Fréttablaðið - 24.02.2011, Síða 30

Fréttablaðið - 24.02.2011, Síða 30
2 • POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. HLUSTAÐU … … á nýju plötuna með Radiohead, The King of Limbs. Flestir virðast vera á þeirri skoðun að platan sé ekki eins góð og sú síðasta, In Rainbows. Málið er samt að meðalgóð Radiohead-plata er betri en góðar plötur frá flestum hljómsveitum. Svo er líka nauðsynlegt að hlusta á plötuna til að vera viðræðuhæfur, ef þú nennir ekki að tala um Icesave í partíum. HORFÐU … … á þættina Boardwalk Empire, sem hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Þættirnir lofa hrika- lega góðu og stórleikarinn Steve Buscemi er í miklu stuði í burðarhlutverki þáttanna. Einnig er forvitnilegt að fletta nafni þáttanna upp á You- tube og horfa á hvernig tölvutækni hefur verið beitt til að skapa umhverfið. Fáránlega flott. BORÐAÐU … ...Á Kryddlegnum hjörtum á Skúlagötu. Þar fást fáránlega góðar súpur sem gera mann saddan – ólíkt öðrum súpum. Það eru alltaf nokkrar súpur í boði og hægt er að smakka þær allar í einni ferð. Svo er hrikalega góð súkkulaðikaka í boði í eftirrétt. Hún er eflaust ekki eins holl og súpurnar, en hún ku vera lífræn. LIFÐU AF Í MARS Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljóm- sveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. „Það er bara leiðinlegt að enginn hefur heyrt þetta nema við og vinir okkar,“ segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Andri Freyr og félagar hans í hinni sálugu hljómsveit Fídel hafa dustað rykið af plötu sem þeir tóku upp skömmu áður en þeir hættu árið 2002. Plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli, fyrrverandi útvarpsmaðurinn Búi Bendtsen og trommarinn Janus Bragi Jakobsson voru í Fídel ásamt Andra. Hljómsveitin þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og fyrsta plata hennar, New Entrance, skoraði hátt á listum yfir bestu plötur ársins 2002. Þá naut lagið Who Gives a Rat? talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. „Þetta eru lög sem okkur langaði að eiga áður en við færum til fjandans,“ segir Andri Freyr um upptökurnar sem hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. „Þetta eru átta lög og ég held að þau séu það sem við erum stoltastir af að hafa gert.“ Spurður hvort platan komi út á næstunni segir Andri að þeir ætli ekki að drepa sig á því að reyna að koma henni til almenn- ings. „En við gáfum Kimi Records útgáfuréttinn á plötunni í afmælisgjöf,“ segir hann. „Þannig að boltinn er hjá þeim. Þeir rétt ráða hvort þeir gefa hana út.“ Þegar Fídel hafði tekið plötuna upp á sínum tíma var upptökunum komið í hendur sama aðila og hljóm- jafnaði fyrstu plötu hljómsveit- arinnar. Hann býr erlendis og er búinn að vera með plötuna síðan, en var nú, rúmum átta árum síðar, að leggja lokahönd á hljóm- jöfnunina. „Hann var að klára þetta, þetta er hin íslenska Chinese Democ- racy,“ segir Andri og vísar í fræga plötu hljómsveitarinnar Guns n‘ Roses. Andri er gríðarlega ánægður með afraksturinn og segir mikla angist og tilfinningu einkenna lögin. „Við erum að láta allt flakka,“ segir hann. „Við Jón Atli erum búnir að gæla við nöfn á plötuna. Okkur finnst Fídel – A Lame Name for a Great Band hljóma vel.“ En eru endurkomutónleikar á döfinni? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég hugsa að það sé öllum sama. Kannski étum við eitthvað saman. Nonni er fluttur út, ég kann ekki á gítar, Búi er bara í bissness. En ég veit það ekki. Það má skoða allt fyrir réttu upphæðina.“ DUSTA RYKIÐ AF TÝNDU PLÖTUNNI MEÐ FÍDEL Á ÁRUM ÁÐUR Hljómsveitin Fídel árið 2002. Piltarnir hafa nú dustað rykið af týndri plötu. ÁNÆGÐUR Andri Freyr er ánægður með týndu plötuna en segir tónleika ekki á döfinni. 6 7 12 16

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.