Fréttablaðið - 08.01.2011, Page 103
LAUGARDAGUR 8. janúar 2011
HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds-
son landsliðsþjálfari var sáttur með
flottan sigur á Þjóðverjum í gær.
„Ég er mjög sáttur við varnarleik-
inn sem var frábær og markvörsl-
una. Það tvennt stóð upp úr í frábær-
um leik og að halda Þjóðverjum í 23
mörkum er mjög sterkt. Það tekst
ekki hjá hvaða liði sem er en auð-
vitað er þetta æfingaleikur og það
ber að líta á hann sem slíkan. Við
verðum að taka það góða úr þessum
leik,“ sagði Guðmundur.
„Sóknarleikurinn var mjög góður
fyrir utan tíu mínútur í seinni hálf-
leik. Við þurfum að bæta ofan á
hann og gera hann enn betri,“ sagði
Guðmundur sem viðurkenndi að
vörnin væri kannski aðeins á undan
sókninni eins og staðan er núna. „Að
þessu sinni lögðum við ofurkapp á
vörnina og hún er á undan. Sókn-
in er að koma en hún er alls ekki
slæm,“ sagði Guðmundur. Hann var
ánægður með menn eins og Ingi-
mund Ingimundarson sem skor-
aði þrjú hraðaupphlaupsmörk og
Björgvin Pál Gústavsson sem varði
vel í markinu.
„Ég vil sjá enn fleiri mörk úr
hröðum upphlaupum en það var
ánægjulegt að sjá Ingimund því
hann hljóp hraðaupphlaupin mjög
vel og það er mjög jákvætt að hann
skoraði þrjú mörk. Björgvin komst
í gírinn og það var mjög sterkt fyrir
hann að koma til baka á þennan
hátt,“ sagði Guðmundur.
„Það er leikur á morgun og þá
þurfum við að fylgja þessu eftir.
Við megum ekki fara á flug við
það að vinna æfingaleik en það
var margt jákvætt í kvöld og það
er það sem skiptir máli,“ sagði
Guðmundur.
Aron Pálmarsson spilaði mikið
í gær og stóð sig vel. „Ég er rosa-
lega ánægður með þennan leik því
við sýndum það í kvöld að við erum
ennþá meðal toppþjóða í heimin-
um. Við erum búnir að vera slakir
í síðustu leikjum en mættum bara
stemmdir í þennan leik og sýndum
úr hverju við erum gerðir,“ sagði
Aron sem skoraði 5 mörk í gær.
„Ég reyni að nýta það traust sem
ég fæ frá Gumma. Það er allt frá-
bært svo lengi sem við vinnum
leikinn en það er ekkert að eyði-
leggja fyrir að maður nái að koma
sterkur inn,“ sagði Aron. „Við
sýndum flottan leik í dag og von-
andi náum við að halda því áfram á
morgun. Ef við gerum það þá erum
við langt komnir með það að vera
búnir að fínpússa þetta fyrir HM.“
- óój
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir sigurinn á Þjóðverjum í gær:
Vörnin og markvarslan frábær
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Sendir réttu skilaboðin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ólafur Stefánsson með 105 mörk á móti Þjóðverjum
Ólafur Stefánsson skoraði 6 mörk á móti Þjóðverjum í Höllinni í gær og hefur þar með
skorað 105 mörk í 16 landsleikjum á móti því landi þar sem hann hefur spilað stóran
hluta síns handboltaferils. Ólafur hefur skorað 6,6 mörk að meðaltali á móti Þjóð-
verjum þar af 8 mörk að meðaltali í þremur leikjum á móti þeim í Laugardalshöllinni.
Þýskaland er annað landið sem Ólafur nær að brjóta hundrað marka múrinn á móti
en hann hafði skorað 100 í 20 landsleikjum á móti Dönum.
Hittu handboltahetjurnar
Styðjum strákana okkar á vináttuleiknum kl. 17 í dag.
Landsliðið afhendir árituð plaköt og handboltaspil eftir leikinn
í Laugardalshöllinni kl. 18:30 - 19:00.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta undirbýr sig nú af
kappi fyrir HM og leikur seinni vináttuleik sinn gegn
Þjóðverjum í dag kl. 17.
Þetta er sannkölluð handboltaveisla sem enginn má
missa af. Hér mætast tvö af sterkustu landsliðum
heims, sem bæði eru líkleg til afreka á HM.
Mættum öll í Höllina og tökum þátt í að skapa
ógleymanlega stemningu – um leið og við hvetjum
Strákana okkar til áframhaldandi afreka í Svíþjóð.
Miðasala á
LAUGARDALSHÖLL
8. JANÚAR, KL. 17.00.
ÍSLAND – ÞÝSKALAND
HM 2011 VINÁTTULEIKUR