Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 42
8. JANÚAR 2011 LAUGARDAGUR
Hlutfall barna yfir kjörþyngd
virðist hætt að hækka og eru
jafnvel vísbendingar um að
það sé að lækka.
Svo virðist sem þyngd barna á
höfuðborgarsvæðinu standi í stað
og fari jafnvel lækkandi. Þetta
sýna tölur sem Heilsugæslan og
Lýðheilsustöð hafa tekið saman
og birtust í skýrslunni Líkams-
þyngd barna á höfuðborgarsvæð-
inu – Er hlutfall
barna yfir kjör-
þyngd hætt að
aukast? sem
kom út í vor.
Rannsókn
matvæla- og
næringarfræð-
ingsins Bryn-
hildar Briem,
sem byggir á mælingum á hæð og
þyngd 9 ára barna á höfuðborgar-
svæðinu og birtist fyrir rúmlega
tíu árum, sýndi að hlutfall barna
sem flokkast yfir kjörþyngd jókst
mikið á árunum 1958-1998. Árið
1958 voru 0,9 prósent barna skil-
greind með offitu og 6,6 prósent í
ofþyngd en árið 1998 voru 5 pró-
sent barna með offitu og 23,8
prósent í ofþyngd, en börn með
offitu og í ofþyngd flokkast yfir
kjörþyngd. Mælingar sem hafa
verið í umsjón skóla hjúkrunar-
fræðinga Heilsu gæslunnar á
höfuð borgarsvæðinu síðan og
greint er frá í skýrslu Heilsu-
gæslunnar og Lýðheilsu stöðvar
gefa hins vegar til kynna að
toppnum sé náð og að jafnvel sé
um að ræða lækkun.
„Undanfarin misseri hefur
víða verið rætt um líkamsþyngd
grunnskólabarna. Í slíkri um-
ræðu er mikilvægt að tekið sé
mið af bestu fáanlegu upplýsing-
unum á hverjum tíma en nokkuð
hefur borið á ónákvæmni í með-
ferð bæði talna og hugtaka og er
mikið um það rætt að börn séu
að þyngjast. Það gerðist vissu-
lega upp úr 1950 en úr því virðist
hafa dregið á síðustu árum,“
segir Stefán Hrafn Jónsson,
sviðsstjóri á rannsóknar sviði
Lýðheilsu stöðvar. Nýju upplýs-
ingarnar byggja á hæð og þyngd
barna í gegnum grunnskólann
en skólahjúkrunarfræðingar á
vegum heilsugæslunnar mæla
þau í fyrsta, fjórða, sjöunda og
níunda bekk. „Flest eru í kjör-
þyngd en sum flokkast í ofþyngd
og önnur með offitu en deilt er
um hvort það að vera í ofþyngd
sé skaðlegt,“ segir Stefán.
Á meðfylgjandi grafi sést
nokkurt flökt á milli ára á allra
síðustu árum en Stefán segir um
eðlilegt flökt á milli árganga að
ræða og að augljóst sé að börnum
yfir kjörþyngd fjölgi ekki eins
hratt og áður. Hverju er það að
þakka? „Það er erfitt að segja
enda erum við ekki að mæla
áhættu þættina. Það getur verið
að við séum komin að einhverju
hámarki og jafnvel að það hafi
orðið einhver vitundarvakning
í samfélaginu. Skólamötuneytin
tóku líka við fyrir allnokkrum
árum og eru jafnvel að verða
betri. Hins vegar er sjaldnast um
aðeins eina skýringu að ræða.“
Hlutfall barna yfir kjör-
þyngd hætt að aukast
Stefán segir mikilvægt að hafa það í huga þegar fjallað er um börn og holdafar að
óþarfa neikvæð umræða getur valdið vanlíðan. NORDICPHOTOS/GETTY
Stefán Hrafn
Jónsson
Taflan sýnir níu ára börn í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu
sem voru yfir kjörþyngd á tímabilinu 1958-2010.
19
58
19
68
19
78
19
88
19
98
20
04
20
07
20
10
30
25
20
15
10
5
%
BÖRN YFIR KJÖRÞYNGD
HEIMILD: LÝÐHEILSUSTÖÐ
Reykjavík
Yf
ir
kj
ör
þy
ng
d
Höfuðborgar-
svæðiðO
fþ
yn
gd
O
ffi
ta
● FJÖLBREYTT Í KRAMHÚSINU Kramhúsið kraumar
af lífi á vorönn. Sem dæmi má nefna Bollywood fyrir fjörutíu
ára og eldri sem Margrét Erla Maack kennir.
Yngri kynslóðin getur lært bæði breik og hiphop hjá Na-
töshu Royal en einnig verður byrjað á svokölluðu foreldra-
breiki á laugardögum þar sem foreldrar og krakkar læra
breik saman.
Þá er kenndur nútímadans í Kramhúsinu en
kennarar eru meðal annars Tony Vezich, Tanja
Marin Friðjónsdóttir og Snædís Lilja. Til dæmis
er hópur fyrir 25 ára og eldri en nútímadansinn
þykir góð líkamsrækt fyrir fólk með dansgrunn.
Foreldrabreik þar
sem foreldrar og
börn læra að breika
saman er nýjung í
Kramhúsinu.
Tinktúrur úr íslenskum
lækningajurtum taldar góðar fyrir:
* breytingaskeiðið
* blöðruhálskirtil
* bjúg
* exem og sóríasis
* meltingu
* kvef og flensu
Lífrænar snyrtivörur og smyrsl
Fæst í öllum helstu
lyfja- og heilsubúðum
www.annarosa.is
Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu!
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Námskeið fyrir 60 ára og eldri, sem vilja markvissa
hreyfingu í góðum félagsskap.
Létt leikfimi, tækjaþjálfun,
slökun og vellíðan.
Næsta námskeið hefst
10. janúar.
Mán og mið kl. 11-12.
Lokað námskeið (4 vikur).
Verð kr. 9.900,-
60 ára og eldri?
Komdu og prófaðu!
„Það er svo gott að koma í Heilsuborg.
Hér er manni heilsað og það
er vel tekið á móti manni.
Ég vissi ekki hverju ég ætti von á og
hvort ég ætti eitthvað erindi
í Heilsuborg en strax eftir
fyrsta tímann var ég
ákveðin í að halda áfram.“
Margrét Eiríksdóttir
T A I C H I
10 vikna námskeið hefst 10. janúar
Kennt er á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30
Í Safamýrarskóla, Safamýri 5
Leiðbeinendur:
Svanlaug D. Thorarensen s. 6639103 svanlaugt@simnet.is
S. Hafdís Ólafsdóttir s. 861 59 58 hafdis@slf.is
Einnig er boðið upp á morguntíma
í Hæðargarði 31
þriðjudögum og föstudögum. kl. 9
Leiðbeinandi:
Guðný Helgadóttir s. 8601921 dunnahelg@hotmail.com