Fréttablaðið - 08.01.2011, Side 47

Fréttablaðið - 08.01.2011, Side 47
Steindór, ert þú að fara vestur á firði að kenna rímnakveðskap? „Heyrðu, hefur það lekið út? Allt lekur út. Jú, ég ætla vestur ef það tekst að smala einhverjum á nám- skeiðið. Mikið af efninu sem ég er með er upprunnið á Vestfjörðum, sérstaklega Ströndunum. Þar lifði lengi í glæðum rímnanna. Ég held að Strandamenn hafi aldrei lært að skammast sín fyrir þær.“ Varla fara þeir til þess héðan af. „Nei, nú lifa rímur bara í upphafn- ingu hér eftir. En það var þannig að menn þorðu ekki að kveða þær af ótta við að eignast ekki afkomend- ur því konur litu ekki við mönnum sem voru að raula þetta.“ Þú hlýtur nú að hafa kveðið þann draug algerlega niður. „Það ætla ég að vona. Á stríðs- árunum þegar ungar dömur vildu fá nælonsokka og tyggjó var auðvitað ekkert púkalegra til en einhverjir rímnamenn.“ Þetta hefur breyst. „Já, vegna þess að aðrar þjóðir hafa bent okkur á hvað rímurnar eru merkilegt fyrirbrigði. Ég var til dæmis á hátíð í Lúblín í fyrra og þar var verið að kyrja einhverja enda- lausa söngva sem ég hreinlega sofn- aði yfir. Rímurnar eru bara rokk- mússík í samanburðinum. Enda varð fólk hrifið. Fannst þær eins og ferskur andi af Íslandi. Þá var ég að flytja Vestfjarðalög.“ Lætur þú fólk æfa sig að kveða á svona námskeiðum? „Aðallega fjalla ég nú um efnið. Það er svo áríðandi til að fólk átti sig á því hver kúnstin er við brag- fræðina og hvað menn þurftu að hafa fyrir því að koma þessum rímum saman. Jú, svo kveðum við og hlustum á hljóðritanir og allir fá sinn disk, þá geta þeir spilað hann hver í sínu horni og í bílnum. Þetta lærist best þannig, alveg eins og við lærðum alla texta hjá Pálma Gunnars syni þó enginn væri að reyna að kenna okkur þá.“ Hvar verður námskeiðið til húsa? „Það verður í Arnardal 18. 19. og 20. janúar. Gott ef það endar ekki með einhverjum tónleikum. Þetta getur ekki orðið annað en gaman.“ gun@frettabladid.is Ferskur andi af Íslandi Steindór Andersen er ötull við að færa rímnaarf Íslendinga til nútímans. Nýjasta aðferðin er námskeið í bragfræði. Nú ætlar hann að halda eitt slíkt í Arnardal við Ísafjörð. Fræðumst nánar um það. Kvenleiki og úrhraks-kvenleiki undir lok 19. aldar og tilraunir kvenfrelsiskvenna til þess að draga úr áhrifum „kvenleika“ á líf og sjálfsmynd kvenna er umfjöllunar- efni Erlu Huldu Halldórsdóttur sagnfræðings í hádegisfyrirlestri á Þjóðminjasafninu í dag. Aðgangur ókeypis og öllum opinn. Flestir hafa tamið sér ákveðnar námsvenjur, meðvitað eða ómeðvitað. Í upphafi háskólanáms er tækifæri til að endurskoða námsvenjur og bæta það sem betur má fara. Námstækni er ákveðið hjálpartæki sem auð- veldar nemendum að tileinka sér nýja þekk- ingu, veitir þeim aðhald og er tæki til tímasparnaðar. Gott skipulag, mark- miðasetning og jákvætt hugarfar er grunnurinn að góðri námstækni. www.hr.is „Á stríðsárunum þegar ungar dömur vildu fá nælonsokka og tyggjó var auðvitað ekkert púkalegra til en einhverjir rímnamenn,“ segir Steindór, sem hefur kveðið þann draug algerlega niður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samkvæmisdans - Barnadans - Freestyle - HipHop - Keppnisdans - Konusalsa - Parasalsa Kennsla hefst 10. janúar Kennslustaðir: Langholtsskóli - Grensásvegur 13 - Varmárskóli Skráning og upplýsingar á www.dansskoliheidars.is eða í síma 896 0607 30% afsláttur af öllum fatnaði og skóm af okkar lága vöruverði Útsalan er hafin Álnavörubúðin Hveragerði Breiðumörk 2 S: 483 4517
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.