Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 10
 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR FORSÆTISRÁÐHERRAR NORÐURLANDANNA Jens Stoltenberg frá Noregi, Mari Kiviniemi frá Finnlandi, Lars Løkke Rasmussen frá Danmörku, Jóhanna Sigurðardóttir og Fredrik Reinfeldt frá Svíþjóð á sameiginlegum blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NORÐURLÖND Eitt helsta hitamálið á Norðurlandaráðsþingi í ár virðist ætla að snúast um þá stefnu danskra stjórnvalda að vísa úr landi nor- rænum ríkisborgurum sem þurfa á félagslegri aðstoð að halda. Kirsten Ketscher, lagaprófessor við háskólann í Kaupmannahöfn, heldur því fram að með þessu brjóti dönsk stjórnvöld viðurkennda sátt- mála, bæði á vettvangi Norðurland- anna og á vettvangi Evrópusam- bandsins. Helgi Hjörvar, forseti Norður- landaráðs, tók undir þessa gagn- rýni í ávarpi sínu við opnun Norð- urlandaráðsþings á Grand Hóteli í gær. Hann sagði það grafa undan Norðurlandasamstarfinu ef nor- rænu ríkin túlka norræna sáttmála á ólíka vegu. Hann sagði það vekja sérstaka athygli að Birthe Rønn Hornbech, samþættingarráðherra Dana, skuli neita að gera grein fyrir þessari stefnu danskra stjórnvalda. Þema Norðurlandaráðsþings í ár er grænn vöxtur sem leið út úr kreppunni. Flokkahópur vinstri grænna í Norðurlandaráði notaði til- efnið til að koma á framfæri þeirri afstöðu sinni að skilgreina þurfi eignarhald á náttúruauðlindum í löggjöf og stjórnarskrám norrænu ríkjanna. Þingmenn frá Færeyjum og Grænlandi segja pólitíska sam- stöðu um þetta í þeirra löndum. Á sameiginlegum blaðamanna- fundi, sem forsætisráðherrar Norð- urlandanna fimm héldu í Reykjavík í gær, sagði Jens Stoltenberg, for- sætisráðherra Noregs, það aðdá- unarvert hve Íslendingum hafi tek- ist að vinna sig hratt og vel út úr kreppunni, þótt sú þróun hafi að sjálfsögðu verið sársaukafull. Fredrik Reinfeldt sagði sömuleiðis mikilvægt að Norðurlöndin hafi komið Íslandi til aðstoðar á sínum tíma. Margvísleg önnur mál koma til umræðu á þinginu. Meðal annars hefur danski þingmaðurinn Mog- ens Jensen kynnt hugmyndir um að Norðurlandaráð komi upp sam- eiginlegri norrænni menningarrás í sjónvarpi, sem á að vinna á móti yfirgnæfandi áhrifum bandarísks sjónvarpsefnis á Norðurlöndunum. Þinginu lýkur á morgun. gudsteinn@frettabladid.is Danir sagðir brjóta nor- rænar reglur Þing Norðurlandaráðs var sett í gær. Deilt um fram- ferði danskra stjórnvalda gagnvart innflytjendum frá hinum Norðurlöndunum sem þurfa félagslega aðstoð. EFNAHAGSMÁL Hálfsmán- aðar löng heimsókn sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins vegna fjórðu endurskoðunar efnahags- áætlunar íslenskra stjórn- valda hófst í gær. Í tilkynningu sjóðsins er haft eftir Franek Roz- wadowski, fulltrúa hans með aðsetur hér á landi, að starfsmenn sjóðsins kynni afrakstur funda sinna með ráðamönnum í lok heimsóknarinnar, 15. þessa mánaðar. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn samþykkt efna- hagsáætlun Íslands 19. nóvember 2008. Þriðja endurskoðun áætlunarinn- ar var samþykkt í stjórn sjóðsins í lok september. - óká Sendinefnd AGS í heimsókn: Nefndin vinnur að fjórðu endurskoðun FRANEK ROZWADOWSKI Ef norrænu ríkin túlka norræna sátt- mála á ólíka vegu mun það grafa undan Norðurlanda- samstarfinu. HELGI HJÖRVAR FORSETI NORÐURLANDARÁÐS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.