Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 10
3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR
FORSÆTISRÁÐHERRAR NORÐURLANDANNA Jens Stoltenberg frá Noregi, Mari
Kiviniemi frá Finnlandi, Lars Løkke Rasmussen frá Danmörku, Jóhanna Sigurðardóttir
og Fredrik Reinfeldt frá Svíþjóð á sameiginlegum blaðamannafundi í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NORÐURLÖND Eitt helsta hitamálið
á Norðurlandaráðsþingi í ár virðist
ætla að snúast um þá stefnu danskra
stjórnvalda að vísa úr landi nor-
rænum ríkisborgurum sem þurfa á
félagslegri aðstoð að halda.
Kirsten Ketscher, lagaprófessor
við háskólann í Kaupmannahöfn,
heldur því fram að með þessu brjóti
dönsk stjórnvöld viðurkennda sátt-
mála, bæði á vettvangi Norðurland-
anna og á vettvangi Evrópusam-
bandsins.
Helgi Hjörvar, forseti Norður-
landaráðs, tók undir þessa gagn-
rýni í ávarpi sínu við opnun Norð-
urlandaráðsþings á Grand Hóteli í
gær. Hann sagði það grafa undan
Norðurlandasamstarfinu ef nor-
rænu ríkin túlka norræna sáttmála
á ólíka vegu.
Hann sagði það vekja sérstaka
athygli að Birthe Rønn Hornbech,
samþættingarráðherra Dana, skuli
neita að gera grein fyrir þessari
stefnu danskra stjórnvalda.
Þema Norðurlandaráðsþings í
ár er grænn vöxtur sem leið út úr
kreppunni. Flokkahópur vinstri
grænna í Norðurlandaráði notaði til-
efnið til að koma á framfæri þeirri
afstöðu sinni að skilgreina þurfi
eignarhald á náttúruauðlindum í
löggjöf og stjórnarskrám norrænu
ríkjanna. Þingmenn frá Færeyjum
og Grænlandi segja pólitíska sam-
stöðu um þetta í þeirra löndum.
Á sameiginlegum blaðamanna-
fundi, sem forsætisráðherrar Norð-
urlandanna fimm héldu í Reykjavík
í gær, sagði Jens Stoltenberg, for-
sætisráðherra Noregs, það aðdá-
unarvert hve Íslendingum hafi tek-
ist að vinna sig hratt og vel út úr
kreppunni, þótt sú þróun hafi að
sjálfsögðu verið sársaukafull.
Fredrik Reinfeldt sagði sömuleiðis
mikilvægt að Norðurlöndin hafi
komið Íslandi til aðstoðar á sínum
tíma.
Margvísleg önnur mál koma til
umræðu á þinginu. Meðal annars
hefur danski þingmaðurinn Mog-
ens Jensen kynnt hugmyndir um
að Norðurlandaráð komi upp sam-
eiginlegri norrænni menningarrás
í sjónvarpi, sem á að vinna á móti
yfirgnæfandi áhrifum bandarísks
sjónvarpsefnis á Norðurlöndunum.
Þinginu lýkur á morgun.
gudsteinn@frettabladid.is
Danir sagðir
brjóta nor-
rænar reglur
Þing Norðurlandaráðs var sett í gær. Deilt um fram-
ferði danskra stjórnvalda gagnvart innflytjendum frá
hinum Norðurlöndunum sem þurfa félagslega aðstoð.
EFNAHAGSMÁL Hálfsmán-
aðar löng heimsókn sendi-
nefndar Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins vegna fjórðu
endurskoðunar efnahags-
áætlunar íslenskra stjórn-
valda hófst í gær.
Í tilkynningu sjóðsins
er haft eftir Franek Roz-
wadowski, fulltrúa hans
með aðsetur hér á landi,
að starfsmenn sjóðsins
kynni afrakstur funda
sinna með ráðamönnum í
lok heimsóknarinnar, 15.
þessa mánaðar.
Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn samþykkt efna-
hagsáætlun Íslands 19.
nóvember 2008. Þriðja
endurskoðun áætlunarinn-
ar var samþykkt í stjórn
sjóðsins í lok september.
- óká
Sendinefnd AGS í heimsókn:
Nefndin vinnur að
fjórðu endurskoðun
FRANEK
ROZWADOWSKI
Ef norrænu ríkin
túlka norræna sátt-
mála á ólíka vegu mun það
grafa undan Norðurlanda-
samstarfinu.
HELGI HJÖRVAR
FORSETI NORÐURLANDARÁÐS