Fréttablaðið - 24.02.2011, Side 41
fermingarföt ●FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 5
Debenhams í Smáralind býður
viðskiptavinum ráðgjöf hjá stílista sem
hjálpar fermingarbarninu að finna réttu
fötin fyrir stóra daginn.
„Þessi þjónusta kostar ekki neitt og fólk er
alls ekki bundið við að versla eftir ráðgjöf-
ina,“ segir Ásdís Gunnarsdóttir, stílisti hjá
Debenhams, en hún aðstoðar viðskiptavini
við að finna réttu fötin við hvaða tækifæri
sem er. Hún segir tilvalið fyrir fermingar-
börn og foreldra þeirra að nýta sér stílista
til að velja föt fyrir stóra daginn.
„Fólk pantar einfaldlega tíma. Til dæmis
geta mæður og dætur komið saman og við
hjálpum þá bæði móður og dóttur að finna á
sig eitthvað fallegt fyrir daginn. Við miðum
yfirleitt við einn og hálfan tíma en oft teyg-
ist það upp í tvo því þetta getur líka snú-
ist um að gera sér glaðan dag saman og fá
kannski hugmyndir í leiðinni sem geta hjálp-
að til í undirbúningnum. En ef fólk finnur
síðan eitthvað sem hentar þá er það auðvitað
bara frábært.“
Þegar komið er til stílista fær viðskipta-
vinurinn sér sæti inni í herbergi meðan
Ásdís fer um búðina og velur saman föt á
slá. Síðan er tekið til við að máta.
„Viðskiptavinurinn getur fengið sér hress-
ingu í rólegheitum og svo hjálpumst við að
við að máta og velja saman flíkur. Við spjöll-
um saman og reynum að finna út snið og liti
sem henta viðkomandi en við leggjum upp
með að þau geti notað fötin við fleiri tæki-
færi, að þetta séu spariföt en ekki bara ferm-
ingarföt,“ útskýrir Ásdís. „Það skiptir líka
miklu máli að smekkur og stíll fermingar-
barnanna skíni í gegn svo þau verði líka
ánægð með útkomuna seinna meir.“
Fermingartískuna í ár segir Ásdís vera
rómantíska og fallega frekar en töff. „Við
munum ekki binda okkur við hvítt, kjólarnir
verða í rómantískum sniðum og mikið um
blúndur, pífur og perlur. Grátt er mikið í
tísku, bleikir litir og kameltónar. Einnig
erum við með gott úrval af skóm.“
Ásdís segir þjónustu stílista alltaf að
verða vinsælli og fólk nýtir sér þjónustu
hennar talsvert fyrir uppákomur eins og
árshátíðir og stórviðburði. „Oft koma hópar
saman, vinkvennahópar eða vinnuhópar.
Strákarnir koma líka en oftast er það þá
mamman sem pantar tímann. Þessi þjón-
usta er fyrir alla á hvaða aldri sem er, bæði
karla og konur.“
Smekkur fermingarbarnsins skíni í gegn
Ásdís Gunnarsdóttir, stílisti hjá Debenhams, aðstoðar viðskiptavini við að velja á sig föt fyrir stóra daginn. Þjónustan er ókeypis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM