Fréttablaðið - 03.11.2010, Page 19

Fréttablaðið - 03.11.2010, Page 19
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Samið hefur verið við Ólaf Torfason, hótelstjóra á Grand Hóteli í Reykjavík, um rekstur fjórtán til sex- tán hæða hótels með þrjú hundruð herbergjum, sem fyrirhugað er að rísi á Höfðatorgsreitnum í Borgar- túni á næstu þremur árum. Verktakafyrirtækið Eykt, sem séð hefur um fram- kvæmdir á Höfðaborgarreitnum, mun byggja hótelið. Fyrirtækið á nú í viðræðum um fjármögnun verksins. Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar, vildi ekki tjá sig um gang mála þegar eftir því var leitað. Skipulag á Höfðaborgarreitnum var kynnt fyrir um fjórum árum. Þá var gert ráð fyrir þremur turn- um og sex sjö til níu hæða húsum ásamt tengibygg- ingum á reitnum. Eftir því sem næst verður kom- ist hefur einn turnanna verið settur í salt ásamt nokkrum bygginganna. Einn turn stendur nú á reitnum ásamt skrifstofuhúsnæði við Skúlagötu. Eins og sjá má á teikn- ingu af reitnum er áætlað að hótelt- urninn rísi vestan megin við skrif- stofuhúsnæðið. Hann er grænn á myndinni. Ólafur Torfason er þrautreynd- ur í hótelrekstri. Hann hefur rekið Hótel Reykjavík við Rauðarárstíg frá 1992 og festi kaup á Holiday Inn, nú Grand Hótel, af Íslandsbanka þremur árum síðar. Þá rekur hann Hótel Reykjavík Centrum í miðbænum. Hót- elin eru rekin undir merkjum Reykja- vík Hotels. Óbyggða hótelið hefur fengið vinnu- heitið Fosshótel Reykjavík, en Ólaf- ur hefur síðastliðin tvö ár látið til sín taka í rekstri Fosshótelanna. Ólafur segir rekstur hótela al- mennt ganga ágætlega nú um stund- ir. Þó verði að kynna landið betur á er- lendum vettvangi. „Ef við gerum það vel hef ég engar áhyggjur,“ segir hann. Sögurnar... tölurnar... fólkið... 9 Skott Belsky Skipulag skiptir sköpum 4 Skattar Ísland á öðru róli 6-7 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 3. nóvember 2010 – 11. tölublað – 6. árgangur Ryanair græðir Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair skilaði rúmlega 450 milljóna evra hagnaði á fyrri hluta ársins, og er það 17 prósent meiri hagnaður en fyrirtækið aflaði sér fyrri hluta síðasta árs. Fargjöld hafa hækk- að um 14 prósent og flugferðum til Spánar, Portúgal og Möltu hefur fjölgað. Kína kaupir þotur Flugvélaverksmiðjur reikna með töluvert meiri sölu á þotum til Kína næstu árin og áratugina. Nú hafa Boeing-verksmiðjurnar breytt söluspám sínum og búast við að til ársins 2029 kaupi kínversk flug- félög 4.330 þotur, en á síðasta ári hljóðaði spáin upp á 3.770 þotur. Evrópsku Airbus-verksmiðjurn- ar hugsa sér einnig gott til glóðar- innar, og það gera einnig flugvéla- framleiðendur í Rússlandi, Brasil- íu, Japan og Kanada. Málningu slett Rauðri málningu var skvett á Mary Harney, heilbrigðisráð- herra Írlands, þegar hún hugð- ist opna nýja geðheilsudeild í Dublin á mánudag. Írska stjórnin hefur sætt harðri gagnrýni fyrir áform um að draga harkalega úr útgjöldum til heilbrigðismála. Ólafur stýrir turnhót- elinu við Höfðatorg Í bígerð er að reisa allt að sextán hæða hótel við Höfðatorgið. Stefnt er á að rekstur geti hafist þar eftir þrjú ár. Hótelstjórinn segir erfitt að spá fyrir um horfur. ÓLAFUR TORFASON Fyrirhugað er að fjórtán til sextán hæða hótel undir merkjum Fosshótela rísi við Höfðatorg á næstu þremur árum. MARKAÐURINN/GVA Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina! Hagnaður BankNordik, eða Fær- eyjabanka, óx um rúmar 40 millj- ónir danskra króna milli fjórð- unga, samkvæmt afkomuspá IFS Ráðgjafar. Hlutabréf bankans hækkuðu um 13 prósent í október eftir að banka- umsýsla Danmerkur yfirtók Eik banka í lok september. Í dag er hver hlutur Færeyjabanka met- inn á 159 danskar krónur. Áætlun IFS gerir ráð fyrir að bankinn skili hagnaði upp á 490 milljónir danskra króna í ár, fyrir skatta, og hyggjast eigendur greiða út 30 prósent af hagnaði ársins, eftir skatta, út í arð. - þj Betra útlit hjá Færeyjabanka Seðlabankinn hefur veitt íslensk- um eigendum hlutabréfa í Össuri hf. heimild til að flytja bréf sín yfir í kauphöllina í Kaupmannahöfn og fá þau samhliða skráð í dönskum krónum. Þetta kemur fram í Markaðs- punktum greiningardeildar Arion banka, en þar er vísað í fréttatil- kynningu Össurar. Þar segir að Seðlabankinn hafi veitt hluthöf- um leyfi til að flytja eign sína af íslenska markaðnum yfir á þann danska, hafi þeir eignast bréfin fyrir 1. nóvember síðastliðinn. Þykir þessi ákvörðun heyra til tíðinda þar sem verið sé að „gera ákveðnum hópi fjárfesta kleift að koma fjármunum sínum úr landi,“ eins og segir í Markaðspunktum. Mega skrá eign í Danmörku Leiðtogar G20 Kreppan kemst á nýtt stig

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.