Fréttablaðið - 08.01.2011, Side 96

Fréttablaðið - 08.01.2011, Side 96
52 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR52 menning@frettabladid.is Tónlistarflutningur verður með óhefðbundnu sniði í sunnudags- messu Bústaðakirkju á morgun. Í stað almenns kórsöngs verður tónlistarflutningur alfarið í hönd- um sópransöngkonunnar Grétu Hergils, Gretu Salóme fiðluleik- ara og Antoniu Hevesi píanóleik- ara við messu í Bústaðakirkju. Í messunni á morgun flytja þær stöllur Exsultate jubilate eftir Mozart, eitt fremsta kirkju- tónverk allra tíma. Verkið verð- ur fellt inn í messu séra Pálma Matthíassonar. Öll tónlistin í messunni verður eftir Mozart í flutningi listakvennanna þriggja. Messan er í venjulegri lengd og er enginn aðgangseyrir frekar en á aðrar guðsþjónustur. Klassísk tón- list í sunnu- dagsmessu Kjarvalar nefnist sýning Stefáns Jónssonar myndlist- armanns sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Þar endurgerir hann verk eftir Kjarval og gerir úr þeim þrívíða skúlptúra. Stefán útskrifaðist með MFA frá School of Visual Art í New York 1994 og hefur allt frá því fengist við að gera endurgerðir af lista- verkum eftir eldri meistara. Í nýj- ustu sýningu sinni tekst hann á við íslenskan meninningararf, nánar tiltekið Jóhannes Kjarval, og býr til þrívíða skúlptúra með tilvísun í verk meistarans úr ýmsum efni- við. Á sýningunni má meðal ann- ars sjá Fjallamjólkina úr trébút- um og þekkt landslagsmálverk úr lopa. Sýningin hefur líka félags- lega skírskotun. Jóhannes Kjar- val er fyrirferðarmikil stærð í íslenskri listasögu og heiti sýn- ingarinnar, Kjarvalar, felur í sér tilvísun á það félagslega gildi sem verk hans hafa fengið sem stöðutákn. Stefán gerði sitt fyrsta Kjarvals- verk í kringum aldamótin. „Það má kannski segja að það hafi kall- að á fleiri verk; ég sá að minnsta kosti möguleika á að gera fleiri verk. Serían á sýningunni er verk sem ég byrjaði á 2007 og hef verið að vinna að með hléum undanfarin þrjú ár.“ Spurður hvers vegna hann hafi einbeitt sér að því að endurvinna listasöguna í verkum sínum segir Stefán að umræðan um endalok sögunnar og endalok listarinnar hafi verið mjög áberandi þegar hann var í myndlistarnámi. „Margir voru á því máli að það væri í rauninni búið að gera allt sem hægt væri að gera í mynd- listarsögunni; að listasagan væri að endimörkum komin. Ég tók svo sem ekki heilshugar undir það en hugsaði með mér að ef það væri eitthvað til í þessu sem menn voru að halda fram væri ein leiðin út úr þessum vanda að taka einfaldlega listasöguna fyrir og endurvinna hana.“ Sýningin verður opnuð klukkan 15 í dag en um leið verður opnuð önnur sýning í sýningaröð Hafn- arborgar á verkum listmálar- ans Eiríks Smith. Sýning Stefáns stendur til 6. febrúar. bergsteinn@frettabladid.is Kjarval í endurvinnsluna STEFÁN JÓNSSON Hefur á ferli sínum einbeitt sér að endurgerð þekktra verka úr listasögunni. Í sýningu sinni í Hafnarborg beinir hann sjónum sínum að Kjarval. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJARVALAR Stefán endurgerir hluti úr verkum eftir Kjarval og býr til þrívíða skúlptúra, meðal annars úr trébútum og lopa. Lingapon námskeið Óska eftir að kaupa íslenskt enskt lingapon námskeið sem samastendur af einni stórri kennslubók innbundin sem kylja sem á stendu íslenskt enskt lingaponnámskeið. Námskeiðið samastendur af Kennslubók kassettum og tösku undir námskeiðið upplýsingar í síma 865-7013 Mæðrastyrksnefnd Kópavogs sendir öllum velunnurum sínum bestu nýjárskveðjur og þakkar af alhug ómetanlegan stuðning á liðnu ári. Framlag ykkar skipti starfsemina miklu máli. VÍDEÓRÍSÓM Í NÝLÓ Sýningin VídeóRísóm eftir brasilíska myndlistarmanninn Marcellvs L. verður opnuð í Nýlistasafninu í dag klukkan 17. VídeóRísóm er hljóð- og myndbandsverkaröð sem hóf göngu sína í janúar 2002 og er enn í vinnslu. Að sögn listamannsins er hugsunin bak við röðina sú að hugmyndir gangi aldrei til þurrðar, séu aldrei fullkomnar eða endanlegar heldur sé nauðsynlegt að vinna þær áfram og tengja þær heiminum og núinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.