Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 79

Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 79
LAUGARDAGUR 8. janúar 2011 35 til eitthvað sem héti uppþvotta- vél,“ segir hann hlæjandi. „Svo kann ég ekki á þvottavél því ég hef alltaf þvegið í höndum og ekki síst finnst mér ryksugan frábær upp- finning,“ segir hann og skellir upp úr. Sylgja skýtur inn í að David hafi verið einstaklega hjálp samur og ryksugað allt húsið þeirra. „Það er bara svo skemmtilegt,“ segir David og finnst stórkostlegt að það taki í raun bara hálftíma að þrífa allt húsið. „Maður ryksugar í tíu mínútur, stingur leirtaui í upp- þvottavél og þvotti í þvottavél,“ segir hann og Sylgja bætir bros- andi við: „Þegar hann var búinn að vera á Íslandi í tvo daga sagði hann við okkur: „Life is easy in Iceland.“ Nýtur sundsins David er nærri daglegur gestur á sundstöðum landsins. „Hann lærði að synda á tveimur dögum með okkur í Úganda,“ upplýsir Sylgja og David bætir við að hann sé nú ekki góður sundmaður en njóti þess að vera í vatni. Hann nýtur hverrar stundar enda veit hann að sundferðir eru nánast útilok- aðar í Úganda. „Þar getur maður farið í sund á hóteli en sundferðin kostar jafn mikið og matur í tvær vikur.“ Vill að stjórnmálamenn ferðist David segist mikið hafa lært á ferðalagi sínu til Íslands og er sannfærður um að lausn margra vandamála í heimalandinu gæti falist í því að stjórnmála- mennirnir ferðuðust meira. „Ef stjórn málamenn Úganda kæmu hingað gætu þeir séð hvernig hægt væri að laga vegakerfið og heilbrigðiskerfið.“ Margt jákvætt í Úganda Þótt David geti sett út á margt í föðurlandi sínu er hann þó stoltur af því. „Til dæmis hvernig tekið hefur verið á alnæmisvandamál- inu,“ segir hann en á níunda ára- tugnum voru 30 prósent Úganda- búa HIV-jákvæð. Í dag er sú tala fallin niður í 6,4 prósent og er það að þakka mikilli fræðslu í skólum og til almennings. „Í Úganda eru engir fordómar lengur fyrir sjúk- dómnum og fólk fær lyf sem hjálpa því að lifa með HIV,“ segir David en auk þess var lögum breytt þannig að einkvæni er nú algeng- ast og menn mega ekki lengur taka við ekkjum bræðra sinna. Hann telur einnig upp að í Úganda ríki trúfrelsi og glæpatíðni sé þar til- tölulega lág. Kominn á Facebook David heldur heim til Úganda hinn sextánda þessa mánaðar. Hann verður áfram í góðu sambandi við vini sína hér á landi. „Nú ertu líka kominn á Facebook svo það auð- veldar samskiptin,“ segir Sylgja glaðlega við David sem kinkar kolli. Hann hlakkar til að koma aftur heim og segja fjölskyldu sinni og vinum frá ferðalaginu. Hann fer heldur ekki tómhentur því margt hefur honum áskotn- ast á ferðalagi sínu. „Á Húsavík sá ég til dæmis kartöfluskrælara í fyrsta sinn en heima notum við hnífa, sem getur verið hættulegt. Ég keypti fjóra skrælara til að taka með heim, fyrir mig, mömmu, frænku mína og ömmu,“ segir hann og hlær. Það þarf greinilega ekki mikið til að gleðja David Kaj- joba frá Úganda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.