Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 34

Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 34
34 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR V ið fjölskyldan erum með hálfgerða Úganda-bakt- eríu,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og bros- ir kankvíslega til David vinar síns frá Afríku- landinu Úganda. Sylgja hefur komið þrisvar sinnum til Úganda og smitað bæði systkini sín, foreldra og ömmu sína, Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu, af Úganda-áhuga sínum. „Ég fór þang- að fyrst sem sjálfboðaliði fyrir ABC- barnaþorpin fyrir þrettán árum,“ segir Sylgja en fyrir fjórum árum sneri hún aftur með manni sínum og dvaldi í nærri ár á ferðalagi. „Þá hitt- um við David í fyrsta sinn. Hann var bílstjórinn okkar, þá aðeins 23 ára gamall,“ lýsir Sylgja. David átti eftir að kynnast fleirum úr fjölskyldunni því fyrir þremur árum hélt systir Sylgju, Harpa Fönn, utan til að vinna við IFD (International friendship for development) og ári síðar fór bróðir- inn Benedikt út fyrir sömu samtök. Alltaf tók David á móti þeim glað- ur í bragði og var þeim innan hand- ar með allt sem til féll. „Svo kynntist hann líka pabba sem kom að heim- sækja bæði Hörpu og Benna, og líka ömmu, Herdísi Þorvaldsdóttur, þegar við fórum öll fjölskyldan í heimsókn til Hörpu fyrir þremur árum,“ lýsir Sylgja. David er því sannkallaður fjöl- skylduvinur. Létu drauminn rætast „David er mjög áhugasamur um allt milli himins og jarðar. Hann elskar að læra, ferðast, hitta nýtt fólk, kynn- ast nýjum stöðum og þróa þannig sjálfan sig áfram,“ segir Sylgja og David kinkar kolli til samþykkt- ar. „Þau sögðu mér frá því hvernig hvíti maðurinn stæði að hlutunum í heimalandi þeirra og ég sagði þeim frá draumum mínum um að ferðast og fara í skóla,“ segir David og bros- ir til Sylgju sem heldur áfram: „Við fjölskyldan tókum þá ákvörðun á síð- asta ári að hafa jólagjafirnar í ódýrari kantinum og leggja þess í stað í púkk fyrir flugfari fyrir David til Íslands. Maðurinn minn hætti meira að segja við að kaupa gítarinn sem hann hafði safnað sér fyrir og lagði peninginn í söfnunina,“ segir hún glaðlega og David brosir hálf feimnislega þegar talið berst að þessari gjafmildi vina hans. „Svo rættist annar draumur þegar við dvöldum hjá foreldrum Sylgju á Húsavík um jólin,“ skýtur David inn í og Sylgja útskýrir. „Já, foreldrar okkar ákváðu, án þess að láta okkur hin vita, að gefa David skjólagjöld í háskóla úti,“ segir hún og David hristir hausinn og vöknar um augun. „Það var alveg meiriháttar,“ segir hann. „Ég hélt að skólagöngu minni væri lokið því ég hafði ekki efni á háskólanámi,“ segir David, sem stefnir á að læra tölvuverk- fræði við háskóla í Úganda. Stormasöm saga David ólst upp í miðhluta Úganda í höfuð borginni Kampala með móður Lífið er svo auðvelt á Íslandi Íslensk fjölskylda með brennandi áhuga á Úganda ákvað að spara í jólagjöfum í ár og bjóða þess í stað ungum úgöndskum vini sínum, David Kajjoba, til landsins yfir jól og áramót. Sólveig Gísladóttir forvitnaðist um hvernig heimsóknin tókst til. GÓÐIR VINIR Sylgja Dögg og Benedikt Þorri kynntust David í Úganda þar sem hann var bílstjórinn þeirra, þýðandi og hjálparhella. Hann hafði aldrei áður komið um borð í flugvél fyrr en hann flaug til Íslands fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Amma mætt Herdís Þorvaldsdóttir með barnabarnabörnum sínum framan ABD-skólann í Úganda. ABC-skólinn Börn Sylgju, Dalía Lind og Ísar Loki, ásamt David við skóla ABC í Kitetika sem byggður er fyrir íslenska peninga og framtak. Systkinin saman Sylgja Dögg, Benedikt Þorri og Harpa Fönn smakka bjór heimamanna í góðum félagsskap. Umkringd börnum Sigurjón Benediktsson, faðir Sylgju, með barnabörnunum í heimsókn í IFD (International friendship for development) skólanum. Á siglingu Herdís Þorvaldsdóttir tekur sig vel út með rauða sólhlíf um borð í litlum báti. Á F ER Ð A LA G I Í Ú G A N D A sinni, stjúpföður og systkinum. Saga Úganda er stormasöm og hefur stríðs- ástand ríkt þar öðru hvoru í langan tíma. Einræðisherrann Idi Amin réði ríkjum til 1979 en undir hans stjórn létust hundruð þúsunda manna. Hann hraktist frá völdum eftir stríð Úganda við Tansaníu en þá sneri aftur Obote sem réði ríkjum til 1985 þar til hers- höfðinginn Tito Okello komst til valda. Sá réði ríkjum í hálft ár þar til hann var hrakinn frá völdum af uppreisnar- mönnum NRA, sem stjórnað var af núverandi forseta landsins, Yoweri Museveni. Síðan hafa orðið nokkrar borgarastyrjaldir í landinu en óeirðir hafa mestar verið í norðurhluta lands- ins. „Við töldum ástandið ágætt þegar við ólumst upp þó foreldrar okkar hafi vitað betur. Við misstum vini í stríði og úr hungri. Mörg börn voru á göt- unni og töluvert var um morð,“ lýsir David en bætir kankvíslega við: „En þetta hjálpaði okkur að þroskast.“ Lærði í bílnum David starfaði sem bílstjóri með- fram námi í menntaskóla. „Ég byrj- aði að keyra þegar ég var fjórtán ára og fimmtán ára var ég orðinn nokk- uð glúrinn bílstjóri. Til að geta unnið sem bílstjóri varð ég samt að taka bíl- próf, sem ég gerði sautján ára,“ segir David, sem missti oft af tímum í skól- anum vegna vinnunnar. „Þá reyndi ég að lesa sem mest í bílnum meðan ég beið eftir fólki,“ segir hann brosandi. Ótrúlegt skipulag David gladdist mikið þegar hann fékk boð frá vinum sínum um að koma til Íslands. „Ég sá það sem tækifæri til að þroskast, læra og kynnast fram- andi menningu,“ segir David, sem aldrei áður hafði stigið um borð í flug- vél og millilenti bæði í Amsterdam og Ósló. „Þegar ég kom til Amster- dam varð ég mjög hissa. Allt var svo skipulagt á flugvellinum, enginn var hrokafullur eða dónalegur og allt gekk eins og smurt,“ segir hann glaðlega. Í Ósló þurfti hann að dvelja í nokkra klukkutíma og hugsaði sér því gott til glóðarinnar að skoða aðeins borgina. „Þegar ég kom út varð ég fyrir hálf- gerðu sjokki og fór strax inn aftur. Það var svo svakalega kalt að mér leið eins og ég væri að ganga inn í frysti,“ segir David og Sylgja bætir hlæjandi við: „Það var 15 stiga frost.“ Byssulausar löggur Eitt það fyrsta sem kom David á óvart þegar hann kom til Íslands voru göturnar, sem honum þótti ótrú- lega hreinar. „Í Úganda eru göturn- ar mjög skítugar og rusl úti um allt. Hér var allt vel skipulagt, umferðar- ljósin í lagi og engin umferðarteppa,“ segir hann og minnist á annað sem kom honum á óvart. „Lögreglumenn- irnir hér keyra um í makindum og eru hvorki með byssur eða barefli,“ segir hann hissa og bendir á að lög- reglan í Kampala gangi með AK47- hríðskotariffla. Stórfurðuleg heimilistæki Inntur eftir því hvort hann hafi orðið hissa á einhverju fleiru er David ekki seinn til svars. „Mér fannst hreint magnað að sjá öll tækin á heimilinu. Ég vissi ekki einu sinni að það væri Ég vissi ekki einu að það væri til eitthvað sem héti upp- þvottavél og ryksugan er frábær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.