Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 72

Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 72
Drífa Atladóttir er einn jógaleið- beinenda Jógastúdíósins. Hér sýnir hún nokkrar jógastöður sem er hægt að gera heima við til að liðka og styrkja líkamann. „Mikilvægt er að koma sér vel fyrir. Hafa með sér jógadýnu, teppi eða handklæði til að verja hné og láta sér líða vel á stað þar sem er næði,“ segir Drífa. Hún segir mikil vægt að fara hægt af stað en að algeng- ur misskilningur sé að til þess að vera góður jógi þurfi að vera liðug- ur og komast inn í allskyns stöður. „Stöðurnar voru í fyrstu einungis hannaðar til að undirbúa líkamann undir það að sitja kyrr í hugleiðslu- stöðu. Þær hafa mjög góð áhrif á líkamann og líkamsstarfsemina í heild sinni og aðalatriðið er að geta farið inn á við og skoðað og upp- götva okkar innri mann.“ UTTANASANA  FRAMBEYGJA Beygðu þig fram. Gott er að hafa hnén örlítið bogin. Leyfðu þér að hanga fram frá mjöðmum, gott er að grípa um oln- bogana og sveifla létt til hliðar og/ eða fram og til baka. Einnig er gott að gera já og nei hreyfingar með höfðinu til að losa um hálsinn. Gott er að halda stöðunni í um fimm andardrætti. Þegar komið er upp skal beygja hnén vel og rúlla sér upp hryggj- arlið fyrir hryggjarlið og höfuðið kemur síðast upp. Ávinningur: Róar hugann, hjálp- ar til við að losa um streitu og milt þunglyndi. Örvar lifur og nýru. Teygir á aftanverðum lærum, kálf- um og mjöðmum. Styrkir mjaðmir og hné, örvar meltingu, losar um hausverk og hjálpar til við svefn- leysi. VIRABHADRASANA II  STRÍÐSMAÐUR II Hafðu gott bil á milli fótleggja og hafðu beina línu á milli hælana. Gerðu þig útskeifa(n) á hægri fæti og örlít- ið inn- skeifa(n) á þeim vinstri. Beygðu hægra hnéð, passa skal að hné sé í beinni línu yfir ökkla, en ef hné fer fram fyrir ökklann þarf að breikka bilið á milli fóta. Hendur koma beint út frá öxlum og passa skal að axlir séu slakar. Þrýstu mjöðmun- um inn í miðju, lengdu þig upp frá mjöðmum en á sama tíma leyfir þú mjöðmunum að síga niður. Gott er að draga naflann örlítið inn og spenna grindarbotnsvöðva og lærvöðva. Haltu stöðunni í um fimm andardrætti og endurtaktu fyrir hina hliðina. Ávinningur: Styrkir og teygir á fótleggjum og ökklum. Teygir á nára, bringu, lungum og öxlum. Örvar líffæri í kviðarholi. Eykur úthald. TRIKONASANA  ÞRÍHYRNINGUR Haltu bilinu á milli fótleggj- a n na . G erðu þig útskeifan á hægri fæti og örlítið innskeif- an á þeim vinstri. Spenntu fótlegg- ina og gott er að lyfta tánum upp frá gólfinu. Þrýstu vinstri hælnum vel niður í dýnuna. Hend- urnar eru í beinni línu út frá öxlum. Andaðu að og lengdu hrygginn, á fráöndun skalt þú teygja þig yfir til hægri, eins langt og þú kemst, frá mjöðmum en ekki mitti. Leyfðu hægri hendinni að hvíla á sköfl- ungi, ökkla eða á dýnunni fyrir utan hægri fótlegg. Teygðu vinstri höndina upp í loft og ef mögulegt er horfðu upp eftir vinstri hend- inni. Ef hálsinn er stífur er hægt að horfa beint fram eða niður. Haltu stöðunni í um fimm andardrætti. Endurtaktu fyrir hina hliðina. Ávinningur: Teygir á og styrkir lærin, hnén og ökklana. Teygir á mjöðmum, nára, kálfum, bringu og hrygg. Örvar líffæri í kviðar- holi og bætir meltingu. Losar um streitu og kvíða. NAVASANA  BÁTUR Sittu bein(n) í baki með hnén bogin, krossaðu annan fótinn yfir hinn við ökkla. Finndu setbeinin og hallaðu þér aftur svo fæturnir lyftast frá gólfinu, reyndu að halda bakinu eins beinu og mögulegt er. Þrýstu hnjánum vel saman, dragðu þau upp að brjósti og dragðu kvið- vöðvana vel saman. Teygðu hend- urnar fram en reyndu að slaka vel á öxlunum. Horfðu beint fram eða örlítið upp á við. Haltu æfingunni í fimm til tíu andardrætti, víxlaðu fótleggjunum og endurtaktu í fimm til tíu andardrætti. Ávinningur: Styrkir innri kvið- vöðva, mjaðmir og hrygg. Örvar nýru, skjald- og blöðruhálskirtil og þarma. Bætir meltingu og losar um streitu. SARVANGASANA  AXLARSTAÐA Liggðu á bakinu með fæturna beina, leggðu hendur með hliðum og láttu lófana vísa niður. Horfðu beint upp og mikilvægt er að hreyfa höfuðið aldrei til í stöðunni. Í einni sam- fel ldr i hreyfingu skaltu anda djúpt, lyfta fótleggjum og mjöðm- um og grípa undir mjaðmir eða mjóbak. Gott er að beygja hnén til að ná olnbogum og öxlum betur saman og rétta svo aftur úr þeim. Tær skulu vera í sjónlínu. Reyndu að þrýsta öxlum, upphandleggj- um og olnbogum vel niður til að taka sem mestan þunga af hálsi og höfði. Haltu stöðunni í um fimm til tíu andardrætti, eða lengur. Þegar losað er um stöðuna skal koma ró- lega niður og hvíla í liggjandi stöðu eitt augnablik. Fyrir suma er nóg að setja hendur undir mjaðmir og lyfta fótleggjum upp í loft eða færa sig upp að vegg og láta vegginn styðja við fætur. Mjaðmir skulu þá vera þétt upp á vegg og gott er að setja teppi eða púða undir mjöðmina. Ávinningur: Hefur róandi áhrif á hugann, losar um streitu og milt þunglyndi. Hefur örvandi áhrif á skjaldkirtil, blöðruhálskirtil og líf- færi í kviðarholi. Teygir á öxlum og hálsi. Mótar fótleggi og rasskinnar. Bætir meltingu. SAVASANA  LÍKSTAÐA Nauðsynlegt er að gefa sér tíma til að slaka á eftir jógaæfingar til að gefa líkama og huga færi á því að vinna úr því sem við vorum að gera. Liggðu með smá bil á milli fótanna og leyfðu tánum að detta út til hliðanna, hend- urnar hvíla niður með líkamanum og lófarnir vísa upp. Fyrir suma er nauðsynlegt að hafa stuðning undir hnjám til að ná að slaka á í þessari stöðu. Hálsinn er langur og slakur og gott er að hafa smá bil á milli tannanna til að slaka vel á kjálkan- um. Ef bjart er í herberginu er gott ráð að leggja klút eða annað yfir augun svo slökunin verði sem best. Reyndu að gefa vel eftir og slaka vel á öllum vöðvum. Gott er að gefa sér að minnsta kosti 5 til 10 mínútur til að slaka á og koma endurnærður til baka. Þegar komið er úr slökun er gott að gefa sér góðan tíma til að vekja líkamann, eins og maður sé að vakna af næturlöngum svefni. Ávinningur: Hefur róandi áhrif á líkamann og huga og hjálpar okkur að losa um streitu og milt þung- lyndi. Losar um höfuðverk, streitu og hjálpar til við svefnleysi og lækk- un blóðþrýstings. Nánari upplýsingar um Drífu og jógastúdíóið má finna á www.joga- studio.is. tryggvi@frettabladid.is Jógastöður til að gera heima þegar hentar Drífa segir jóga hafa góð áhrif á líkamann og líkamsstarfsemina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Hefur þú prófað ZUMBA? ZUMBA er það vinsælasta í dag - Hörkubrennsla Nýtt námskeið hefst 10. janúar 4 vikna námskeið 2x í viku, mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30 Þjálfari: Sigríður Fanndal Verð 13.900 Fæst í flestum matvöruverslunum Lífrænt eplaedik Öflugt til hreinsunar líkamans – beint frá náttúrunni Hollur drykkur Blandaðu 1-2 msk af eplaediki í epla g engifersafa fráo eutelsbacher B með 1 tsk. af lífrænu hunangi. Hrært, kælt og kið. druk BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.