Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 74
8. JANÚAR 2011 LAUGARDAGUR16 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng
Fjöldinn allur af afreks-
fólki birtist á síðum
Fréttablaðsins á síð-
asta ári. Það hljóp, kleif
tinda, boxaði og fleira
til. Hér má sjá nokkur
dæmi um það fólk sem
afrekaði á sviði heilsu
og hreyfingar á eigin
vegum. - jma
Þorsteinn Jakobsson gekk á tíu tinda á þrettán klukkustundum. Um
leið safnaði hann áheitum fyrir Endurhæfingar- og stuðningsmið-
stöðina Ljósið.
Daníel Ingi Þórarinsson háskólanemi tók heilsuna í gegn, fór að stunda fitness-box
og léttist um 26 kíló á síðasta ári.
Sviðslistahópurinn Hnoð vakti athygli á því að
heimsóknir til kvensjúkdómalæknis og kynsjúk-
dómar þurfa ekki að vera feimnismál.
Hlaupasamtök Lýðveldisins, sem staðið hafa fyrir útihlaup-
um í Vesturbæ Reykjavíkur, áttu 25 ára afmæli á árinu.
Halla Kjartansdóttir, önnur frá vinstri, hljóp ásamt dóttur
sinni, Rósu Kristínu Björnsdóttur og móður, Jónu Hall-
grímsdóttur, lengst til hægri, í Kvennahlaupinu í Garðabæ.
Afrekað á eigin
vegum 2010
● UNNIÐ MEÐ LÍKAMA
OG ORKUSVIÐ Opið
hús verður í Ljósheimum í
Borgartúni 3 á morgun milli
klukkan 14 og 18 fyrir þá sem
vilja kynna sér starfsemina en
Ljósheimar eru miðstöð fyrir
huga, líkama og sál og þar er
lítil verslun. Boðið verður upp á
hugleiðslu, jógatíma og ýmsar
stuttar meðferðir.
Kundalini-jóga, bæði byrj-
endanámskeið og framhalds-
námskeið, er ný viðbót við þá
starfsemi sem fyrir er í Ljós-
heimum en þar er jafnan fjöldi
námskeiða sem tengjast sjálfs-
rækt, og einkatímar í mörgum
tegundum heilunar og nudds,
svæðameðferð, bowentækni,
nálastungu og höfuðbeina- og
spjaldhryggsmeðferð. „Þetta
eru allt meðferðarform þar
sem unnið er með líkama eða
orkusvið,“ útskýrir Sólbjört
Guðmundsdóttir, stofnandi
Ljósheima. Hún nefnir líka
þriggja ára skóla sem snýst um
það að bera ábyrgð á eigin lífi.
Frá því hrunið varð haustið
2008 hefur verið boðið upp á
leidda hugleiðslu í hádeginu
á mánudögum í Ljósheimum.
Hún er opin öllum ókeypis.
„Við hjálpum fólki að leita inn á
við,“ segir Sólbjört. „Þörfin hefur
verið mikil og þó þetta sé ekki
nema hálftími þá nýtist hann
fólki langt inni í vikuna.“ Nánari
upplýsingar má sjá á www.
ljosheimar.is - gun