Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 52
8. janúar 2011 LAUGARDAGUR4
Við leitum að kraftmiklu fólki sem hefur metnað og frumkvæði. Um er að ræða skemmtileg störf sem
henta vel þeim sem hafa áhuga á tækni og nýjungum og vilja veita framúrskarandi þjónustu. Góð ensku-
og tölvukunnátta er nauðsynleg og stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Við bjóðum gott fólk
velkomið í skemmtilegan hóp starfsmanna sem setur viðskiptavininn í fyrsta sæti!
Fáðu meiri, meiri eða miklu meiri upplýsingar á vodafone.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2011.
...í tækniveri
Starfið felst í því að veita upplýsingar og ráðgjöf um net, heimasíma og sjónvarpsþjónustu Vodafone og fylgja
málum viðskiptavina eftir til enda. Í síma 1414 svara vel þjálfaðir starfsmenn þjónustuvers Vodafone sem staðsett
er í Skútuvogi í Reykjavík. Unnið er í vaktavinnu.
...í söluveri
Við leitum að sölufulltrúum í söluver Vodafone í hlutastarf eða fullt starf til að selja heildarfjarskiptaþjónustu
til heimila. Í boði eru sveigjanlegur vinnutími og góð laun fyrir duglega einstaklinga.
Nýtt ár
Ný tækifæri
Forstjóri Mannvirkjastofnunar
Umhverfisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar
embætti forstjóra Mannvirkjastofnunar.
Mannvirkjastofnun er ný stofnun sem tekur til starfa
þann 1. janúar 2011 skv. lögum nr. 160/2010.
Mannvirkjastofnun tekur við hlutverki Brunamálastofn-
unar auk verkefna er varða byggingarmál. Markmið
nýrra laga um mannvirki er að auka öryggi og gæði
mannvirkja, efla neytendavernd, bæta skilvirkni í
stjórnsýslu mannvirkjamála og tryggja faglega yfirsýn í
málaflokknum og samræma byggingareftirlit um land
allt. Mannvirkjastofnunin hefur einnig það hlutverk að
hafa eftirlit með og vinna að samræm ingu brunavarna
í landinu, stuðla að samvinnu þeirra sem starfa að
brunavörnum og reka Brunamálaskóla.
Starfssvið
• Stjórnun og stefnumótun stofnunarinnar
• Ábyrgð á rekstri, starfsskipulagi og starfsmanna-
málum
• Áætlanagerð
• Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði mannvirkjamála
• Þekking á verksviði stofnunarinnar
• Stjórnunarreynsla
• Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til
árangurs
• Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi
og kraftur til að hrinda verkum í framkvæmd
• Geta til þess að tjá sig í ræðu og riti á ensku auk
dönsku, norsku eða sænsku
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en
1. apríl 2011. Launakjör eru samkvæmt ákvörðun
kjararáðs. Konur og karlar eru hvött til að sækja um
stöðuna.
Umsóknum skal skilað til umhverfisráðuneytisins eigi
síðar en 21. janúar 2011. Frekari upplýsingar veitir
Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfis-
ráðuneytisins í síma 5458600.
Sölumaður
Sölumaður
Jóhann Ólafsson & Co. leitar að metnaðarfullan
og drífandi einstakling í spennandi og krefjandi
starf sölumanns á vörum og lausnum frá
OSRAM, með áherslu á LED tækni og
nýjungar.
Viðkomandi einstaklingur mun starfa náið
með öðrum starfsmönnum að því að efla
og auka samstarf við núverandi og nýja
viðskiptavini með það fyrir augum að auka sölu
og útbreiðslu OSRAM á Íslandi. Viðkomandi
starfsmaður mun að töluverðu leyti einbeita sér
að sölu, þróun og kynningu á LED vörum og
tækni frá OSRAM og dótturfyrirtækjum þess.
Starfið er að tiltölulega ómótað og því gefst
viðkomandi einstaklingi kostur á að þróa og
sníða starfið að miklu leyti sjálfur.
Um framtíðarstarf er að ræða og þarf
viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.
Um fyrirtækið
Jóhann Ólafsson & Co. er umboðsaðili fyrir
OSRAM á Íslandi og hefur verið það síðan 1948.
Fyrirtækið er leiðandi aðili á sínum markaði og hjá
fyrirtækinu starfar samhentur hópur fólks með mikla
þekkingu á sínu sviði sem hefur það að leiðarljósi
að veita viðskiptavinum sínum bestu vörur, ráðgjöf
og þjónustu sem völ er á.
Starfssvið
Sala, fagleg ráðgjöf og þjónusta við
nýja og núverandi viðskiptavini
Öflun nýrra viðskiptavina
Sala, þróun og kynning á LED
vörum og tækni
Samninga- og tilboðsgerð
Þátttaka í gerð sölu- og markaðsáætlana
Samskipti við erlenda birgja
Hæfniskröfur
Góð reynsla af sölumennsku æskileg
Rík þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum
Frumkvæði og metnaður í starfi
Hæfni til þess að vinna undir álagi
Æskileg tölvukunnátta
Enskukunnátta mikilvæg
Heiðarleiki og áreiðanleiki áskilinn
Reynsla og menntun á sviði rafvirkjunar
er kostur
Jóhann Ólafsson & Co
Krókhálsi 3 - 110 Reykjavík - Sími 533 1900 - www.olafsson.is
Jóhann Ólafsson & Co. | Krókhálsi 3 | sími 533-1900 | www.olafsson.is
Umsóknir sendist á jarni@olafsson.is
Nánari upplýsingar í síma 533 1949