Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 40

Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 40
 8. JANÚAR 2011 LAUGARDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng Hvað segja íslenskir sérfræðingar um strauma og stefnur 2011 hérlendis? Fannar Karvel Steindórsson, íþróttafræðingur, einkaþjálfari og styrktarþjálfari knattspyrnuliða Víkings, HK og Þróttar og körfu- boltaliða Hamars „Það sem fram undan er í heilsuræktargeiranum er í raun bara áframhaldandi þróun á því sem búið er að vera í gerjun undanfarin 2-3 ár. Þessi þróun lýsir sér að mestu leyti í því að litið er á líkamann sem eina heild frekar en samansafn vöðva sem unnið er með í einangrun, til að mynda eru æfingar þar sem notast er við eigin þyngd orðnar mjög fyrir- ferðarmiklar hér á landi og verða það áfram. Gömlu góðu armbeygjurnar fara til dæmis aldrei úr tísku og mikið verður af æfingum sem eiga grunn sinn í fimleikum og margar af æfingunum sem við notum í dag fyrir kvið og bak eru upprunnar í fimleikum. Miðjuþjálfun kemur enn sterkar inn á nýju ári, í þess konar þjálfun er mikil áhersla lögð á að kviður, bak og þeir vöðvar sem styðja við hryggjarsúluna séu sem sterkastir og viðhaldi réttri líkamsstöðu. Aukin áhersla verður líka á undirbúning æfinga og á ég þá við til dæmis hreyfiteygjur og bandvefslosun með sérstökum keflum. Skorpuþjálfun kemur líka til með að verða enn stærri en hún eru í dag. Þær æfingar byggjast á mikilli ákefð í skamman tíma í einu, ákveðin hlé eru tekin á milli og svo eru skorpurnar endurteknar. Slíkar æfingar skila miklu meiru fyrir hjarta- og æðakerfi en „klassísku“ brennsluæfingarnar.“ Rakel Sigurðardóttir næringarráðgjafi „Það er mín tilfinning að fólk sé farið að fókusera meira inn á við, á heilsuna, fjölskylduna og heimilið og farið að horfa meira á gæðin en magnið. Þá á ég við til dæmis hvað mataræðið varðar, farið að hugsa í minni skömmtum og meiri gæðum. Kreppa leiðir af sér frjóan hugsunarhátt og fólk þarf að leita leiða við að geta boðið sjálfum sér og fjölskyldu upp á næringarríkan og heilsusamlegan mat. Fólk þarf virkilega að velta því fyrir sér hvort einhver matartegund sé þess virði að borga uppsett verð fyrir. En þetta er spurning um forgangsröðun og spurning um hvað skiptir mestu máli í lok dagsins. Það verður ekki nógu oft sagt, heilsan er það dýrmætasta sem maður á. Ég held líka að fólk sé einnig farið að átta sig örlítið á því hvað forvarnir og fyrirbygging skipta miklu máli og hvað það skiptir miklu máli hvað það setur ofan í sig til lengri tíma litið. Fólk er, að mínu mati, orðið gagnrýnna á vörur og mögulega farið að lesa sér nánar til um hvað varan inniheldur áður en það kokgleypir við auglýsingum um möguleg heilsubætandi áhrif tiltekinnar vöru. Sem er frábært, það þýðir að séum farin að taka skref til baka, taka meðvitaðri ákvarðanir og bera meiri ábyrgð á eigin hag og heilsu.“ Erlend tímarit og netsíður hafa nú í upphafi árs margar hverjar birt spár um hvað verður áber- andi í líkamsrækt og mataræði næstu 12 mánuði. Vangaveltur um strauma og stefnur ársins eru vissulega jafn fjölbreyttar og spámiðlarnir en nokkur atriði birtust þó oftar en önnur. 1. RÆKTIN Piloxing er líkamsrækt sem er ekki alveg ný af nálinni. Stjörn- urnar vestanhafs hafa sumar hverj- ar stundað hana erlendis frá árinu 2009. Ashley Tidsdale og Kirst- en Dunst eru þeirra á meðal, en í ár er því spáð að piloxing slái algerlega í gegn, hjá óbreyttum sem ofurstjörnum. Æfingakerfið er sam- bland af pilates-æfingum og boxi, á að auka liðleika og úthald í senn, og viðhalda kvenlegum línum. Það var upphaflega fundið upp af Vivecu Jensen, sem heldur einmitt úti síð- unni pilox- ing.com. Annað sem verður áfram vinsælt er Boot Camp, spinning og jóga. Yngra fólk verður duglegt að mæta í ræktina en jafnframt er búist við að eldri kynslóðir og fólk eldra en sextugt verði duglegra en áður að nýta sér þá möguleika sem eru í boði á því sviði. 2. MATARÆÐIÐ Aftur til fortíðar er frasi sem kemur oftar en einu sinni fyrir í spekúleringum um mataræði árs- ins 2011. Hefðbundinn heimilis- matur, mikið grænmeti, ávext- ir, helst lífrænt ræktaðir enda fortíðarávextir yfirleitt af því tagi, verður uppi á teningnum. Út með allar öfgar og kúrar, þar sem sneitt er hjá kolvetnum eða einhverri sérstakri fæðutegund, eru algerlega úti. Ef þú ákveður að fara á Atkins er sem sagt ekki málið að básúna það uppátæki, þú þykir ekki smart. Þessi hugsun- arháttur hefur verið viðloðandi allt árið 2010 en er nú spáð nýjum hæðum. Heilsurækt árið 2011 Minni skammtar eru það sem koma skal á árinu að sögn Rakelar. Að sögn Fannars Karvels íþróttafræðings eru æfingar þar sem notast er við eigin þyngd orðnar mjög fyrirferðarmiklar hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● LÍFSHLAUPIÐ hefst í þriðja sinn 2. febrúar næst- komandi. Lífshlaupið er átaks- verkefni þar sem landsmenn eru hvattir til að hreyfa sig í að minnsta kosti 30 mínút- ur á dag, og börnin í 60 mín- útur. Öll hreyfing gildir en eitt af leiðarljósunum er að hreyf- ing þurfi ekki að vera bundin við líkamsræktarstöðvar held- ur sé hægt að koma henni að í daglegu lífi. Haldin er skrá yfir tímana og hægt að fylgjast með eigin framgangi og keppa innan eða milli vinnustaða og vinahópa. Upplýsingar um skráningu og heilráð er að finna á www. lifshlaupid.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.