Fréttablaðið - 24.02.2011, Síða 40
24. FEBRÚAR 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fermingarföt
Í Outfitters Nation hefur sala
á fermingarfötum farið vel af
stað. Strákar velja fjólublátt
og svart, á meðan stelpurnar
mæta í búðina til að fá
innblástur, skoða úrvalið og
taka svo af skarið.
„Svo virðist sem fólk sé snemma
á ferðinni í ár og við höfum tekið
eftir því hugarfari að fólk vill klára
þetta af í tíma,“ segir Ármann
Lloyd Brynjarsson aðstoðarversl-
unarstjóri í Outfitters Nation.
„Við eigum von á nýrri sendingu á
næstu dögum með fleiri fermingar -
vörur, en þær sem við höfum núna
hafa verið að fara vel.“
Aðspurður segir Ármann
tískuna hjá strákunum í ár vera
jakkafatajakka með glansáferð
og dökkar gallabuxur við. „Bux-
urnar eru þá alveg dökkar, þar
á meðal saumarnir, og með smá
glansáferð einnig. Ekki skemm-
ir að þær kosta ekki nema 7.500
krónur. Jakkarnir hafa verið að
seljast vel og velja strákarnir
oft dökkfjólubláa skyrtu við þá.
Fjólublátt er einmitt vinsælasti
liturinn í ár að því er virðist, en
svart hefur líka heillað,“ segir
Ármann og bætir við að skyrturn-
ar séu á 6.990 krónur. „Við þetta
hafa strákarnir svo verið að taka
slaufur, sem við eigum í alls konar
litum, og þykir mörgum að loks fái
þær þann virðingarsess sem þær
eiga skilið. Auk þess eru klass-
ísku jakkafötin alltaf vinsæl og
aðsniðin svört jakkaföt hafa verið
að seljast vel hjá okkur á rúmar
19.000 krónur.“
Strákarnir virðast hafa fastmót-
aðri hugmyndir er þeir leggja af
stað í fatakaupin. „Þeir eru með
ákveðnar hugmyndir, sem oft
breytast þegar þeir fara
að máta og sjá að hægt
er að krydda aðeins
upp á það sem þeir
höfðu ákveðið.“
Stelpurnar koma
aftur á móti inn í
búð með opnari
hug og frekar í
þeim hugleið-
ingum að fá
innblástur
frá því sem
þær sjá
á slánni.
„Við
erum
með gott
úrval
af kjólum
frá 5.990 til
9.500, en svo
er vinsælt að
púsla ýmsum
öðrum flík-
um saman við þá, til
dæmis leggings og svoköll-
uðum bóleróum. Það er mik-
ilvægt fyrir okkur að hafa
þetta góða úrval til að verða
við þessum óskum og það fer
engin óánægð héðan út.“
Sjálfur fermdist Ármann í
hefðbundnum jakkafötum. „Ég
myndi fara öðruvísi að þessu í
dag og vera töluvert djarfari,“
segir Ármann og hlær. ,„En
maður velur bara það sem
maður er ánægður með þá og
þegar. Það er fyrir öllu.“
Kjóll 6.990 krónur
Bindi 1.990 krónur.
Skyrta 6.990 krónur.
Vesti 5.990 krónur.
Buxur 6.990 krónur.
Blazer 12.900 krónur.
Kjóll 9.500 krónur.
Strákarnir eru ákveðnari
Ýmislegt er hægt að gera
öðruvísi hvað varðar
fermingarhlaðborðin og
gaman er að prófa eitthvað
nýtt og koma stórfjölskyldunni
á óvart.
Þeir sem elska flóknar og íburðar-
miklar veislur og hafa tök og tíma
til að framreiða slíkar taka margir
fermingarveislum með tilhlökkun.
Það þarf þó ekki að vera leiðinlegt
að halda veislu þótt hún innihaldi
ekki sautján sortir af snittum og
heilgrillaðan grís. Hér eru nokkr-
ar uppástungur að skemmtilegum
fermingarveisluþemum:
● Tíðarandi 9. áratugarins er sér-
stakur og skemmtilegur þar sem
veislurnar lituðust af einföldum
brauðtertum, heitum aspasréttum,
snakki með og nógu af gosi. Heit-
ir saumaklúbbsréttir eru nokkuð
sem öllum finnst gott, er þægilegt
að útbúa með góðum fyrirvara,
geyma í ísskáp og hita upp fyrir
veisluna. Slíkar veitingar kosta
heldur ekki mikið og hægt er að
gera góðri veislu skil með því að
hafa alls kyns slíka rétti á boðstól-
um og hafa tilbrigðin þá með mis-
munandi tegundum af kjötáleggi,
grænmeti og ostum.
● Sé fermingarveislan í hádeginu
getur verið mikil stemning að gera
hana að stórri kjötsúpuveislu. Til
þess að það gangi þarf að fá lán-
aða stærstu pottana innan stórfjöl-
skyldunnar og aukaleg helluborð.
Þá er eftirleikurinn hins vegar
ekki flókinn enda íslensk kjötsúpa
þægileg og einföld í matreiðslu,
fyrir utan það að vera hátíðleg og
bragðgóð.
● Þeim sem langar að hafa
„landaþema“ í veislunni er bent á
Ítalíu og Mexíkó. Ítölsk pastasalöt
má útbúa í stórum skömmtum og
hafa með heitt hvítlauksbrauð og
salat. Mexíkanskar veitingar eru
líka þægilegar í framleiðslu. Hægt
er að gera ódýra og góða bauna-
rétti, framreiða nachos, salsa og
heitar ostasalatsósur með í mótum.
● Mörgum finnst engin ferming-
arveisla vera án kransaköku. Þeim
hinum sömu er bent á að það þarf
alls ekki að vera flókið að útbúa
slíka köku og sniðugt er að fá til
þess lánuð réttu mótin sem fylgja
með sumum hrærivélum. Heima-
bökuð kransakaka er bæði pers-
ónuleg og ódýrari. Kökuhlaðborð
þurfa ekki að svigna undan ótal
tegundum – tvær til þrjár tegund-
ir af kökum eru nóg og hægt að
skreyta með snakki og konfekti.
Matarþema
veislunnar
Fermingarhlaðborðið þarf ekki að vera flókið – einfaldar veitingar og færri tegundir
eru ekki síðri kostur.
● AÐ ALLIR FÁI AÐ
NJÓTA SÍN Unga fólkið sem
fermist á þessu vori hefur um
margt að velja í sambandi við
klæðnað. Það finnur vonandi
allt eitthvað í búðunum sem
hæfir efnahag og persónu-
leika, eða hefur önnur úrræði.
Kannski saumar það eitthvað
sjálft og státar af eigin hand-
verki á stóra deginum, eða á
myndarlega að sem sjá um þá
deild.
Það er fleira en fatnaðurinn
sem setur svip á útlitið. Fylgi-
hlutir eru í miklu úrvali í versl-
unum og fallegt hárskraut eða
spangir fyrir stúlkurnar og nettir
skartgripir svo sem hálsmen og
armbönd hæfa vel tilefninu.
Drengirnir setja gjarnan
upp slaufur og bindi á þessum
merkisdegi og stinga vasaklút-
um í brjóstvasann. Nú eru litir
í boði í slíkri smávöru en þeir
sem vilja halda sig við hið klass-
íska eiga líka margra kosta völ.
Það sem máli skiptir er að
hverjum og einum líði vel í
fermingarfötunum og að allir
njóti sín.