Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 03.11.2010, Qupperneq 18
 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Verkefnið er styrkt af Rannsóknir sýna að ein besta forvörnin gegn fíkniefnum er Kynntu þér málið á www.forvarnardagur.is eða vertu með okkur á facebook.com/forvarnardagur að sniðganga áfengi sem lengst Miðvikudaginn 3. nóvember er forvarnardagur í öllum grunnskólum landsins. Ofangreind fullyrðing er byggð á áralöngum rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík á hegðun ungmenna og hvað skilar árangri í forvörnum. Forvarnardagurinn er samstarfsverkefni ofantaldra aðila. ÉG DREKK ALDREI ÁFENGI ENDA ER ÉG GORDJÖSS“ „ páll óskar SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Umræða um nýstofnaðan Vatna-jökulsþjóðgarð í Morgun- blaðinu og víðar hefur verið afar neikvæð og villandi. Tilteknir útivistarhópar hafa gagnrýnt til- lögur í stjórnunar- og verndar- áætlun þjóðgarðsins um takmark- anir á ferða- og athafnafrelsi og spurt í því sambandi fyrir hvern þjóðgarðurinn sé. Þessi grein er innlegg stjórnar þjóðgarðsins í umræðuna. Hvað er þjóðgarður og fyrir hverja er hann? Samkvæmt náttúruverndarlögum nr. 44/1999 eru þjóðgarðar land- svæði sem eru svo sérstæð um landslag, lífríki eða sögu að ástæða þykir til að vernda þau og veita almenningi aðgang að þeim eftir tilteknum reglum. Tvíþætt megin- hlutverk þjóðgarða, náttúruvernd og útivist, getur valdið hagsmuna- árekstrum. Þjóðgarðastjórnun miðar að því að draga úr árekstr- um og samræma ólík sjónarmið. Þetta er gert m.a. með fræðslu, umgengnisreglum, svæðaskipt- ingu og lagningu gönguslóða. Þjóðgarðar eru aðeins ein teg- und náttúruverndarsvæða. Önnur slík svæði eru m.a. víðerni, frið- lönd, náttúruvætti og fólkvangar. Alþjóðlegu náttúruverndarsam- tökin IUCN, sem Ísland og flest önnur vestræn ríki eru aðilar að, hafa flokkað náttúruverndarsvæði og þróað viðmið sem þau þurfa að uppfylla til að standa undir nafni. Verndarflokkar IUCN eru nú sex og eru þjóðgarðar í flokki tvö næst á eftir strangfriðuðum svæðum og víðernum. Helstu stjórnunar- og verndarmarkmið þjóðgarða sam- kvæmt IUCN (sjá t.d. www.unep- wcmc.org/protected_areas/categ- ories/eng/ii.pdf) eru: • Að vernda náttúruleg svæði sem gildi hafa á lands- og heimsvísu svo almenningur fái notið þeirra til andlegrar upplyftingar, í vís- indaskyni, til menntunar, úti- vistar og ferðalaga. • Að viðhalda eftir föngum upp- runalegum landslagsheildum, vistkerfum og lífverustofnum. • Að stýra umferð gesta svo þeir geti notið upplifunar, fræðst og stundað útivist án þess að nátt- úra þjóðgarðsins skaðist að ráði. • Að koma í veg fyrir nýtingu sem gengur gegn markmiðum frið- lýsingar. • Að viðhalda virðingu fyrir nátt- úru þjóðgarðsins og þeim sjón- armiðum sem liggja að baki frið- lýsingunni. • Að virða rétt frumbyggja og annarra íbúa þjóðgarðs og aðliggjandi svæða til hefðbund- inna nytja, svo fremi þær gangi ekki í berhögg við önnur mark- mið friðlýsingarinnar. Ljóst má vera af þessari upptaln- ingu að þjóðgörðum er ætlað marg- víslegt hlutverk. Eðli málsins sam- kvæmt geta þeir þó ekki uppfyllt allar útivistarþarfir fólks þar sem ástundun tiltekinna tómstunda getur stangast á við önnur mark- mið, svo sem um verndun tegunda og vistkerfa, verndun víðerna og friðhelgi. Breyttar áherslur í þjóðgarðastjórnun Vægi náttúruverndar í þjóðgörð- um miðað við útivist hefur verið breytilegt eftir löndum og þró- ast í tímans rás. Í bandarísk- um þjóðgörðum, sem lengi hafa verið fyrirmynd annarra, hefur náttúruvernd löngum haft alger- an forgang. Þar eru skotveiðar t.d. bannaðar með öllu þótt í ein- stöku tilfellum hafi þurft að grípa til grisjunar dýrastofna vegna offjölgunar. Á síðustu áratugum hefur hugmyndafræði varðandi rekstur og stjórnun þjóðgarða á Vesturlöndum þó verið að breyt- ast í þá átt að taka æ meira tillit til hefðbundinna nytja og hefða heimamanna. Þessarar þróunar hefur einn- ig gætt hér á landi. Fyrir stofn- un Vatnajökulsþjóðgarðs voru hér fjórir þjóðgarðar: Þingvallaþjóð- garður (1930), þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967), þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum (1973) og þjóð- garðurinn Snæfellsjökull (2001). Í þeim öllum voru skotveiðar bann- aðar og búfjárbeit einnig í tveim- ur þeirra fyrst nefndu. Búfjárbeit hefur verið heimil í hluta Jökulsár- gljúfra og í öllum þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Við stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs var sérstaklega tekið mið af breyttri hugmyndafræði. Hefð- bundnum nytjum, útivist og marg- víslegum áhugamálum almennings hefur verið gefið meira rými þar en í nokkrum öðrum þjóðgarði hér á landi. Sem dæmi má nefna að búfjárbeit og veiðar, þ.m.t. skot- veiðar, eru heimilar á yfir helm- ingi lands utan jökuls. Akstur á snjó er heimill víðast hvar. Sum- arakstur er leyfður á um 50 skil- greindum leiðum sem ekki hafa talist til hefðbundinna vega, sam- tals um 700 km. Landeigendur mega aka utan vega við landbún- aðarstörf svo framarlega sem ekki hljótast spjöll af (sjá tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun og meðfylgjandi kort á: www.vatna- jokulsthjodgardur.is/starfsemi/a- dofinni/nr/368). Þær takmarkanir sem lagðar eru til varðandi veiðar, akstur og aðrar athafnir manna innan þjóð- garðsins eru aftur á móti afar hóf- samar. Þar á meðal er tillaga um 117 km² veiðigriðland á Snæfells- öræfum (3,4% af heildarveiðilend- um garðsins) og tillaga um lokun örfárra vegslóða, samtals innan við 50 km. Staðreyndin er því sú að Vatnajökulsþjóðgarður er að þessu leyti „alþýðuvænni“ en nokk- ur annar þjóðgarður hér á landi. Hávær umræða um að verið sé að úthýsa þjóðinni er því ábyrgðar- laus og alröng. Vatnajökulsþjóð- garður fyrir alla Umhverfismál Anna Kristín Ólafsdóttir, Björn Ármann Ólafsson, Böðvar Pétursson, Elín Heiða Vals- dóttir, Hjalti Þór Vignisson, Magnús Hallgrímsson, Ólöf Ýrr Atladóttir og Þórunn Pétursdóttir fulltrúar í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs Vægi náttúruverndar í þjóðgörðum miðað við útivist hefur verið breytilegt eftir löndum og þróast í tímans rás.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.