Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 70

Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 70
 8. JANÚAR 2011 LAUGARDAGUR12 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng Líffæraskortur og leiðir til að sporna við slíkum skorti auk ólöglegrar starfsemi sem hefur sprottið upp vegna hans eru meðal heitustu umræðuefna í heimi líffæraígræðslna í dag. Í lok árs 2009 voru alls 1.933 sjúklingar skráðir á biðlista eftir líffærum hjá Norrænu líffæra- ígræðslustofnuninni Scandiatr- ansplant sem þjónustar ígræðslu- sjúkrahús á Norðurlöndum og Ís- land er aðili að. Því er ljóst að eftirspurnin eftir líffærum er mun meiri en framboðið sem óprúttnir aðilar hafa meðal annars nýtt sér. „Heitasta umræðuefnið á sviði líffæraígræðslna er ávallt hvern- ig best sé að bregðast við þessum skorti,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðslu- teymis Landspítalans. Hann segir margar leiðir hafa verið reynd- ar en fáar hafi reynst mjög vel. „Til dæmis hefur sumstaðar verið skráð í ökuskírteini hvort viðkom- andi einstaklingur sé gjafi eða það hafa verið haldnar sérstakar líf- færagjafaskrár þar sem fólk getur skráð sig sem gjafa og gengið með líffæragjafakort,“ segir hann en þegar sú staða kemur upp að fólk er úrskurðað látið vegna heila- dauða og kemur þannig til álita sem gjafar eru það aðstandendur sem taka lokaákvörðunina. „Höfn- un aðstandenda gagnvart gjöf er víða 30 til 40 prósent og stund- um hærri,“ útskýrir Runólfur og segir nauðsynlegt að lækka þetta hlutfall. Það megi gera með því að auka umræðu og vitund fólks. LAGALEG UMGJÖRÐ Tvær leiðir hafa verið farnar í lögum um líffæragjafir. „Ann- ars vegar er það „ætluð neitun“ en þá er gert ráð fyrir því í lögum að fólk vilji ekki gefa líffæri sín nema það hafi áður tekið það fram. Slíkt ákvæði er við lýði í íslensk- um lögum. Hins vegar er það „ætlað samþykki“ en þá eru allir líffæragjafar nema þeir taki sér- staklega fram að þeir séu því and- vígir,“ útskýrir Runólfur og bend- ir á að slíkt sé í lögum flestra Evr- ópuþjóða. „Enn í dag er deilt um réttmæti þessara leiða. Mörgum sem vinna í þessum geira finnst þó að ætlað samþykki sé rétta leiðin sem þó þarf að starfrækja þannig að ávallt sé leitað eftir sam- þykki aðstandenda,“ segir Runólf- ur og tekur Spánverja sem dæmi um land þar sem tekist hefur að fjölga mjög líffæragjöfum á síð- ustu árum en þar er tíðni gjafa hun hæsta í heimi. „Spánverjar voru með fremur lága tíðni fyrir tuttugu árum en settu þá upp um- fangsmikið kerfi á landsvísu sem miðaði að því að fjölga líffæra- gjöfum og það tókst hjá þeim með markvissu átaki,“ segir Runólf- ur en bendir á að hafa beri í huga að fjöldi einstaklinga sem deyr af slysförum hafi mikil áhrif á fjölda líffæragjafa. „Bent hefur verið á að það kunni að hafa jákvæð áhrif í samfélag- inu ef landslög gera ráð fyrir líf- færagjöf. Að viðhorf fólks breyt- ist með tímanum þegar almennt sé gert ráð fyrir líffæragjöf og að að- standendur verði þá opnari fyrir að gefa líffæri úr nákomnum,“ segir Runólfur. Hann telur almennings- fræðslu um málefni líffæragjafa skipta miklu máli. Af því tilefni hafi verið gerð fræðslumynd um líffæragjafir fyrir tveimur árum sem hann vonar að verði umfjöll- unarefni í framhaldsskólum en þannig mætti vekja athygli allra á þeirri þörf sem knýr að. LIFANDI GJAFAR Ísland hefur nokkra sérstöðu hvað líffæragjafir varðar því hér á landi eru um 70 prósent allra nýrnagjafa lifandi einstaklingar. Þess má geta að á Íslandi er aðeins framkvæmd ein tegund líffæraígræðslu en það er nýrnaígræðsla úr lifandi gjafa en líffæri úr látnum gjöfum eru send utan. Í Noregi og Svíþjóð eru lifandi nýrnagjafar 35-40 pró- sent en í Finnlandi eru þeir mjög sjaldséðir. Runólfur segir þenn- an mikla breytileika stafa af hug- myndafræði líffæraígræðsluteyma í hverju landi. Hann segir vaxandi fylgi fyrir að nota lifandi gjafa en slíkt sé þó enn umdeilt. „Því fylgir alltaf ákveðin áhætta fyrir gjafann en hún er þó mjög lítil. Hér á landi hafa um 130 einstaklingar gefið nýra í gegnum tíðina og hefur þeim vegnað mjög vel,“ segir hann. LÍFFÆRI ÚR DÝRUM „Þó allir sem gætu gefið líffæri sín myndu gera það þá væri það ekki nóg til að anna eftirspurn eftir líffærum,“ segir Runólfur. Þar sem fjöldi látinna líffæra- gjafa nægir engan veginn þarf að leita annarra leiða og hafa menn rennt hýru auga til dýra í því sam- hengi. „Lengi hefur verið unnið að því að nýta líffæri úr dýrum til ígræðslu,“ segir Runólfur. Fyrst var talið að líffæri úr öpum hentuðu best en það kom mörgum á óvart þegar í ljós kom að líffæri úr svínum eru líklega heppilegust. „Unnið hefur verið árum saman að rannsóknum á nýtingu líffæra úr svínum. Þeim hefur til dæmis verið erfðabreytt til að koma í veg fyrir að líkami manna hafni líffærunum. Á undan- förnum árum hafa verið gerðar til- raunir með ígræðslu svínalíffæra í apa og hefur líftími þeirra verið að lengjast,“ segir Runólfur. Miklar vonir eru bundnar við þessar rann- sóknir en taka mun langan tíma að þróa þær og því engin skyndilausn á líffæraskortinum. ENDINGARTÍMI LÍFFÆRA Annað heitt umræðuefni í heimi líffæragjafa er hvernig hægt sé að tryggja betri endingartíma líf- færa. „Ígrædd líffæri endast ekki nema í takmarkaðan tíma. Nýru frá lifandi gjafa sem skyldur er þeganum endast í um eða yfir 20 Líffæraskortur víðtækt vandamál Runólfur Pálsson, umsjónarmaður liffæraígræðsluteymis Landspítalans. Á Íslandi eru aðeins ígrædd nýru úr lifandi gjöfum. NORDICPHOTOS/GETTY 1954 Fyrsta vel heppnaða nýrnaígræðslan í heiminum gerð í Boston. 1970 Fyrsti Íslendingurinn gengst undir nýrnaígræðslu úr lifandi gjafa í London og nýrað starfar vel í dag. 1973 Fyrsta ígræðsla nýra úr látnum gjafa í Íslending í Kaup- mannahöfn. 1985 Fyrsti Íslendingurinn fær ígrædda lifur í London. 1988 Fyrsti Íslendingurinn fær ígrædd hjarta og lungu í London. 1991 Lagasetning sem heimilar að skilgreina mann látinn á grundvelli heiladauða. Það er grunnforsenda fyrir líffæragjöf. 2003 Fyrsta líffæraígræðslan á Landspítala. Hér á landi eru aðeins ígrædd nýru úr lifandi gjöfum. Indverskir mótmælendur krefjast aðgerða stjórnvalda eftir að upp komst um ólöglega starfsemi tengdri líffæraígræðslu árið 2008. Talið er að um 500 ólöglegar ígræðslur hafi verið framkvæmdar í úthverfum Nýju Delí. NORDICPHOTOS/GETTY Hefur þú viljann, þá hef ég uppskriftina … vigtarradgjafarnir.is 865-8407 Sjá nánar á www.vigtarradgjafarnir.is Íslensku Vigtarráðgjafarnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.