Fréttablaðið - 08.01.2011, Síða 82
38 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR
Hressandi dagur
MYNDBROT ÚR DEGI | fimmtudaginn 6. janúar | Tekið á Canon ixus 95 is
Valentína Björnsdóttir er framkvæmdastjóri Móður náttúru sem framleiðir grænmetisrétti og rekur einnig veitingasalinn Krúsku.
Við fylgjumst með fimmtudegi í lífi hennar sem byrjaði við salatgerð en lauk í faðmi fjölskyldunnar í Vesturbæ Reykjavíkur.
6 Kl. 17.45: Heima er best. Mæðgurnar komnar í Vesturbæinn, skutust þó aðeins í Melabúðina eftir símtal við pabba þar sem kvöldmaturinn var ákveðinn.
Eftir langan en viðburðaríkan dag var gott að koma heim í hlýjuna og borða með
fjölskyldunni.
5 Kl. 16.30: Sótti Stínu, elsku
litla hjartagullið
mitt, í tónlistar-
skólann, fyrsti
tími hjá henni eftir
jólafrí og hún kom
syngjandi kát úr
tímanum. Á leið-
inni heim komum
við við í bókabúð-
inni og keyptum
nýja tréliti. Þess-
ir litlu fingur fá
aldrei nóg af því að
teikna og lita.
4 Kl. 16.00: Þennan kærleiksríka kaffibolla fékk ég á Kaffismiðjunni. Þangað fór ég til að
ná í gott kaffi fyrir húsmæðraorlofið um helg-
ina, þar sem við vinkonurnar ætlum í leirbað
í Hveragerði og láta svo fara vel um okkur í
bústaðnum.
3 Kl. 15.30: Kom við hjá
Grétu og Diljá á
Plánetunni, það
þurfti að yfirfara
umbúðir fyrir
Móður Nátt-
úru. Átti gott
spjall við þær
um markaðsmál
og fl. Það er allt-
af hressandi að
hitta skapandi
og skemmtilegar
konur sem kunna
sitt fag.
2 Kl. 14.00: Settist niður eftir hádegistörnina með Helgu Sörensdóttur, yfirkokki á
Krúsku. Við kíktum í mareiðslubækur í leit
að ferskum hugmyndum og nýjum spennandi
réttum. Lögðum línurnar fyrir gastrónómísk
ævintýri vikunnar.
1 Kl. 8.30: Mætt í eldhúsið á Krúsku og byrj-aði á að búa til súpersalat, alsæl með flotta
spínatið. Það er eitthvað svo endalaust dásam-
legt að gera fersk salöt og búa til skemmtileg-
an mat. Góð byrjun á nýjum degi.
KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400
Stærsti lagermarkaður landsins!
KR. 500
EÐA
KR. 1.000
ALLAR
NEXT
VÖRUR Á
GE
RÐ
U
FR
ÁB
Æ
R
KA
UP
!
H inn 7. janúar árið 1990, fyrir réttu 21 ári, var klukkuturn-
inum við dómkirkjuna í Písa á
Ítalíu, „Skakka turninum í Písa“,
lokað fyrir almenningi og björg-
unaraðgerðir hófust til að koma í
veg fyrir að turninn félli til jarð-
ar. Hann var lokaður allt til ársins
2001.
Ekki er hægt að segja annað en
að málið hafi átt sér langan aðdrag-
anda, þar sem ljóst var strax árið
1178, fimm árum eftir að bygg-
ing turnsins hófst, að jarðvegur-
inn undir honum var of gljúpur og
hann var farinn að halla til suðurs.
Turninn er um 60 metrar á hæð og
vegur 14.500 tonn.
Rúmlega átta öldum síðar
hafði hallinn ágerst og aukist um
einn millimetra á ári að jafnaði.
Skekkjan nam þá 5,5 gráðum og
furðuðu fræðimenn sig á því að
turninn væri ekki fallinn enn.
Á árunum 1990 til 2001 stóðu
yfir lagfæringar og framkvæmd-
ir sem miðuðu að því að rétta
turninn við. Þó ekki of mikið þar
sem hann er og hefur lengi verið
eitt helsta aðdráttarafl ferða-
manna sem koma til Ítalíu.
Verktakarnir boruðu holur
í jarðveginn undir norðurhlið
undirstöðu turnsins og toguðu
turninn um leið í þá átt, þannig
að hægt og rólega seig sú hlið
einnig og rétti af hallann. Einn-
ig var komið fyrir fargi á norð-
urhluta grunnsins til að halda enn
frekar aftur af sigi. Nú er hall-
inn rétt tæpar fjórar gráður og
ætti að halda í nokkrar aldir að
minnsta kosti að mati kunnugra
og almenningur ætti að geta lagt
leið sína upp í topp án þess að ótt-
ast um líf sitt. – þj
Heimildir: Wikipedia og BBC.
co.uk
Skakka turninum í Písa lokað
Opnaður rúmum áratug síðar og á að standa í 300 ár hið minnsta.
Í ÞÁ TÍÐ …
1900ÁR 201020001990