Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 12
12 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR Fátt er í lögum sem beinlínis bann- ar starfsemi eða athafnir sem hafa í för með sér umhverfismengun þótt finna megi einstakar bannregl- ur, fyrst og fremst á sviði vatns- og hafverndar. Íslensk löggjöf sem varðar mengun og varn- ir gegn mengun, fyrst og fremst hryggjar- stykkið í lögum um hollustuhætti og meng- unarvarnir, er komin nokkuð til ára sinna og endurspeglar að takmörkuðu leyti þróun- ina sem hefur orðið í alþjóðlegum umhverf- isrétti síðustu tvo áratugi. Löggjöfin einkennist fyrst og fremst af reglum sem lúta að verkaskiptingu og sam- skiptum einstakra stjórnvalda annars vegar og hins vegar samskiptum þeirra við starfsleyfis- hafa. Lítið er um eiginleg- ar efnisreglur umhverfis- réttarins í lögum á sviði mengunarvarna, þar með talið þeim lögum sem sérstaklega gilda um meðhöndlun úrgangs og brennslustöðva, og inn- leiðing ákveðinna megin- regla umhverfisréttarins er skammt á veg komin. Hins vegar eru í gildi fjölmargar reglugerð- ir um mengunarvarnir, þar á meðal reglu- gerð um brennslu úrgangs, sem takmarka losun tiltekinna mengunarvalda og er efni starfsleyfa í samræmi það. Lögum og reglum á sviði mengunarvarna er fyrst og fremst ætlað að gilda um tiltekinn atvinnurekstur sem hefur í för með sér mengun en þær eiga síður við um athafnir einstaklinga. Starfsleyfisskylda Meginreglan er sú að atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun er óheim- ill án starfsleyfis. Af þessu leiðir að starfs- leyfisskyldur atvinnurekstur sem hefur í för með sér mengun er ólöglegur ef starfs- leyfi liggur ekki fyrir. Í starfsleyfum er meðal annars að finna ákvæði um tegundir og magn ákveðinna mengandi efna sem er heimilt eða óheimilt að sleppa út í umhverfið, allt eftir því hvaða starfsemi á í hlut. Kröfur starfsleyfa byggja oftast á tilteknum reglu- gerðum og margar þeirra endurspegla regl- ur sem gilda á EES-svæðinu og eru hluti af EES-samningnum. Hins vegar ef ekki er farið að efni starfsleyfis ber eftirlitsaðila að tilteknum skilyrðum uppfylltum að bregð- ast við á ákveðinn hátt og beita ákveðnum þvingunarúrræðum. Þetta var uppi á teningnum hjá sorp- brennslunni Funa í Skutulsfirði þegar Umhverfisstofnun krafði fyrirtækið um úrbætur vegna þess að magn tiltekinna mengandi efna sem var getið í starfsleyf- inu var yfir viðmiðunarmörkum. Allt árið 2010 gengu bréf á milli eftirlitsaðilans og fyrirtækisins; fyrirtækið var áminnt og að síðustu hótaði Umhverfisstofnun að svipta Funa starfsleyfinu. Ekki kom til þess, þar sem starfseminni var hætt um áramótin eftir að díoxín mældist í mjólk frá lögbýlinu Efri-Engidal. Þar sem umhverfismengun er almennt séð ekki bönnuð lögum samkvæmt er erfitt að AÐALHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR SORP BRENNT Í EYJUM Umhverfismál eru fyrirferðarmikill málaflokkur innan EES. Almennt markmið samningsins á sviði umhverfismála er að varðveita, vernda og bæta umhverfið, þar á meðal að stuðla að vernd heilsu manna. Ákvæði um vatn, loft, efni og úrgang eru hluti af EES-samningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Mengunarlöggjöf svarar ekki kalli tímans halda því fram að mengun eins og díoxín- mengun frá eldri sorpbrennslum, sem ekki bar að fylgja tilteknum takmörkunum vegna losunar díoxíns, fylgi refsiábyrgð. Eftirlits- aðili getur þó gripið til ákveðinna þvingun- arúrræða gagnvart starfsleyfishafa vegna þess að ekki hefur verið farið að efni starfs- leyfisins að öðru leyti. Endurskoðun nauðsynleg Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir nauðsyn- legt að skoða alla lagaumgjörð sem varðar mengun og varnir gegn mengun en löggjöf- in sem nú gildir hverfist að mestu um meng- andi atvinnurekstur, starfsleyfisskyldu og efni starfsleyfa. Það er of takmörkuð nálg- un, að sögn Aðalheiðar. Meðal þess sem þarf að gera er að útfæra betur ákveðnar megin- reglur umhverfisréttarins, skilgreina rétt- indi og skyldur á grundvelli þeirra og búa til raunhæfar efnisreglur sem hafa að markmiði að koma í veg fyrir og uppræta umhverfis- mengun, þar með talið mengun af völdum til- tekinna efna. Einnig þarf að bæta við reglum sem tryggja betur stöðu almennings, reglum um virka upplýsingamiðlun til almennings og reglum sem veita almenningi raunhæfa möguleika til þess aðhafast ef stjórnvöld gera það ekki. Loks þarf að skoða betur réttarþró- unina í umhverfisrétti Evrópusambandsins, þar með talda nýja og nýlega dóma dómstóls Evrópusambandsins. Í þeim er hafsjór af upplýsingum um hvernig ber að standa að innleiðingu ákveðinna tilskipana sem eru hluti af EES-samningnum og hafa verið inn- leiddar í íslenskan rétt, fyrst og fremst með reglugerðum. „Löggjöfin sem við höfum er að stofni til þrjátíu ára gömul og endurspegl- ar að takmörkuðu leyti þá þróun sem hefur orðið í alþjóðlegum umhverfisrétti og rétti Evrópusambandsins á undanförnum árum. Vegna eðlis margra þeirra breytinga sem eru nauðsynlegar þarf nýja löggjöf sem byggir á ferskri hugsun og virkri aðkomu löggjafans,“ segir Aðalheiður. Skaðabótaábyrgð Ef í ljós kemur að einstaklingar, sem búa á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hafa starfað, hafa orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni er ekki óhugsandi að eig- endur eða rekstraraðilar verði skaðabóta- skyldir ef tekst að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Hvað varðar mengun frá sorpbrennslunni Funa og öðrum sorpbrennslum liggja upplýsing- ar ekki fyrir og bíða verður niðurstaðna úr sýnatökum og rannsóknum við mat á þessu. Einnig er hugsanlegt að athafnaleysi opin- berra eftirlitsaðila geti valdið skaðabóta- skyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki var gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja lá fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Allt er þetta þó háð almennum reglum skaðabótaréttarins. Viðurkennd mannréttindi Nú liggja fyrir nokkrir dómar Mannrétt- indadómstólsins í Strassborg þar sem reynt hefur á atriði sem varða óþægindi eða heilsu- tjón vegna mengandi eða hættulegrar starf- semi. Meðal annars hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum hafi mistekist að tryggja að einstaklingar njóti tiltekinna viðurkenndra mannréttinda, fyrst og fremst friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þessi réttindi eru varin af 8. grein mann- réttindasamnings Evrópu, sem hefur laga- gildi hér á landi, og einnig 71. grein stjórnar- skrárinnar. Brotin hafa fyrst og fremst falist í því að stjórnvöld viðkomandi ríkja gripu ekki til ákveðinna ráðstafana svo að tryggja mætti að einstaklingar nytu ofangreindra réttinda samkvæmt 8. grein samningsins. Aðalheiður segir að dómarnir frá Strass- borg endurspegli einnig hversu rík upplýs- ingaskylda um stöðu mála hvíli á yfirvöldum gagnvart þeim sem gætu orðið fyrir óþæg- indum eða tjóni af völdum mengunar svo að þeir geti að minnsta kosti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort þeir vilji búa áfram á viðkomandi svæði. Löggjöfin sem við höfum er að stofni til þrjátíu ára gömul og endurspeglar að tak- mörkuðu leyti þá þróun sem hefur orðið í alþjóðlegum umhverfisrétti og rétti Evrópusambandsins á undanförnum árum. AÐALHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR PRÓFESSOR Í LÖGFRÆÐI FRÉTTASKÝRING: Mengun frá sorpbrennslu Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ILVA.is mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 sendum um allt land Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða ÚTS ALA - ÚT SAL A YFI R 17 00 V ÖRU NÚM ER Á 25-6 0% AFS LÆ TTI einfaldlega betri kostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.