Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 26
26 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR
Ég sé ekki
að stórmót
í handbolta
fari fram
á Íslandi
í nánustu
framtíð
Hassan Mustafa frá Egyptalandi
hefur verið forseti
Alþjóða handknatt-
leikssambandsins
frá árinu 2000 og er
óhætt að segja að hann
sé afar umdeildur.
Nýlega lagði hann til
að minnka mörkin og
stækka vítateiginn.
Það er mat flestra
sérfræðinga um hand-
boltaíþróttina að best
væri að næsti forseti
IHF kæmi úr röðum
handknattleikssam-
bands Evrópu.
Guðjón Guðmunds-
son handboltasérfræð-
ingur telur að breyting-
ar verði gerðar á allra
næstu árum. „Mustafa
hefur gert margt gott
í Asíu og Afríku, þang-
að sem hann sækir
fylgi sitt. Hins vegar
tel ég að það sé nauð-
synlegt að fá nýtt blóð
frá Evrópusambandinu
í þessa stöðu. Hand-
boltinn þarf að taka
skref upp á við sem
íþrótt á alþjóðavett-
vangi á næstu árum og
það góða er að margir
þekktir og sterkir ein-
staklingar – gamlir
landsliðsmenn og þjálf-
arar – eru nú komnir
í ábyrgðarstöður hjá
ýmsum sambönd-
um í Evrópu. Þessir
menn eiga eftir að gera
atlögu að forsetaemb-
ættinu áður en langt
um líður og það er að
mínu mati gott mál
fyrir handboltann,“
segir Guðjón.
Mustafa er aðeins
fimmti forsetinn í sögu
IHF og sá fyrsti sem
kemur frá landi utan
Evrópu.
Hinir fjórir eru Sví-
inn Gösta Björk (1946-
50), Svisslendingur-
inn Hans Baumann
(1950-71), Svíinn Paul
Högberg (1971-1984)
og Austurríkismaður-
inn Erwin Lanc (1984-
2000).
■ HASSAN MUSTAFA:
Umdeildur forseti IHF
Gull:
Þýska-
land
Gull:
Svíþjóð
9. sæti
Gull:
Svíþjóð
Gull:
Rúm-
enía
6. sæti
Gull:
Rúm-
enía
9. sæti
Gull:
Tékkó-
slóv-
akía
Gull:
Rúm-
enía
11. sæti
Gull:
Rúm-
enía
14. sæti
Gull:
Vestur
Þýska-
land
13. sæti
Gull:
Júgo-
slavía
6. sæti
Gull:
Svíþjóð
10. sæti
Gull:
Rúss-
land
8. sæti
Gull:
Frakk-
land
14. sæti
Gull:
Rúss-
land
5. sæti
Gull:
Svíþjóð
Gull:
Frakk-
land
11. sæti
Gull:
Króatía
7. sæti
Gull:
Spánn
15. sæti
Gull:
Þýska-
land
8. sæti
Gull:
Frakk-
land
Gull:
Sovét-
ríkin
1938 1954 1958 1961 1964 1967 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013
Þýskaland Svíþjóð Austur-
þýskaland
Vestur-
Þýskaland
Tékkó-
slóvakía
Svíþjóð Frakkland Austur-
Þýskaland
Danmörk Vestur-
Þýskaland
Sviss Tékkó-
slóvakía
Svíþjóð Ísland Japan Egypta-
land
Frakkland Portúgal Túnis Þýska-
land
Króatía Svíþjóð Spánn
■ SAGA HEIMSMEISTARAMÓTSINS Í HANDBOLTA
Neðsta línan sýnir hvaða
ár keppnin var haldin og
hverjir voru gestgjafar.
H
eimsmeistaramótið
í handbolta verð-
ur sífellt stærra og
stærra. Þjóðverjar
settu ný viðmið árið
2007. Svíar ætla sér
að gera enn betur á HM 2011 sem
hefst í næstu viku.
Saga heimsmeistaramótsins í hand-
bolta í karlaflokki hófst árið 1938 og
HM í Svíþjóð sem hefst hinn 13. jan-
úar verður það 22. í röðinni. Svíar ætla
sér að gera betur en Þjóðverjar, sem
settu mótið á nýjan stall árið 2007 með
glæsilegri og áhrifamikilli umgjörð.
Króatar náðu að fylgja því ágætlega
eftir tveimur árum síðar. Alþjóðahand-
knattleikssambandið, IHF, hefur mátt
þola mikla gagnrýni á framkvæmd
HM í gegnum tíðina og mótin í Portú-
gal 2003 og Túnis 2005 voru langt frá
því að vera vel heppnuð.
Ég var sjálfur við störf sem blaða-
maður á HM í Portúgal árið 2003 og
margt á því móti kom verulega á óvart.
Skipulagið var í molum og allt var
gert á síðustu stundu. Áður en riðla-
keppnin hófst var ekki ljóst hvar liðin
myndu leika í milliriðli. Eini íslenski
stuðningsmaðurinn var því á báðum
áttum hvar hann ætti að panta sér hót-
elherbergi – en það reyndist ekki vera
stór valkvíði því aðeins tvö hótel voru
í boði í smábænum Caminha þar sem
Íslendingar léku í milliriðli.
Aðstaða blaða– og fréttamanna var
algjört grín og sátu íslenskir blaða-
menn með pappaspjöld á lærum sér
sem notuð voru sem skrifborð í leikj-
unum í íþróttahúsinu í Caminha sem
gat tekið við um 1.500 áhorfendum.
Við sátum reyndar í miðri áhorf-
endaþvögunni – það er önnur saga.
Í fréttamannaaðstöðunni eftir leiki
voru nokkrar borðtölvur tengdar við
eina 56 kb nettengingu sem átti að
duga fyrir alla blaðamenn – og ljós-
myndara. Það var stórkostlegur hraði
á því öllu saman – eða þannig.
Fjölmiðlastéttin lét óánægju sína
berlega í ljós og hlutirnir voru aðeins
betri tveimur árum síðar í Túnis
en mótið sjálft náði ekki neinum
hæðum hvað áhorfendur varðar og
stemningu.
Þjóðverjar sýndu hvað þeir geta
Þjóðverjar voru gestgjafar HM árið
2007 og þar voru sett ný viðmið í fram-
kvæmd mótsins. Keppnishallirnar
voru stærri en áður hafði þekkst og
áhorfendur létu sig ekki vanta. Sem
dæmi má nefna að í Magdeburg, þar
sem Íslendingar léku í riðlakeppninni,
var ávallt uppselt og 7.000 áhorfendur
mættu á alla leikina í riðlakeppninni.
Þjóðverjar fengu hæstu einkunn fyrir
framkvæmdina en Svíar hafa lofað
því að HM 2011 verði það stærsta frá
upphafi.
HM á aðeins eftir að stækka
Guðjón Guðmundsson, handboltasér-
fræðingur Stöðvar 2, segir að heims-
meistaramótið eigi eftir að stækka
og stækka í nánustu framtíð. „Það
eru gerðar meiri kröfur en áður um
aðbúnað og aðstöðu fyrir áhorfendur.
Sjónvarpsáhorfið er einnig mun meira
en áður og til marks um það hafa
margir gert þá kröfu að leikhléum
verði fjölgað. Það er krafa frá þeim
sem eru rétthafar frá þessum mótum
– þeir vilja fleiri hlé fyrir auglýsing-
ar,“ segir Guðjón. Um 100 sjónvarps-
stöðvar verða með beinar útsendingar
frá HM og um tveir milljarðar manns
í 160 löndum geta séð þessa leiki.
HM hefur aldrei farið fram í Amer-
íku eða Eyjaálfu en Brasilía, Argent-
ína og jafnvel Síle eru í stakk búin að
takast á við slíkt verkefni.
Heimsmeistaramótið fór fram á
Íslandi árið 1995 en litlar sem engar
líkur eru á því að HM fari aftur fram
á Íslandi. Árið 1995 var Mókollur,
lukkudýr keppninnar, oftar en ekki
einn í stúkunni. Áhorfendur voru fáir
á flestum leikjum og hátt miðaverð
var ein af skýringunum. Leikið var í
Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og
Akureyri.
Íþróttamannvirkin á Íslandi standast
ekki kröfurnar sem gerðar eru
Hér á landi eru ekki til íþróttamann-
virki sem standast þær kröfur sem
gerðar eru af Alþjóða handknattleiks-
sambandinu í dag. Úrslitaleikurinn
þarf að fara fram í keppnishöll sem
rúmar í það minnsta 13.000 áhorfend-
ur í sæti. Knútur Hauksson, formaður
Handknattleikssambandsins, sagði í
samtali við Fréttablaðið að HSÍ hefði
skoðað lauslega þær kröfur sem sett-
ar eru vegna lokakeppni á Evrópu-
meistaramóti kvenna. „Við sáum það
fljótlega að við erum langt frá þeim
viðmiðum hvað varðar aðstöðu. Ég sé
ekki að stórmót í handbolta fari fram
á Íslandi í nánustu framtíð,“ sagði
Knútur.
Hver man eftir Mókolli?
Heimsmeistaramótið í handbolta verður sífellt stærra og stærra. Þjóðverjar settu ný viðmið árið 2007 en Svíar ætla sér að gera
enn betur á HM 2011. Sigurður Elvar Þórólfsson rifjar upp nokkur atriði úr sögu HM, sem fer líklega aldrei aftur fram á Íslandi.
LANGBESTIR? Frakkar hafa á undanförnum áratug verið með eitt besta handboltalandslið heims. Frakkar unnu sín fyrstu gullverðlaun á stómóti á HM á Íslandi 1995.
FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER
HASSAN MUSTAFA Forseti IHF. NORDICPHOTOS/AFP