Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 20

Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 20
20 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR Undanfarið hafa komið fram margvísleg sjónarmið í umræð- unni um fátækt og ójöfnuð í íslensku samfélagi ásamt annarlegum áhuga fjölmiðla á ölmusu og „aumingja- gæsku“, eins konar „fátæktar- klámvæðing“ á góðgerðarstarfsemi í harðærinu. Þessi umræða teng- ist vitaskuld hruninu mikla sem sumir líkja við náttúruhamfarir en aðrir – vitmeiri – rekja til siðagilda á villigötum, græðgi og almættis- óra í afmörkuðum hópi, sem náði að kollsteypa þjóðarskútunni – um stund. Heilir þjóðfélagshópar eiga á hinn bóginn enn, tveimur árum síðar, í kröggum við að sjá sér og sínum farborða, jafnvel þeir sem hafa aflað sér menntunar og tamið sér gildi vinnusemi og heiðarleika. Því er nærtækt að hugleiða hvort ekki sé eitthvað bogið við siglinga- fræðina í vel-ferðalaginu. Það þurfi að leiðrétta kúrsinn þegar kemur að jöfnun möguleika almennings til lífsafkomu, svo að allir geti verið áfram innanborðs en falli ekki útbyrðis, samanber áherslu Evrópu- árs 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun. Mismunun leiðir hæg- lega til jaðarstöðu, sem aftur læsir fólk í aðgerðadoða og vonleysi. Með öflugum félagslegum aðgerðum og faglegri aðstoð má koma í veg fyrir vítahring félagslegra báginda og persónulegs óyndis með ómæld- um kostnaði – og tapi – bæði fyrir einstakling og samfélag. Velferðarsamfélagið og hugmyndin um jafnan rétt Á seinni hluta 19. aldar kom fram áður óþekkt hugmynd frá Otto von Bismarck um löggjöf um jafnan rétt til að tryggja velferð almennings og þar með farsælan viðgang samfé- lagsins með jöfnuð og manngildi, framleiðni og hagsæld að leiðar- ljósi. Skömmu áður kom út Komm- únistaávarpið (1847) með byltingar- kenningu og greiningu þeirra Karls Marxs og Friedrich Engels á eðli auðhyggju og félagslegs ranglætis. Þar er boðað að hver og einn eigi að leggja sitt af mörkum eftir getu og hver og einn eigi rétt eftir sinni (nauðsynlegu) þörf. Þannig verði efnislegum gæðum jafnar skipt og á viðeigandi forsendum, og til þess þurfi stjórnvöld að hlutast til um skiptingu gæðanna. Annað ritverk um félagslegt réttlæti hefur haft mikil áhrif í vestrænum velferðarsamfélög- um, en það er rit samtímamanns- ins Johns Rawls um félagslegt rétt- læti, Theory of Justice (1971). Þessi kenning snýst m.a. um sanngirni sem byggist á réttlátri og sann- gjarnri dreifingu gæðanna eins og þau eru hverju sinni og að um þetta þurfi að ríkja samfélagsleg sátt og skilningur, líka meðal þeirra sem tekið er frá, þ.e. sem þurfa að leggja meira af mörkum. Áhrifanna hefur ekki síst gætt í þróun hugmynda um félagslegt jafnrétti og leiðrétt- ingu félagslegs ranglætis í Norður- Evrópu. Í borgarsamfélagi geta allir þurft félagslega aðstoð einhvern tíma Með löggjöf Bismarcks (1880) var í fyrsta sinn í sögunni lagður grund- völlur að þeirri hugmyndafræði sem sífellt fleiri vestræn þjóðfélög vilja nú kenna sig við í nafni félagsþróun- ar og siðmenningar. Í framangreindu riti Karls Marx og Friedrichs Eng- els er nánar fjallað um réttláta skiptingu lífsgæða og kröfur um meira framlag hinna aflögufæru og aðstoð við þá sem veikar standa að vígi – af hvað ástæðum sem það er – því allir þurfi að komast af og njóta lífsgæða í siðferðilegu sam- ræmi við það sem almennt er við- tekið. Í rökstuðningi sínum lagði Bismarck áherslu á að enginn gæti í raun treyst því að þurfa aldrei á aðstoð annarra að halda. Allir verði einhvern tíma veikir, geti misst vinnu, lent í óhöppum með lang- tímaáhrifum og allir eldast. Þróun borgarsamfélags dregur úr stuðn- ingsmætti fjölskyldu og nærsam- félags. Persónulegar aðstæður ein- staklinga eru jafnframt misjafnar og því þurfi opinbert öryggisnet að taka við þar sem getu einstakl- ings og fjölskyldu sleppir – af hvaða ástæðum sem það er. Þannig þróaðist jafnaðarstefnan og sá grundvöllur sem Bismarck lagði með löggjöf um almanna- tryggingar til að tryggja jöfnuð og velferð sem um leið komi í veg fyrir neyð og auðmýkjandi betlist- öðu. Þegar fólk nær að halda mann- legri reisn og fær hjálp til að hjálpa sér sjálft fara hjólin nær alltaf að snúast í rétta átt. Samfélag sem styður við þegna sína og tryggir afkomu þeirra og velferð er líklegra til að státa af einstaklingum sem þroska með sér samkennd með öðrum og vilja láta gott af sér leiða. Þannig sýna rann- sóknir að hlutfall sjálfboðastarfa og frjálsra framlaga er hærra í sam- félögum þar sem byggt er á jafn- aðarstefnu og umtalsverðum fram- lögum hins opinbera til heilbrigðis-, fjölskyldu- og félagsþjónustu. Þess konar hugarfar tengist raunveru- legri umhyggju fyrir málstað og aðstæðum annarra en ekki þörf til að uppskera þakklæti eða sjálfum- gleði yfir eigin stöðu. Þeir aflögu- færu vilja – af eigin rammleik – styðja þá sem standa höllum fæti, félagslega eða öðruvísi. Samfélag sem byggir á jöfnum rétti til afkomu er líklegra til að auðvelda almenningi að leita aðstoð- ar með reisn og án þess að þurfa að fyrirverða sig vegna auðmýkjandi tortryggni og smásmyglislegr- ar sönnunarbyrði gagnvart rétti sínum, hvort sem það er frammi fyrir valdhöfum eða fagaðilum. Það hefur aldrei verið hægt – og þótt það væri hægt er það ekki við hæfi – að flokka fólk með reglustriku, og það eru alltaf möguleikar á ein- hverjum „misnotum“ sem velferðar- samfélag sem vill rísa undir nafni verður að hafa borð fyrir báru til að þola og geta horft í gegnum fingur með. Þetta eru undantekningar og þeir sem beita slíku hafa yfirleitt meiri áhuga á að komast út úr því en að halda því áfram til lengri tíma – hvort sem það kemst upp eða ekki. Þeir sem hafa „illt gengi“ að heim- an þurfa að eiga kost á styrkingu og (áhuga)hvetjandi leiðbeiningu. Með tilkomu nútíma félagsþjónustu sem byggð er upp og þróuð með færu fagfólki hefur orðið eðlisbreyting á skipan mála, viðhorfum og viðmóti til notenda þjónustunnar. Áhersla á lýðræðislega nálgun, samráð og samvinnu felur í sér beina þátttöku skjólstæðings í ákvörðunum og útfærslu þeirrar aðstoðar sem hann á rétt á. Um leið kynnast aðilar á málefnalegum forsendum sem leiða til sameiginlegrar niðurstöðu um viðeigandi lausn. Þannig er komist hjá hráum „pappírsafgreiðslum“ og lítt sæmandi dilkadrætti. Bónleið til búðar árið 2011 Þrátt fyrir hina jákvæðu þróun félagsþjónustu og öflugt starf félagsráðgjafa og annars fagfólks á fleiri sviðum velferðar er ekki nóg að gert. Alltof stórir hópar meðal almennings þurfa að fara bónleið- ir til búðar, standa í biðröðum og banka uppá hjá ólíklegustu „góð- gerðaraðilum“ og misvitrum „lausn- urum“ um leið og þeir verða „spenn- andi“ viðfangsefni, bæði almennra fjölmiðla og „forvitnispressunnar“. Slík niðurlægingarferli geta ekki átt rétt á sér í einu best setta þjóð- ríki heimsins sem auk þess telur sig velferðarríki. Það þarf að koma til aukinn lið- safli fagfólks og mun veigameiri fjárframlög til félagsþjónustu sveitarfélaganna. Viðmiðin sem þar er unnið eftir þurfa að vera viðeigandi, raunhæf og sveigjanleg þannig að hver og einn fái framlag samfélagsins eftir sínum þörfum á grundvelli sameiginlegs mats hans sjálfs og fagaðila. Aðeins þannig styttum við biðraðirnar og eyðum þeim að lokum. Aðeins með því er gerlegt að reka af okkur slyðruorðið um fátækt og mismunun, félagslegt ranglæti og útilokun árið 2011. Fátækt og velferð Velferð Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf við HÍ Þegar fólk nær að halda mannlegri reisn og fær hjálp til að hjálpa sér sjálft fara hjól- in nær alltaf að snúast í rétta átt. Ríkisstjórnir grannríkjanna bregðast með ólíkum hætti við fjármálakreppunni. Helstu leiðir út úr vandanum eru niðurskurður útgjalda og/eða skattahækkanir. Hvernig úrræðin eru útfærð skipt- ir höfuðmáli fyrir dreifingu byrð- anna af kreppunni, þ.e. hvort þung- inn kemur í meiri eða minni mæli á herðar lágtekjufólks, meðaltekju- fólks eða hátekjufólks. Írar og Bretar eiga það sameig- inlegt að leggja meiri áherslu á niðurskurð opinberra útgjalda en skattahækkanir. Sú leið leggst oft með meiri þunga á lægri tekjuhópa. Skandinavíska leiðin, þ.e. varðstaða um velferðarríkið, felur í sér að tekjulægra fólki er frekar hlíft við afleiðingum kreppunnar. Berum nú saman kreppuúrræðin á Írlandi og Íslandi. Ríkisstjórn Írlands kynnti nýlega stærstu kreppuúrræðin til þessa. Lægstu laun verða lækkuð um 12%, lífeyrir verður lækkaður, einnig barnabætur, húsnæðisbætur og atvinnuleysisbætur. Skólagjöld í háskólum verða hækkuð um þriðj- ung. Skattleysismörk verða lækk- uð svo fólk með lægri tekjur borgi meiri skatta. Skattar verða þó einn- ig hækkaðir á hærri tekjuhópa. Líf- eyristekjur verða skattlagðar meira og frádráttur vegna lífeyrisiðgjalda verður lækkaður um helming til 2014. Þá verða útgjöld til rekstr- ar velferðarkerfisins og mennta- kerfisins lækkuð umtalsvert. Flest ofangreind úrræði leggjast með meiri þunga á lægri tekjuhópana á Írlandi. Hið sama sagði hlutlaus bresk fjármálastofnun (Institute for Fiscal Studies) um úrræði hægri ríkisstjórnar íhaldsmanna og frjálslyndra í Bretlandi. Á Íslandi hefur þróunin verið að mestu öndverð við það sem er að gerast á Írlandi og Bretlandi. Hér voru lægstu laun hækkuð lítillega, en ekki lækkuð eins og á Írlandi. Lágmarkslífeyrir almannatrygg- inga var hækkaður um 20% árið 2009 og almennur lífeyrir um 9,6%. Lágmarksframfærslutrygging líf- eyrisþega á Íslandi er nú ein sú allra hæsta í Evrópu. Lífeyrir tekjuhærri lífeyrisþega var hins vegar lækkað- ur lítillega 1. júlí 2009, með auknum skerðingum grunnlífeyris. Atvinnuleysisbætur voru líka hækkaðar hér. Þá voru barnabætur og vaxtabætur vegna húsnæðislána hækkaðar umtalsvert. Skattbyrði lágtekjufólks var lækkuð bæði 2009 og 2010, en hækkuð hjá hærri tekju- hópum. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður og lagður var sérstakur auðlegðarskattur á verulega miklar eignir. Skólagjöld í ríkisháskólum hafa rýrnað að raungildi frá 2007. Ríkisstjórnin á Íslandi hefur þegar innleitt úrræði fyrir skuldug heimili sem fela í sér að fólki býðst að færa greiðslubyrði sína til þess sem var fyrir hrun. Einnig býðst sá kostur að fá höfuðstól skulda lækk- aðan niður í 110% af verðmæti fast- eignar og enn neðar með sértækri skuldaaðlögun ef erfiðleikar eru mjög miklir. Nýjustu úrræðin, sem tilkynnt voru fyrir skömmu, fela auk þess í sér að vaxtabætur verða stórhækkaðar umfram það sem áður var. Þessi úrræði ná best til þeirra sem mest þurfa á stuðningi að halda. Megineinkenni úrræðanna á Íslandi eru þannig, að reynt er að hlífa lægri tekjuhópum. Allir hafa orðið fyrir kaupmáttarrýrnun en hún er minnst hjá lægri og milli tekjuhópunum en mest hjá þeim tekjuhæstu. Að sama skapi dreg- ur nú verulega úr þeim ójöfnuði í tekjuskiptingunni sem stigmagn- aðist frá 1995 til 2007. Ísland fær- ist nú hröðum skrefum nær skand- inavísku samfélögunum á því sviði (sjá nánar um þetta á vef Þjóðmála- stofnunar HÍ – www.ts.hi.is). Það virðist því ljóst að stefna stjórnvalda á Íslandi hefur náð því markmiði að milda afleiðing- ar kreppunnar fyrir lægri- og millitekjuhópa. Ætla má að vernd- un lægri tekjuhópanna hér á landi hjálpi til við endurreisn efnahags- lífsins, því það vinnur gegn atvinnu- leysi. Atvinnuleysi er einmitt mun minna á Íslandi en á Írlandi. Hag- vöxtur er auk þess hafinn hér og heldur áfram á næsta ári að öðru óbreyttu. Skuldir hins opinbera verða ekki eins miklar hér og á Írlandi, þegar upp verður staðið. Skandinavíska leiðin, sem er yfirlýst stefna íslensku ríkisstjórn- arinnar, er um margt öndverð við stefnu hægri stjórnanna á Írlandi og Bretlandi, þar sem tekjulægra fólk finnur hlutfallslega meira fyrir kreppunni. Stefnan hér á landi er að skila árangri sem eftir er tekið erlendis. Neikvæðar afleiðingar kreppunn- ar eru markvert minni en spáð var og minni en hjá mörgum þjóðum í Evrópu og Ameríku, sem í reynd hefðu átt að geta sloppið betur en Ísland. Hrunið á Íslandi var jú mun stærra og alvarlegra en hjá öðrum vestrænum þjóðum. Stærsta verkefnið framundan hlýtur að vera að ná atvinnuleys- inu niður. Ísland er sem betur fer á réttri leið. Ísland og Írland Kreppan Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands Stefna stjórn- valda á Íslandi hefur náð því markmiði að milda afleiðingar kreppunnar fyrir lægri- og millitekjuhópa. VA LHÖL L KOMBI Mjúk kláðafrí ullarnærföt úr 100% Merino ull. Hlýjar barna lúffur úr vatnsfráhrindandi efni sem andar vel. Lúffurnar ná vel upp á handleggi, eru með teygju um úlnlið og endurskinsrönd. fyrir börn barna lúffur Verð bolur: 5.900 kr. Verð buxur: 4.700 kr. Verð: 3.600 kr. Stærðir: 1, 2 & 3 MAGNI Hlýr barna kuldagalli úr vatnsfráhrindandi Cordura efni. Efri hluti gallans er loðfóðraður en skálmarnar fóðraðar með örtrefjablöndu. Endurskin að framan og aftan. barna kuldagalli Verð: 24.800 kr. Stærðir: 86-128 Kláð afrí ull 100 % Cord ura nælo n
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.