Fréttablaðið - 08.01.2011, Side 102

Fréttablaðið - 08.01.2011, Side 102
 8. janúar 2011 LAUGARDAGUR58 sport@frettabladid.is 5 DAGAR KRISTJÁN ARASON varð fyrstur til að skora tíu mörk í leik á HM en það gerði hann á HM í Sviss 1986. Sigurður Valur Sveinsson jafnaði metið á HM 1993 en Valdimar Grímsson skoraði 11 mörk á HM 1997. Metið stóð þar til að Guðjón Valur Sig- urðsson skoraði 14 mörk í sigri á Áströlum á HM 2003. Guðjón skoraði síðan 15 mörk í öðrum stórsigri á Áströlum á HM 2007. Ísland-Þýskaland 27-23(14-12) Mörk Íslands (Skot): Ólafur Stefánss. 6/4 (8/5), Aron Pálmarsson 5 (9), Ingimundur Ingimund- arson 3 (3), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (5/1), Alexander Petersson 3 (7), Arnór Atlason 2 (4), Guðjón Valur Sigurðsson 2 (3), Róbert Gunnars- son 2 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1). Varin skot: Björgvin Páll 17/2 (40/4, 43%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Ingimundur 3, Ásgeir Örn, Guðjón Valur, Aron) Fiskuð víti: 6 (Róbert 3, Aron, Snorri Steinn, Alexander). Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Þýskalands (Skot): Michael Kraus 4/1 (8/3), Adrian Pfahl 3 (3), Sebastian Preiss 3 (4), Holger Glandorf 3 (7), Michael Haass 3 (3), Jacob Heinl 2 (3), Patrick Groetzki 2 (2), Uwe Gensheimer 2/1 (4/2), Pascal Hens 1 (1), Lars Kaufmann 0 (3), Christian Sprenger 0 (2), Dom inik Klein 0 (1). Varin skot: Silvio Heinevetter 7/1 (20/2, 35%), Carsten Lichtlein 7 (21/3, 33%) Hraðaupphlaupsmörk: 6. Fiskuð víti: 5 Brottvísanir: 6 mínútur TÖLFRÆÐIN GÓÐIR Í GÆR Ingimundur og Sverre lokuðu vörninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta hóf lokaundirbúning sinn fyrir HM í handbolta með frábærum sigri á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í gær. Liðið er komið í rétta gírinn sem eru frábærar fréttir enda vika í HM. Það mátti sjá aftur geðveikina í vörninni sem strákarnir hafa farið svo langt á undanfar- in misseri og þá reif Björg- vin Páll Gústavsson sig upp og sýndi hversu megnugur hann er í markinu. Ingimundur Ingi- mundarson og Sverre Jakobsson áttu báðir flottan leik í miðri vörninni. Ingimundur kórónaði síðan góða frammistöðu sína með því að skora þrjú glæsileg hraðaupphlaupsmörk. Íslenska liðið var 14-12 yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð þriggja marka forskoti. Liðið byrjaði síðan seinni hálfleikinn frábærlega og náði um tíma fjög- urra marka forskoti. Þjóðverjar nýttu sér einbeitingarleysi um miðjan hálfleikinn og komu mun- inum niður í eitt mark en íslenska liðið gaf þá aftur í og tryggði sér öruggan sigur. „Vörnin var hrikalega öflug og það var mikill munur á henni og í síðustu landsleikjum. Við erum að berjast eins og ljón og lítum vel út varnarlega séð,“ sagði Björgvin Páll. „Það var gott fyrir mig per- sónulega að það gekk vel í kvöld því ég átti ekki frábæran leik um daginn. Ég er mjög sáttur með minn leik í dag,“ sagði Björgvin sem varði 17 skot í leiknum. „Þetta lítur mjög vel út og hver sigur styrkir okkar sjálfstraust sem lið. Ég var sáttur við vörn- ina sem var grimm og gekk mjög vel. Það var góð hjálparvörn og lítið um taktísk mistök. Björgvin varði einhverja 15 til 20 bolta og ef við fáum einhverja fimmtán bolta frá honum í þessari keppni þá er ég sáttur,“ sagði Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sem var markahæstur með sex mörk. Aron Pálmarsson stimplaði sig líka inn og lék stórt hlutverk bæði í sókn og vörn. Seinni leikur þjóðanna verður í Laugardalshöllinni klukkan 17.00 í kvöld og það verður síðasti leik- urinn fyrir HM í Svíþjóð og kjör- ið tækifæri fyrir íslensku þjóðina að sýna sinn stuðning í verki með því að troðfylla Höllina. Liðið sýndi það í gær að það á ekkert annað skilið. ooj@frettabladid.is Landsliðið okkar lítur mjög vel út Strákarnir okkar unnu fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 27-23, í Laugardalshöllinni í gær þar sem frábær vörn og góð markvarsla Björgvin Páls Gústavssonar lagði grunninn að sigrinum. NÚ ÞEKKJUM VIÐ ÞIG Björgvin Páll Gústavsson átti flottan leik í gær og fagnar hér ásamt nýkrýndum íþróttamanni ársins, Alexander Peterssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hafðu samband Ný og skemmtileg spil með strákunum okkar Strákarnir í handboltalandsliðinu verða í nokkrum útibúum Arion banka á mánudaginn kl. 15 - 16 ( Kringluútibú 15:30 - 16:30) og árita plaköt og gefa handboltaspilin. Líttu við í útibú nálægt þér: Vesturbæjarútibú v/ Hagatorg Kringluútibú Hafnarfjörður, Firðinum Garðabær, Garðatorgi Kópavogur, Smáratorgi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.