Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2011, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 08.01.2011, Qupperneq 32
 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR M eð átakinu á þrettándanum, sem ber heitið Rödd þjóðar- innar, segjast aðstandendur vilja vekja athygli á baráttunni fyrir þeirri einlægu ósk að nátt- úruauðlindir Íslands verði í eigu almennings. Takmarkið er að safna 35.000 undirskriftum á áskorun þess efnis. Við setningu maraþonsins á fimmtudag gerðu téðir aðstand- endur grein fyrir skoðunum sínum á blaðamannafundi áður en Ólafur Stefánsson, landsliðs- fyrirliði í handknattleik, og popp- stjarna Íslands, Páll Óskar Hjálm- týsson, riðu á karókívaðið með dúettsöng á lagi Páls, Allt fyrir ástina. Ólafur brá á leik og breytti texta viðlagsins í Allt fyrir orkuna við fögnuð viðstaddra. Við tóku fleiri nafntogaðir ein- staklingar sem létu ljós sitt skína. Sumir kunnu textana illa og nýttu sér gamalkunn karókíbrögð til að draga athyglina frá sjálfum söngnum, allt eftir karókísins reglum. Raddir þjóðarinnar Í kvöld lýkur þriggja daga karókímaraþoni sem Björk Guðmundsdóttir stendur fyrir í Norræna húsinu. Markmið þess er að vekja athygli á undir- skriftasöfnun þar sem þess er krafist að þjóðin fái að kjósa um hvort auð- lindir landsins verði í hennar eigin höndum. Anton Brink ljósmyndari og Kjartan Guðmundsson litu við í Norræna húsinu og athuguðu stemninguna. EITT LAG ENN Lóa og Örvar úr hljómsveitinni FM Belfast höfðu hugsað sér að syngja Fimmtán ára á föstu, lag Bjartmars Guðlaugs- sonar, en uppgötvuðu að eigin sögn á síðustu stundu að þau kunnu ekki textann. Í staðinn varð Eurovision-lag Stjórnarinnar, Eitt lag enn, fyrir valinu, en raunin varð sú að sá texti var þeim ámóta framandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TVÍHÖFÐI Sigurjón Kjartansson og Borgarstjórinn Jón Gnarr fluttu besta lag í heimi að sögn Jóns, Fjöllin hafa vakað með Egó, á angurværan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÁTTÚRUTALENT Björk Guðmundsdóttir, sem stendur fyrir karókímaraþoninu, og náttúruunnandinn Ómar Ragnarsson sungu saman hið góðkunna lag Þrjú hjól undir bílnum með hvílíkum ágætum að frekara samstarf hlýtur hreinlega að vera á döfinni. PÁLL ÓSKAR Vel var mætt í Norræna húsið og greinilegt að náttúruvernd og karókísöngur snerta strengi í hjörtum fólks. MEISTARI Megas hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir karókísöng, en lengi er von á einum. Tækifærið er núna! Viðskiptasmiðja Klaks og HR í samstarfi við EIJ ráðgjöf leitar eftir fólki sem er með metnað og ástríðu til að taka að sér frumkvöðla- hlutverk. Fyrirtækin eru fóstruð í farvegi Viðskiptasmiðjunnar (sjá www.klak.is). Frumkvöðlar verða hluthafar í fyrirtækinu en ekki launþegar fyrr en fyrirtækið hefur verið fjármagnað. Hluti af ferlinu er fjármögnun fyrirtækis. Mögulegt er að vinna að uppbyggingu fyrirtækis með annarri vinnu. Leitað er að fólki í eftirtalin sprotafyrirtæki: CORPORATE GOVERNANCE INITIATIVES (KLAK 201) Fyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefnum tengdum stjórnarháttum fyrirtækja. Leitað er eftir tveimur aðilum: A) Sérfræðingi í upplýsingatækni, B) Lögfræðingi eða endurskoðanda með þekkingu á alþjóðlegri fyrirtækjalöggjöf. PROJECT LEARNING VISION (KLAK 202) Multimedia-fyrirtæki sem sérhæfir sig í námsgagnagerð fyrir háskóla. Leitað er eftir tveimur aðilum: A) Multimedia – hönnuði B) Sérfræðing í kennslufræði og námsgagnagerð. PROJECT TRAVELLING ENTREPRENEUR (KLAK 203) Tímabundið verkefni sem snýr að uppbyggingu nýsköpunarverkefna í þriðja heims löndum. Leitað er eftir einum aðila: Verkefnastjóra sem hefur unnið að alþjóðlegum verkefnum. THE EDP – PROJECT (KLAK 204) Markaðs – og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í kortlagningu tækifæra fyrir fyrirtæki og frumkvöðla. Leitað er eftir tveimur aðilum: A) Aðila með reynslu af ímyndarhönnun og tískugreiningu B) Vefhönnuði með þekkingu á markaðsmálum. THE SALESCHANNEL (KLAK 205) Sölu- og dreifingarhús fyrir vöru- og þjónustunýjungar. Leitað er eftir tveimur aðilum: A) Sölu- og markaðsmanni B) Sölumanni með alþjóðlega reynslu. LÍFSLEIKNISKÓLINN (KLAK 206) Atburða- og námskeiðafyrirtæki sem sérhæfir sig í lífsleikni. Leitað er eftir tveimur aðilum: A) Verkefnastjóra sem er vanur að halda utan um námskeiðahald B) Markaðs- og sölumanni. CREATIVE KITCHEN (KLAK 207) Fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugmyndavinnu og atburðum tengdum mat og matvinnslu. Leitað er eftir tveimur aðilum: A) Kokki með reynslu af veitingarekstri B) Aðila með reynslu í atburðastjórnun. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2011. Umsóknum skal skilað rafrænt merkt verkefninu (t.d. Klak 206) á póstfangið klak@klak.is. Vorönn Viðskiptasmiðjunnar – Hraðbraut nýrra fyrirtækja byrjar 17. janúar. Fyrirspurnir í póstfang: klak@klak.is. Klak · Ofanleiti 2 · 103 Reykjavík · Sími 578 7755 · www.klak.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.