Fréttablaðið - 24.02.2011, Side 18
18 24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
HALLDÓR
Fréttablaðið greindi frá því á forsíðu sinni á þriðjudag að samráðshópur vel-
ferðarráðuneytisins vildi efla leigumark-
að í landinu með því að setja íbúðir í eigu
lífeyrissjóða, banka og annarra
lánastofnana á leigumarkað.
Þetta eru góðar fréttir og í full-
komnu samræmi við áherslur
sem BSRB hefur lagt í málinu.
BSRB hefur á undanförnum
mánuðum kynnt hugmyndir um
varanlegan leigumarkað. Við
höfum gengið á fund forsætis-,
fjármála- og velferðarráðherra,
hitt stjórnendur Íbúðalánasjóðs
og fjölmarga fleiri. Grunnhug-
myndin að baki tillögum BSRB
er sú staðreynd að allir þurfa
húsnæði, óháð tekjum eða
félagslegum aðstæðum.
Leigumarkaður á Íslandi hefur ætíð
verið vanþroskaður. Hann hefur verið við-
komustaður fólks á leið í eigið húsnæði
og það hefur orðið til þess að leiguverð er
langt fyrir ofan það sem eðlilegt getur tal-
ist og öryggi leigjanda er lítið.
Nú er hins vegar lag. Við höfum viljað
bera okkur saman við hin Norðurlanda-
ríkin í ýmsu, enda ríkir þar samfélags-
gerð sem ástæða er til að miða sig við. Þar
er það líka alvöru val fyrir fólk að búa í
leiguhúsnæði, frekar en að kaupa sér sitt
eigið. Það á ekki að vera náttúrulögmál að
fólk fjárfesti í steinsteypu.
BSRB hefur mælt með
almennu leigukerfi að dönskum
sið, þar sem leiguíbúðir eru í eigu
leigufélaga eða leigufyrirtækja.
Nú er nægt framboð á íbúðum í
eigu Íbúðalánasjóðs eða annarra
lánastofnana og það er gleðiefni
að hugað sé að því að koma þeim
á leigumarkað – og veita þannig
fjölda fólks þak yfir höfuðið.
Mikilvægt er að hugað sé að
húsaleigunni. Í Danmörku er
reglan sú að hún má einungis
fjármagna afborganir lána og
viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Þar
ríkir íbúalýðræði, sem þýðir að íbúarnir
ákveða sjálfir hvaða viðhald eða betrum-
bætur skal farið í hverju sinni. Húsaleiga
hækkar því einungis í takt við það.
Allir þurfa þak yfir höfuðið, um það
þarf ekki að velkjast. Nú er tækifæri á því
að byggja upp leigukerfi að norrænum sið
og veita öllum þau mannréttindi að eiga
sér samastað.
Allir þurfa húsnæði
Húsnæðis-
mál
Elín Björg
Jónsdóttir
formaður BSRB
Nú er tæki-
færi á því að
byggja upp
leigukerfi að
norrænum sið
J
ákvæð afleiðing af því að forseti Íslands hefur í þrígang synjað
lögum frá Alþingi staðfestingar er að nokkuð víðtæk þverpóli-
tísk samstaða virðist hafa myndazt um að breyta 26. grein
stjórnarskrárinnar og setja í staðinn skýrar reglur um það
hvenær eigi að bera mál undir þjóðina.
Í núverandi mynd (og núverandi túlkun forseta Íslands)
býður 26. greinin upp á einu leiðina samkvæmt stjórnskipan-
inni til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál; að forseti
synji lögum staðfestingar og skjóti málinu til þjóðarinnar. Vandinn
við þessa leið er að það hvort efnt
er til atkvæðagreiðslu eða ekki er
háð persónulegu mati forsetans.
Eðli málsins samkvæmt fer því
allt upp í loft þegar forsetinn
nýtir synjunarréttinn.
Synjanir Ólafs Ragnars Gríms-
sonar hafa verið umdeildar. Nú
þegar hann hefur lífgað við það
sem hann taldi einu sinni dauðan bókstaf hefur – að óbreyttri stjórn-
arskrá – verið opnað fyrir þann möguleika að einn daginn eignumst
við forseta með enn persónulegri sýn á það hvenær skuli grípa fram
fyrir hendurnar á Alþingi og vísa málum í dóm þjóðarinnar.
Allt frá því að forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar
sumarið 2004 hefur Sjálfstæðisflokkurinn, sem þá fór með forystu
í ríkisstjórn, verið þeirrar skoðunar að breyta ætti 26. greininni;
taka réttinn af forsetanum og fá hann tilteknu hlutfalli kjósenda
eða þingmanna. Um þetta ríkti hins vegar engin samstaða þegar
26. greinin var vakin upp frá dauðum í fyrsta sinn.
Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar,
sagði þá til dæmis að 26. greinin væri „tær snilld“ og „nauðsynlegur
nauðhemill þegar ríkisstjórn, eins og þessi, tapar sjónar á því sem
rétt er í lýðræðislegu samfélagi og lendir utan vegar“.
Á sama tíma sagðist Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG,
alltaf hafa gert ráð fyrir að málskotsrétturinn væri fyrir hendi. „Í
öllum aðalatriðum skil ég þá röksemdafærslu sem forsetinn notaði,“
sagði Steingrímur þá.
Í samræmi við þetta lögðust fulltrúar VG og Samfylkingarinnar
í síðustu stjórnarskrárnefnd gegn því að málskotsrétturinn yrði
tekinn af forsetanum um leið og settar yrðu almennar reglur um
hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að þjóðaratkvæðagreiðsla ætti
að fara fram.
Nú, þegar ríkisstjórnir báðum megin í pólitíska litrófinu hafa lent
upp á kant við forsetann, kveður hins vegar við nýjan tón á Alþingi,
eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti
réttilega á í umræðum um málið.
Steingrímur J. Sigfússon segist nú vera þeirrar skoðunar að
endurskoða eigi 26. greinina og ganga skýrlega frá því við hvaða
aðstæður þjóðaratkvæðagreiðslur eigi að fara fram, t.d. hvaða hlut-
fall kjósenda eða þingmanna geti krafizt þeirra og hvers konar mál
eigi erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er einhver hættulegasti
ágreiningur sem risið getur í lýðræðissamfélagi ef slitnar sundur
friðurinn um grundvallarleikreglur lýðræðisins,“ sagði Steingrímur
á Alþingi í fyrradag – og hafði rétt fyrir sér í þetta sinn.
Jákvæð afleiðing af synjun forsetans:
Samstaða um
skýrar reglur
Viðhorf Svandísar
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing-
maður Sunnlendinga og þingflokks-
formaður Sjálfstæðisflokksins, er
mjög áfram um að byggt verði álver
í Helguvík. Hún hefur nú lagt fram
fyrirspurn á þingi til Svandísar
Svavarsdóttur umhverfisráðherra
um viðhorf hennar til slíkrar
framkvæmdar. Að baki fyrirspurn-
inni býr væntanlega sú skoðun
Ragnheiðar Elínar að ýmsar
umdeildar ákvarðanir ráð-
herrans helgist af andstöðu
hans við málið. Þetta kemur
þó ekki fram í fyrirspurninni,
sem er einungis átta orð.
Óþarfi
Ragnheiður Elín veit hins vegar
svarið við spurningu sinni nú þegar
og þarf því ekki að eyða púðri í
svona rugl. Hún veit það
af því að hún hefur setið
á þingi í bráðum fjögur
ár og á þeim tíma
hafa ályktanir og
ummæli liðsmanna
Vinstri grænna –
þeirra á meðal
Svandísar – um
stóriðjumál
tæplega getað
farið framhjá
henni.
Allt við það sama
Og jafnvel þótt Ragnheiður Elín
hefði bara setið á þingi í um fjóra
mánuði ætti afstaða Svandísar
að vera henni morgunljós. Það
var nefnilega síðast 14. október
2010 að flokksbróðir hennar,
Pétur H. Blöndal, nýtti tímann
á þingi í að falast eftir skoðun
Svandísar á álveri í Helguvík.
„Ég hef ekki sérstakan áhuga
á byggingu álvers í Helguvík,“
var svarið. Allir vita að síðan
hefur ekkert breyst. Líka
Ragnheiður Elín.
stigur@frettabladid.is
Fræðslufundur um handarkreppu
Fimmtudaginn 24. febrúar kl. 19.30 verður fræðslufundur
um handarkreppu eða Dupuytren-sjúkdóminn í húsnæði
Gigtarfélags Íslands að Ármúla 5 á 2. hæð.
Árni Jón Geirsson gigtarlæknir mun halda fyrirlestur um
handarkreppu og svara spurningum.
Að loknu erindi Árna Jóns er ætlunin að stofna áhugahóp
um handarkreppu innan félagsins.
Allir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.