Fréttablaðið - 08.01.2011, Qupperneq 110
66 8. janúar 2011 LAUGARDAGURPERSÓNAN
Tímaritið Wallpaper hefur valið
Vopnabúrið, hönnunarverslun í
eigu vöruhönnuðarins Sruli Recht,
á meðal tíu athyglisverðustu versl-
ana heims árið 2010. Vopnabúrið
er þar með komið í hóp verslana á
borð við Hermès í New York.
Í greininni um Vopnabúrið segir
meðal annars að bæði útlit og inni-
hald verslunarinnar sannar í eitt
skiptið fyrir öll að tómir banka-
reikningar hefti ekki sköpunargleð-
ina sem ríkir á Íslandi. Sruli segist
að vonum ánægður með umfjöll-
unina en á meðal þeirra verslana
sem nefndar voru má nefna Her-
més í New York, Comme des Gar-
çons í Hong Kong og verslun Stella
McCartney í Mílanó.
„Þetta er frábært. Búðin er
lítil og úr alfaraleið, meira að
segja hér í Reykjavík, þannig það
er frábært að fá umfjöllun í svo
stóru alþjóðlegu blaði,“ segir Sruli
og bætir við: „Þetta kemur manni
samt alltaf jafn mikið á óvart og
ég held að það sé bara gott.“ Sruli
segist hafa komist að þessu með
aðstoð Google leitarvélina, en hún
bendir honum á þegar fréttir um
verslunina rata á Netið.
Aðspurður segir Sruli alla
umfjöllun hjálpa og viðurkenn-
ir að mikið hafi verið fjallað um
Vopnabúrið allt frá því verslun-
in opnaði. „Öll umfjöllun hjálpar.
Líka þessi grein,“ segir hann og
hlær. - sm
Kominn í hóp þeirra bestu
SÁTTUR Verslun Sruli Recht, Vopnabúr-
ið, var valin ein af tíu athyglisverðustu
verslunum síðasta árs af Wallpaper.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Eitt stærsta tónlistartímarit Bret-
lands, Q, heldur því fram í nýjasta
tölublaði sínu að Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, hafi
verið rótari á tónleikum með
rokkurunum í Led Zeppelin.
Þar er vafalítið verið að vísa til
sögufrægra tónleika sveitarinn-
ar í Laugardalshöll 1970. Þessi
dularfulli staðreyndarmoli er sett-
ur fram í tilefni þess að Robert
Plant, fyrrverandi söngvari Led
Zepplin, var kjörinn maður síðasta
árs af tímaritinu.
Ólafur Ragnar hefur hingað
til ekki verið þekktur sem rokk-
áhugamaður, hvað þá rótari, og
koma þessi skrif því verulega á
óvart. Ef farið er rúm fjörutíu ár
aftur í tímann lauk Ólafur, sem
þá var 27 ára, doktorsnámi sínu í
stjórnmálafræði við Manchester-
háskóla. Sama ár flutti hann til
Íslands og hóf kennslu við Háskóla
Íslands. Til að fá það staðfest hvort
forsetinn hafi þetta ár í raun og
veru tekið sér frí frá fræðistörf-
um sínum til að gerast aðstoðar-
maður goðsagnanna í Zeppelin
hafði Fréttablaðið samband við
forsetaembættið og fékk þá þetta
svar: „Forsetann rekur ekki minni
til þess. En hins vegar getur ýmis-
legt hafa gerst fyrir fjörutíu árum
sem ekki er lengur fast í minni.“
Líklegt er því að „staðreynd“ Q í
þessu nýjasta tölublaði sé úr lausu
lofti gripin, í það minnsta þangað
til annað kemur í ljós. - fb
Óljós fortíð Ólafs Ragnars í rokkinu
STAÐREYND? „Staðreyndin“ er í horninu
efst til hægri fyrir ofan myndina af
Robert Plant.
Í HÁSKÓLANUM Ólafur Ragnar í
kennslustofunni í Háskóla Íslands á
árum áður.
Útón, útf lutningsskrifstofa
íslenskrar tónlistar, hefur feng-
ið úthlutað átta milljónum króna í
styrk frá fjárlaganefnd fyrir árið
2011. Styrkurinn hefur tvöfaldast
síðan í fyrra þegar hann nam fjór-
um milljónum. „Ég er mjög ánægð
með þetta,“ segir Anna Hildur
Hildibrandsdóttir, framkvæmda-
stjóri Útón.
Fyrir utan þessa upphæð fær
Útón tíu milljónir á ári frá ríkinu
samkvæmt samningi á milli Sam-
tóns (samtökum rétthafa íslenskr-
ar tónlistar) og mennta-, utanrík-
is- og iðnaðarráðuneytanna.
„Ég er mjög sátt við að það
skyldi vera tekið tillit til þess að
við þurfum þennan pening til að
geta ýtt þeim verkefnum úr vör
sem eru á okkar könnu. Þau eru
orðin æði mörg og þarna mynd-
ast líka grundvöllur til að við
getum skapað fleiri tækifæri,“
segir Anna Hildur. „Útón hefur
verið undirfjármögnuð skrif-
stofa frá upphafi og þetta þýðir
að við getum haldið starfseminni
áfram.“
Anna tekur fram að fastaframlag
til annarra kynningarmiðstöðva
hafi verið hærra en Útón hafi feng-
ið. Útón hafi því ákveðið að sækja
til fjárlaganefndar til að geta
meðal annars staðið undir auknu
erlendu samstarfi sem skapar um
leið tekjur og tækifæri.
Þrátt fyrir krepputíma telur
Anna það vel réttlætanlegt að
Útón fái meiri pening: „Í öllum
þessum verkefnum okkar koma
minnst þrefaldar tekjur á móti
miðað við það sem lagt er í skrif-
stofuna,“ segir hún.
Stutt er síðan tónlistarhátíðin
Iceland Airwaves fékk í sinn hlut
fimm milljónir króna úr ríkissjóði
á fjárlögum 2011 og því er ljóst að
íslenskt tónlistarfólk getur litið
framtíðina bjartari augum en
áður. freyr@frettabladid.is
ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR: ÁNÆGÐ MEÐ ÁTTA MILLJÓNIR
Íslenskt tónlistarfólk fær
meiri pening í kreppunni
ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Útón er ánægð með þær átta milljónir sem Útón hefur fengið úthlutað.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
María Birta Bjarnadóttir
Aldur: 22 ára.
Fjölskylda: Mamma mín heitir Sig-
urlaug Halldórsdóttir, pabbi minn er
Bjarni Friðriksson og Pálmi Gestsson
er stjúpi minn.
Búseta: 101 Reykjavík.
Stjörnumerki: Tvíburi.
María Birta er verslunareigandi og
leikkona.
Lau 15.1. Kl. 19:00
Sun 16.1. Kl. 19:00
Lau 22.1. Kl. 19:00
Sun 23.1. Kl. 19:00
Lau 29.1. Kl. 19:00
Fös 4.2. Kl. 19:00
Lau 15.1. Kl. 20:00
Sun 16.1. Kl. 20:00
Fim 20.1. Kl. 20:00
Lau 22.1. Kl. 20:00
Sun 23.1. Kl. 20:00 Síð. sýn.
Lau 8.1. Kl. 13:00
Lau 8.1. Kl. 15:00
Sun 9.1. Kl. 13:00
Sun 9.1. Kl. 15:00
Sun 16.1. Kl. 13:00
Sun 16.1. Kl. 15:00
Sun 23.1. Kl. 13:00
Sun 23.1. Kl. 15:00
U
Fíasól (Kúlan)
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Gerpla (Stóra sviðið)
Ö
Fös 7.1. Kl. 20:00 Lau 8.1. Kl. 20:00
Kandíland (Kassinn)
Mið 12.1. Kl. 20:00
Fim 20.1. Kl. 20:00
Sun 30.1. Kl. 20:00
Lér konungur (Stóra sviðið)
U
Ö Ö
Ö Ö
Fim 3.2. Kl. 18:00
Sun 6.2. Kl. 14:00
Sun 6.2. Kl. 17:00
Sun 13.2. Kl. 14:00
Sun 13.2. Kl. 17:00
Sun 20.2. Kl. 14:00
Sun 20.2. Kl. 17:00
Sun 27.2. Kl. 14:00
Sun 27.2. Kl. 17:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
U
Ö
Ö
Hænuungarnir (Kassinn)
Ö
Ö
Ö
Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn
Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn
Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn
Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn
Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn
Fim 27.1. Kl. 20:00
Fös 28.1. Kl. 20:00
Fös 11.2. Kl. 20:00
Lau 12.2. Kl. 20:00
Þri 18.1. Kl. 20:00 Mið 19.1. Kl. 20:00
Hvað EF – skemmtifræðsla (Kassinn)
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
Ö
U
Ö
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
„Þessi leiksýning hefur allt
sem þarf til að skapa vel heppnað
og eftirminnilegt leikverk.“
I.Þ., Mbl.
„Critics choice“
Time Out, London
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
SÝNT Í JANÚAR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI SKEMMTUN
Meiri Vísir.