Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 24

Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 24
24 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR Hátíðardagskrá í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands er fjöl-breytt og lögð áhersla á viðburði sem eru opnir almenningi. Meðal þess sem boðið verður upp á eru fyrirlestrar, opnir dagar og málþing þar sem fjallað er um margvísleg málefni sem tengjast háskólarannsóknum. Hátíðarfyrirlestrar verða reglulega og meðal þeirra sem stíga á stokk í þeim eru nóbelsverðlaunahafar og heims- þekktir fræðimenn. Dagskráin er eftirfarandi: 15. janúar: Kári Stefánsson: Kári flytur erindið „Hönnun manns – hvernig maður- inn skapast af samspili erfða og umhverf- is“. Erindi Kára er hið fyrsta í röð af hátíð- arfyrirlestrum rektors á afmælisári. 4. apríl: David Suzuki: Dr. Suzuki er öndvegisfyrirlesari Verkfræði- og náttúru- vísindasviðs, sjónvarpsmaður og náttúru- verndarsinni. Hann er þekktur fyrir að útskýra náttúruvísindin á einfaldan og heillandi hátt. Sjónvarpsþættir hans, The Nature of Things, hafa verið sýndir í meira en fjörutíu löndum. 21. maí: Nóbelsverðlaunahafinn Eliza- beth Blackburn: Dr. Blackburn er annar tveggja öndvegisfyrirlesara heilbrigðis- vísindasviðs. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í líf- og læknavísindum árið 2009 en hún uppgötvaði telomerasa, ensím sem sér um að eftir- mynda litningaenda við frumuskiptingar. 1. júní: Nóbelsverðlaunahafinn Francoise Barré-Sinoussi: Dr. Barré-Sinoussi er annar tveggja öndvegisfyrirlesara Heilbrigðis- vísindasviðs en hún gerði rannsóknir sem skiptu sköpum við upp- götvun á HIV-veirunni og þeirri stað- reynd að veiran veldur alnæmi. Dr. Barré-Sioussi er einnig ötull baráttu- maður gegn alnæmi og hefur verið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og fleirum til ráðgjafar í þeirri baráttu. 1. september: Linda Darling-Ham- mond: Dr. Darling-Hammond er öndvegis- fyrirlesari Menntavísindasviðs. Hún er prófessor við Stanford-háskóla og einn fremsti sérfræðingur heims á sviði menntamála. Hún var meðal annars Bar- ack Obama Bandaríkjaforseta til ráðgjaf- ar um menntamál í kosningabaráttu hans. 9. september: Noam Chomsky: Dr. Noam Chomsky er öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs á aldarafmælinu. Hann er einn þekktasti samfélagsrýnir heims auk þess að hafa lagt grunninn að nútímamálvísindum að margra dómi. 3. október: Robert David Putnam: Dr. Putnam er öndvegis- fyrirlesari Félagsvísindasviðs. Hann er með virtustu stjórnmála- fræðingum heims og prófessor við JFK School of Government við Harvard-háskóla. Hann hefur verið ráðgjafi margra þjóðarleiðtoga á borð við Clinton-hjónin, Barack Obama, George W. Bush, Tony Blair, Gordon Brown og Nicolas Sarkozy. *Nánari upplýsingar um afmælisdagskrána er að finna á heimasíðu Háskóla Íslands, www.hi.is. Við erum ekki komin svo langt að ákveða hvort og með hvaða hætti þetta yrði gert. Við viljum reynd- ar leggja áherslu á samspil milli nemenda og kennara, að þeir sýni aukna skilvirkni. Það er of algengt að fólk sé ekki í fullu námi, sem er óhagkvæmt fyrir skólann. En þessari skoðun ætlum við að ljúka í mars þannig að niðurstöð- ur verði ljósar áður en innritun hefst í vor.“ Vill hækka skráningargjöld Hvað með skólagjöld, kemur til greina að innheimta gjöld fyrir nám við Háskóla Íslands? „Okkur er ekki heimilt að inn- heimta skólagjöld og það hefur hvorki verið nein umræða um þau né pólitískur vilji til að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands. Ég hef lagt áherslu á að skrán- ingargjöld verði hækkuð, þau eru 45.000 og hafa verið óbreytt síðan 2005. Því miður var beiðni okkar um að fá að hækka þau í 65.000 hafnað fyrir jól. Þessi hækkun hefði skilað okkur 300 milljónum miðað við núverandi nemenda- fjölda og leyst mikinn vanda fyrir okkur.“ Prófessorarnir Eiríkur Stein- grímsson og Magnús Karl Magnús- son hafa lýst yfir áhyggjum vegna stöðu rannsókna við Háskóla Íslands og vilja efla samkeppn- issjóði sem veita styrki til rann- sókna. Hver er þín skoðun á þess- ari umræðu? „Ég tel vissulega að efla þurfi samkeppnissjóði. Eins og staðan er núna hafa sjóðirnir ekki bol- magn til að styrkja nema tíu til tólf prósent umsókna. Það á þó ekki að styrkja sjóðina á kostnað háskólanna, því til að geta tekið við styrkjum þarf aðstöðu. Í til- raunavísindum, til að mynda, þarf stofur, dýr efni, tæki og fleira, sem allt kostar. Þetta eru tvö aðskilin mál í mínum huga.“ Háskólinn verður að tengjast atvinnulífinu Í Rannsóknarskýrslunni sem út kom síðasta vor var meðal ann- ars sjónum beint að háskóla- samfélaginu og það gagnrýnt fyrir skort á aðhaldi við viðskiptalíf- ið. Hvernig blasir þessi umræða við þér? „Við tökum auðvit- að mark á því sem þar kemur fram eins og aðrir. Þessi umræða er ekki séríslensk og háskólar alls staðar í nágrannalöndunum eru að bregðast við sams konar gagnrýni. Í kafl- anum um ábyrgð gagn- vart samfélaginu og umheiminum í hinni nýju stefnu er meðal annars fjallað um skyld- ur fræðimanna í opin- berri umræðu. Hins vegar vil ég líka benda á að fræðimenn settu fram gagnrýni á við- skiptalífið bæði í skýrsl- um og fjölmiðlum en hljómgrunnurinn var enginn.“ Var Háskólinn of nátengdur atvinnulífinu á útrásartímum? „Nei, fjarri því. Velta skólans var þá um 14 milljarðar árlega en á tímabilinu 2004 til 2008 fékk hann 20 milljónir í styrki árlega frá atvinnulífinu, sem eru um 0,1 prósent af veltu. En við megum heldur ekki líta framhjá því að eitt af hlutverkum háskólans er að vera í sambandi við atvinnulífið og þekkja þarfir þess. Reglurnar um samskipti háskóla og atvinnulífs þurfa hins vegar að vera skýrar. Þó að styrkur fyrir tiltekinni rann- sókn komi frá atvinnulífinu þýðir það ekki að fyrirtækið hafi nokk- uð að gera með hvernig henni er stýrt.“ Afmælisárið spennandi Afmælisárið er hafið og fjölbreytt hátíðardagskrá fram undan. Hvern- ig leggst þetta afmælisár í þig? „Það leggst afar vel í mig. Auð- vitað eru þetta erfiðir tímar um þessar mund- ir en 100 ára afmæli kemur bara einu sinni. Ég held að við getum notað árið vel og það ætlum við að gera með tvenns konar hætti. Annars vegar viljum við kynna háskólann fyrir almenningi og mjög margt verður á dag- skrá sem opið er öllum áhugasömum, fullorðn- um sem börnum. Dag- skráin verður bæði hér á háskólasvæðinu og úti á landi í samvinnu við rannsóknar- og fræða- setur háskólans. Hins vegar viljum við nota árið til nýrrar hugsun- ar, horfa fram á við og lyfta okkur upp. Ný stefnumótun er mikilvægur hluti þess og það er sannarlega upplífgandi að skynja hug starfsmanna og stúdenta og finna stuðning mennta- og menningamálaráðherra við stefnumótunina. Ef okkur tæk- ist í samvinnu við stjórnvöld að finna leiðir til að hrinda stefn- unni í framkvæmd væri það besta afmælisgjöf skólans og jafnframt besta gjöf sem samfélagið gæfi sjálfu sér. Háskólinn skiptir gríð- arlega miklu máli fyrir Íslendinga, fyrir menntunarstigið í landinu, fyrir getu okkar til að skapa ný verðmæti í framtíðinni og fyrir samfélagsgerðina. Við verðum að hlúa að honum og efla.“ FRAMHALD AF SÍÐU 23 Noam Chomsky Nóbelsverðlaunahafar stíga á stokk ➜ Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta og fyrstu 29 árin var hann til húsa í Alþingishús- inu við Austurvöll. Við stofnun Háskóla Íslands voru Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn sameinaðir og mynduðu hver sína deild skólans, auk þess sem heimspekideild var bætt við. ➜ Háskólaárið 1911-1912 voru nemendur einungis 45 og þar af ein kona, en starfsárið 2010-2011 eru um sextán þúsund nemendur í námi við Háskóla Íslands og eru um tveir þriðju hlutar þeirra konur. Við háskól- ann er boðið upp á mikinn fjölda námsleiða á grunn-, meistara- og doktorsstigi. ➜ Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í Aðalbyggingu við Suðurgötu. Húsa- kostur skólans hefur vaxið mikið síðan og er nýjasta byggingin Háskóla- torg sem stendur sunnan við Aðalbyggingu og var vígt 1. desember 2007. ➜ Hinn 1. júlí 2008 tók gildi nýtt skipulag og stjórnkerfi Háskóla Íslands og á sama tíma sameinaðist skólinn Kennaraháskóla Íslands á aldar- afmæli síðarnefnda skólans. Hinn nýi Háskóli Íslands skipast í fimm fræðasvið sem hvert um sig skiptist í nokkrar deildir. Fræðasviðin eru Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavís- indasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Auk þess er við skólann starfræktur fjöldi rannsókna- og þjónustustofnana. ➜ Á 100 ára afmæli Háskóla Íslands árið 2011 kemur út vegleg aldarsaga hans í ritstjórn Gunnars Karlssonar, sagnfræðings og prófessors emiritus. Einstaka kafla sögunnar skrifa sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanar- son, Sigríður Matthíasdóttir og Magnús Guðmundsson. *heimild: www.hi.is ALDARSAGAN VÆNTANLEG* ■ VEGLEG AFMÆLISDAGSKRÁ KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 Stærsti lagermarkaður landsins! FJÖLDI VÖRUMERKJA! Fatnaður fyrir alla fjölskylduna Íþróttafatnaður Skór Töskur Skartgripir Málverk GE RÐ U FR ÁB Æ R KA UP ! * G ild ir e kk i a f ö ð ru m s ér til b o ð um , D V D o g h ús g ö g nu m Eitt af hlut- verkum há- skólans er að vera í sam- bandi við atvinnulífið og þekkja þarfir þess. Kári Stefánsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.