Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 82
38 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR Hressandi dagur MYNDBROT ÚR DEGI | fimmtudaginn 6. janúar | Tekið á Canon ixus 95 is Valentína Björnsdóttir er framkvæmdastjóri Móður náttúru sem framleiðir grænmetisrétti og rekur einnig veitingasalinn Krúsku. Við fylgjumst með fimmtudegi í lífi hennar sem byrjaði við salatgerð en lauk í faðmi fjölskyldunnar í Vesturbæ Reykjavíkur. 6 Kl. 17.45: Heima er best. Mæðgurnar komnar í Vesturbæinn, skutust þó aðeins í Melabúðina eftir símtal við pabba þar sem kvöldmaturinn var ákveðinn. Eftir langan en viðburðaríkan dag var gott að koma heim í hlýjuna og borða með fjölskyldunni. 5 Kl. 16.30: Sótti Stínu, elsku litla hjartagullið mitt, í tónlistar- skólann, fyrsti tími hjá henni eftir jólafrí og hún kom syngjandi kát úr tímanum. Á leið- inni heim komum við við í bókabúð- inni og keyptum nýja tréliti. Þess- ir litlu fingur fá aldrei nóg af því að teikna og lita. 4 Kl. 16.00: Þennan kærleiksríka kaffibolla fékk ég á Kaffismiðjunni. Þangað fór ég til að ná í gott kaffi fyrir húsmæðraorlofið um helg- ina, þar sem við vinkonurnar ætlum í leirbað í Hveragerði og láta svo fara vel um okkur í bústaðnum. 3 Kl. 15.30: Kom við hjá Grétu og Diljá á Plánetunni, það þurfti að yfirfara umbúðir fyrir Móður Nátt- úru. Átti gott spjall við þær um markaðsmál og fl. Það er allt- af hressandi að hitta skapandi og skemmtilegar konur sem kunna sitt fag. 2 Kl. 14.00: Settist niður eftir hádegistörnina með Helgu Sörensdóttur, yfirkokki á Krúsku. Við kíktum í mareiðslubækur í leit að ferskum hugmyndum og nýjum spennandi réttum. Lögðum línurnar fyrir gastrónómísk ævintýri vikunnar. 1 Kl. 8.30: Mætt í eldhúsið á Krúsku og byrj-aði á að búa til súpersalat, alsæl með flotta spínatið. Það er eitthvað svo endalaust dásam- legt að gera fersk salöt og búa til skemmtileg- an mat. Góð byrjun á nýjum degi. KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 Stærsti lagermarkaður landsins! KR. 500 EÐA KR. 1.000 ALLAR NEXT VÖRUR Á GE RÐ U FR ÁB Æ R KA UP ! H inn 7. janúar árið 1990, fyrir réttu 21 ári, var klukkuturn- inum við dómkirkjuna í Písa á Ítalíu, „Skakka turninum í Písa“, lokað fyrir almenningi og björg- unaraðgerðir hófust til að koma í veg fyrir að turninn félli til jarð- ar. Hann var lokaður allt til ársins 2001. Ekki er hægt að segja annað en að málið hafi átt sér langan aðdrag- anda, þar sem ljóst var strax árið 1178, fimm árum eftir að bygg- ing turnsins hófst, að jarðvegur- inn undir honum var of gljúpur og hann var farinn að halla til suðurs. Turninn er um 60 metrar á hæð og vegur 14.500 tonn. Rúmlega átta öldum síðar hafði hallinn ágerst og aukist um einn millimetra á ári að jafnaði. Skekkjan nam þá 5,5 gráðum og furðuðu fræðimenn sig á því að turninn væri ekki fallinn enn. Á árunum 1990 til 2001 stóðu yfir lagfæringar og framkvæmd- ir sem miðuðu að því að rétta turninn við. Þó ekki of mikið þar sem hann er og hefur lengi verið eitt helsta aðdráttarafl ferða- manna sem koma til Ítalíu. Verktakarnir boruðu holur í jarðveginn undir norðurhlið undirstöðu turnsins og toguðu turninn um leið í þá átt, þannig að hægt og rólega seig sú hlið einnig og rétti af hallann. Einn- ig var komið fyrir fargi á norð- urhluta grunnsins til að halda enn frekar aftur af sigi. Nú er hall- inn rétt tæpar fjórar gráður og ætti að halda í nokkrar aldir að minnsta kosti að mati kunnugra og almenningur ætti að geta lagt leið sína upp í topp án þess að ótt- ast um líf sitt. – þj Heimildir: Wikipedia og BBC. co.uk Skakka turninum í Písa lokað Opnaður rúmum áratug síðar og á að standa í 300 ár hið minnsta. Í ÞÁ TÍÐ … 1900ÁR 201020001990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.