Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 24.02.2011, Qupperneq 24
24. febrúar 2011 FIMMTUDAGUR24 timamot@frettabladid.is GUÐRÚN Á. SÍMONARDÓTTIR (1924-1988) fæddist þennan dag. „Ég segi aldrei brandara, heldur segi ég frá einhverju sem hefur komið fyrir mig eða ég hef heyrt. Ég hef engar heilagar kýr og get sagt frá hverju sem er.“ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún Bárðardóttir Álftamýri 58, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 22. febrúar. Þráinn Agnarsson Guðlaug Bára Þráinsdóttir Óskar Þór Þráinsson Anna Guðmundsdóttir Guðrún Árný Árnadóttir Jens Jóhannsson Guðrún Óskarsdóttir Agnar Örn Arason Katrín Óskarsdóttir Kristján Ingi Úlfsson Þráinn Óskarsson Inga Hrönn Häsler og langömmubörn. Elskulega dóttir okkar, móðir mín, tengdamóðir, systir og amma Vigdís Jónsdóttir frá Selfossi, Hátúni 10 Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, þriðjudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju, laugardaginn 26. febrúar n.k. kl. 13.30. Guðríður Magnúsdóttir Jón Hjartarson Guðjón Þórisson Hanna Rut Samúelsdóttir Jóhanna Jónsdóttir Lysgard Stein Age Lysgard Grímur Jónsson Stefanía Geirsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Júlía Sæunn Hannesdóttir Boðahlein 14 Garðabæ, lést á deild 2b Hrafnistu Hafnarfirði 18. feb. sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þann 25. febrúar klukkan 11. Davíð R. Höjgaard Margrét Davíðsdóttir Höjgaard Ólafur Eiríksson Ólöf Davíðsdóttir Höjgaard Martin Guðmundsson ömmu- og langömmubörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar og ömmu Bjarneyjar Ágústsdóttur frá Sæfelli til heimilis á Sólvöllum, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Sólvöllum. Fyrir hönd aðstandenda, Már Ólafsson Þórarinn Th. Ólafsson Bjarney Ágústsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar Leifur S. Halldórsson skipstjóri Skipholti 2, Ólafsvík, sem andaðist á heimili sínu í Reykjavík 9. febrúar, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ kl. 10 og til baka síðdegis. Matthildur S. Leifsdóttir Þorgrímur Leifsson Steingrímur Leifsson Úlfhildur Á. Leifsdóttir. Gengið hefur verið frá fastráðningar- samningi við Kristínu Eysteinsdóttur leikstjóra við Borgarleikhúsið fram á haustið 2012 hið minnsta. Kristín hefur haft í nægu að snúast síðustu misserin; leikstýrði Fólkinu í kjallaranum í Borg- arleikhúsinu fyrr í vetur og er um þess- ar mundir að ljúka leikstjórn á Heddu Gabler í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnd verður 10. mars. „Jú, ég hlakka bara til að takast á við þetta, ég hef meira og minna starfað í Borgarleikhúsinu síðastliðin tvö ár og þekki því vel þann sterka hóp sem er þarna og vinnuandann, sem er góður,“ segir Kristín. Kristín gat sér gott orð sem tónlistar- maður áður en leið hennar lá í leik- listina. „Ég fór ekki alvarlega að velta leikhúsinu fyrir mér fyrr en ég var orðin 25 ára. Þá fór ég í nám í leikhúsfræði og svo var það tilviljun að ég fór að leik- stýra; ég var svolítið lengi að átta mig á að það væri þar sem minn styrkur lægi.“ Kristín lauk meistaragráðu í leik- stjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007 en hafði áður lokið BA-námi í dramatúrgíu frá Árósahá- skóla. Frá því hún útskrifaðist frá London hefur hún alfarið starfað við leikstjórn og verið meðal fremstu leik- stjóra landsins. Af þeim verkum sem Kristín hefur stýrt má nefna Vinur minn Heimsendir í Hafnarfjarðarleik- húsinu, Penetreitor sem leikhópurinn Vér morðingjar setti upp, og Sá ljóti hjá Þjóðleikhúsinu, en fyrir þá sýningu hlaut hún Grímuverðlaunin sem leik- stjóri ársins 2008. Kristín hefur einn- ig verið tilnefnd til Grímunnar fyrir verkin Dúfurnar og Rústað í Borgar- leikhúsinu og leikstýrði Harry og Heim- ir í Borgarleikhúsinu ásamt höfundum verksins. En hvað er það sem leikstjóri þarf að hafa í huga til að árangri? „Ég held að það sé að þora að leita, efast og spyrja spurninga. Ég held að það sé mikilvægast að nota efann á jákvæðan hátt. Leikhússtarfið snýst líka að stærstum hluta um að hlusta, taka við hugmyndum og vera opinn en á sama tíma þarf maður að vera mjög ákveðinn og taka ákvarðanir þegar þess krefst. Ef maður er bara búinn að ákveða allt fyrir fram algjörlega sjálf- ur er örugglega ekkert gaman að vinna með manni. Leikhúsið er ófyrirsjáan- legt og það er það sem gerir það líka skemmtilegt.“ KRISTÍN EYSTEINSDÓTTIR: FASTRÁÐIN SEM LEIKSTJÓRI Í BORGARLEIKHÚSINU Mikilvægt að þora að efast MÁLUM MIÐLAÐ „Ef maður er bara búinn að ákveða allt fyrir fram algjörlega sjálfur er örugglega ekkert gaman að vinna með manni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á þessum degi árið 1977 sendi Krabba- meinsfélag Reykjavíkur bréf til Kaup- mannasamtaka Íslands og fór þess á leit að auglýsingaspjöld frá tóbaksinnflytjend- um í verslunum væru tekin niður. Framkvæmdastjórn Kaupmannasam- takanna var í bréfinu beðin um að koma þeim tilmælum áleiðis til félagsmanna sinna að taka ekki þátt í auglýsinga- herferðum tóbaksinnflytjenda en ein slík hafði þá staðið yfir í einhvern tíma og mælst víða illa fyrir, ekki síst hjá yngri kyn- slóðum. Kaupmenn höfðu þá þegar víða snúist gegn auglýsingaherferð tóbaksinnflytjenda. Má þar nefna að eigandi verslunarinnar Dalvers við Dalbraut í Reykjavík hafði hengt upp veggspjöld frá Krabbameins- félaginu í verslun sinni þar sem fjallað var um skaðleg áhrif reykinga. ÞETTA GERÐIST: 24. FEBRÚAR 1977 Tóbaksauglýsingar í umræðunni Merkisatburðir 1924 Tuttugu þingmenn stofna Íhaldsflokkinn. Hann sameinast Frjáls- lynda flokknum fimm árum síðar undir nafni Sjálfstæðisflokksins. 1924 Líkneskið af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli í Reykjavík er afhjúpað. Styttan er eftir Einar Jónsson. 1957 Sjómannasamband Íslands er stofnað. 1991 Minnisvarði um Svein- björn Egilsson, rektor og skáld, er afhjúpað á æskuslóðum hans í Innri-Njarðvík. 1993 Flugskýli Flugleiða hf. á Keflavíkurflugvelli er formlega tekið í notk- un.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.