Fréttablaðið - 24.02.2011, Síða 38

Fréttablaðið - 24.02.2011, Síða 38
24. FEBRÚAR 2011 FIMMTUDAGUR Tvískiptir kjólar úr blúndu og siffon, sixties-áhrif, notagildi og gott verð gefur tóninn fyrir fermingarlínuna hjá Gallerí Sautján. „Tvískiptir kjólar eru áberandi í fermingarlínunni hjá Gallerí Sautj- án. Innblásturinn er sóttur í götu- tískuna og öll mittisháu pilsin sem hafa verið svo vinsæl,“ segir Guð- laug Einarsdóttir, verslunarstjóri í Gallerí Sautján í Kringlunni. Kjólarnir eru með teygjupilsi og áföstum efriparti úr blúndu sem er ýmist hvít, bleik eða svört. Blúndan er alltaf vinsæl að sögn Guðlaugar, hvort sem er í kjólum eða legghlíf- um. Hægt er að poppa kjólana upp með stuttum bleiserjakka og velja hlýrabol í skærum lit innan undir blúndutoppinn. „Í ár notum við líka siffon í fermingarlínuna hjá okkur og bjóðum upp á fallegan tvískiptan kjól með siffonpilsi í ýmist bein- hvítu, svörtu eða bleiku. Efripart- urinn er þrengri meðan pilsið er laust. Til að krydda þetta er flott að setja stór hálsmen við og smella sér í einn stuttan svartan jakka. Sjöundi áratugurinn var okkur líka hugleikinn þegar við ákváðum fermingarlínuna og við erum með æðislega síðerma heila siffon- og blúndukjóla sem fást bæði í svörtu og beinhvítu. Fermingarstelpurn- ar hafa verið mjög hrifnar af þeim og greinilegt að í mörgum þeirra leynist lítill bóhem. Í skóm hafa stelpurnar verið að taka ökklaskó, ýmist reimaða eða opna, í kamellitum, svörtu og brúnu. „Við lögðum upp með að hanna fermingarlínu sem væri á hag- stæðu verði og hefði mikið nota- gildi. Kjólana er hægt að nota áfram sem sæta sumarkjóla og jakkana er hægt að nota allan árs- ins hring,“ segir Guðlaug. „Við erum líka með frábært úrval af sokkabuxum, skarti, beltum og ekki síst skóm, þannig að hver og ein getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er alltaf tilhlökk- un hjá manni eftir þessum tíma árs; margar stelpurnar eru komn- ar með fastmótaðar skoðanir á því hvað þær vilja og það er gaman að sjá nýjar kynslóðir vaxa úr grasi,“ segir Guðlaug að lokum. Fjölbreytt tíska í anda sjöunda áratugarins „Við lögðum upp með að hanna fermingarlínu sem væri á hagstæðu verði og hefði mikið notagildi,“ segir Guðlaug, sem er hér ásamt samstarfskonu sinni og fallegri fermingarstúlku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.