár og jafn- framt verið staðgengill for- stjóra á þeim tíma. Brynjólf- ur Bjarnason hætti sem forstjóri félagsins í lok nóvember. - sh Kristín Guðmundsdóttir ráðin: Forstjóraskipti hjá Skiptum KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR DÓMSMÁL „Ef stefnandi hefur betur þá verður ekki búsáhaldabylting heldur stríðsástand,“ sagði Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, lögmað- ur og bróðir Inga F. Vilhjálmsson- ar, blaðamanns á DV, fyrir rétti í gær. Þar var flutt mál knattspyrnu- mannsins Eiðs Smára Guðjohnsen á hendur Inga og ritstjórum DV fyrir ætlað brot á friðhelgi einka- lífs hans. Eiður krefst fimm milljóna í bætur vegna umfjöllunar um fjár- hagsmálefni hans. Vilhjálmur sagði málið snúast um grundvöll tjáningarfrelsisins og ef dómur félli Eiði í hag gætu blaðamenn pakkað saman og farið heim. Eiður hefði ekki held- ur sýnt fram á neinn skaða sem réttlætti bótakröfuna. „Hefur hann yfirhöfuð misst svefn yfir þessu?“ spurði Vilhjálmur. Hann benti á að Eiður væri opinber per- sóna og þyrfti að þola umfjöllun um fjár- mál sín eins og verið hefði í gegnum tíðina – þegar vel hefði geng- ið – athugasemdalaust. Lögmaður Eiðs, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, sagði umfjöllun DV siðlausa og byggða á stoln- um gögnum. Til stóð að Eiður Smári gæfi skýrslu fyrir dómn- um símleiðis en lögmenn sættust á að hætta við það þar sem slík skýrsla var ekki talin myndu bæta miklu við. - sh, vg Verjandi blaðamanns DV segir Eið Smára þurfa að þola umfjöllun um fjármál sín: Stríðsástand ef Eiður hefur betur EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN ÞÝSKALAND Þýska landbúnaðar- ráðuneytið hefur bannað sölu á afurðum frá yfir 4.700 búum vítt og breitt um landið vegna díox- ínmengunar í fóðri. Flest þess- ara búa eru svínabú í Neðra- Saxlandi. Í tilkynningu sem send var út í fyrrakvöld segir að bannið gildi þar til búið sé að rannsaka búin og ganga úr skugga um að þar sé ekki mengun að finna. Talið er að um 3.000 tonn af menguðu fóðri hafi komist í umferð í nóvember og desember. Díoxínmengun í Þýskalandi: Banna sölu frá 5 þúsund búum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 7° 6° 4° 9° 9° 3° 3° 21° 10° 18° 1° 18° 0° 11° 12° 1°Á MORGUN 8-13 m/s Hvassast SA-til. MÁNUDAGUR Hvessir töluvert norðvestanlands. -3 -5 -6 -5 -8 -3 -7 -1 -5 2 -10 7 8 7 7 6 6 8 12 6 10 6 -5 -8 -14 -12 -6 -3 -4 -8 -7 -2 LÆGIR Í dag má búast við norðvest- lægum áttum, víða 5-10 m/s en heldur hvassara verður við SA ströndina. Á morgun kólnar töluvert en á mánudaginn dreg- ur úr frosti á ný. Þá hvessir heldur á Snæfellsnesi og Vestfjörðum með snjókomu. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.