Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 2010 Þrír norrænir bankar hljóta náttúru- og umhverfisverð- laun Norðurlandaráðs 2010. Allir grundvalla þeir starfsemi sína á sjálfbærni. Þetta eru Merkur And- elskasse í Danmörku, Ekobanken í Svíþjóð og Cultura Bank í Noregi. Stjórnmálamenn forðuðu nokkr- um af stærstu bönkum heims frá falli árið 2008 til að koma í veg fyrir allsherjar öngþveiti sem orðið hefði við fyrirsjáanlegt gjaldþrot þeirra. Gríðarleg inn- spýting til banka af fé skattgreið- enda vakti reiði almennings og stjórnmálamenn stóðu frammi fyrir grundvallaruppgjöri gegn spilltu fjármálakerfi og spákaup- mennsku. Tveim árum eftir hrun eru frumdrög að hertum reglum um fjármálakerfið að taka á sig mynd. Lítilsháttar breytingar hafa orðið á regluverki en engin grund- vallarbreyting. Áróðursmeistar- ar fjármálaheimsins eru klókir og áhrifamiklir og hafa eins og fyrir hrun einsett sér að stefna í þá átt sem þeim sjálfum hentar. Þegar og ef næsta hrun verður munum við standa í nákvæm- lega sömu sporum og 2008. Marg- ir bankar eru of stórir til að falla og þess vegna munu ríkisstjórn- ir hlaupa undir bagga enn á ný. Stjórnmála- og bankastarfsmenn hafa átt í önnum við að móta starfs- ramma til að koma í veg fyrir annað hrun. Þeim er fullljóst að ef ný ógæfa dynur yfir af fullum þunga er engin von um björgun. Rík ástæða er til að viðurkenna undirliggjandi orsakir fjármála- kreppunnar sem eru inngrónar í rekstrarmódel bankanna og rör- sýn þeirra á skjótfenginn gróða sem þróast hefur síðustu áratugi. Peningar hafa rifið sig lausa frá hagkerfinu og „sjálfstæður fjár- málamarkaður“ hefur verið búinn til. Ekki þykir óeðlilegt að unnt sé að græða peninga á því einu að færa þá til og frá í stað þess að skapa raunveruleg verðmæti í raunverulegu hagkerfi. Á fjármálamörkuðum er unnt að græða hratt, í rauninni á fáein- um mínútum. Að því leyti er fjár- málamarkaðurinn stórhættulegur samkeppnisaðili við raunverulega framleiðslu hvort sem málið snýst um að laða að fjármagn eða mann- auð. Margt afburða fólk í fjármála- geiranum vinnur við að úthugsa flóknar fjármálaafurðir sem sam- félagið nýtur einskis góðs af heldur flýtur um á hringekju. Verðmæti sem þegar hafa verið framleidd en eru sett í huliðsbúning sem fáir sjá í gegn um. Ógagnsæjar „fjármála- afurðir“ voru ein af höfuðorsök- um kreppunnar. Fátt er betra fyrir gengi hlutabréfa en væntingar um að fyrirtæki græði mikið í framtíð- inni. Slík spilaborg gerir eigendum ekki aðeins kleyft að stinga í vas- ann innkomu dagsins heldur einn- ig framtíðartekjum! Með því að tengja laun framkvæmdastjóra við gengi hlutabréfa verða freistingar mönnum ofviða eins og sannast hefur í því að bankar keyptu hluta- bréf í sjálfum sér til að halda uppi hlutabréfaverði. Þetta skammsýna og sjálfmiðaða rekstrarmódel ber feigðina í sér og má líkja við línu- dans yfir botnlausu hyldýpi. Hefðbundin bankastarfsemi felst í því að móttaka og ávaxta sparnað og miðla áfram í formi lána til að uppfylla raunverulegar þarfir í samfélaginu og taka þátt í þróun þess. Bönkum er ætlað að vera farvegur fyrir peninga og mynda grunn fyrir heilbrigða innviði samfélagsins. Þetta er verkefni bankanna sem þarf að leysa á rekstrarlegum forsendum en reksturinn sem slíkur á ekki að vera verkefnið. Að sjálfsögðu eiga bankar að hagnast en að gróði sé forgangsatriði er að snúa hlutun- um á hvolf. Hagnaður sem byggir á siðfræði og vistfræði dregur úr umhverfis- og útlánaáhættu. Verðlaunabankarnir hafa notið vaxandi velgengni og trausts almennings á Norðurlöndum. Þeir, ásamt vaxandi fjölda banka, þjóna samfélaginu af réttlæti og sanngirni og efla umhverfis- og félagslega sjálfbærni til langs tíma með því m.a. að renna stoð- um undir lífræna fæðuframleiðslu, sjálfbæra orku og mannsæmandi atvinnu- og búsetuúrræði fyrir alla þjóðfélagshópa. Af niðurstöðum fjögurra rann- sókna sem gerðar voru á umhverf- is- og samfélagsframmistöðu íslenskra og norrænna banka á árunum 2000-2005 mátti álykta að umhverfisstjórnun væri vax- andi þáttur í starfsemi fjármála- fyrirtækja, en fyrst og fremst vegna eigin hagsmuna, ekki vegna hagsmuna samfélags, náttúru né umhverfis. Siðfræðileg álitamál voru ekki ígrunduð. Umhverfis- stjórnun íslenskra banka laut að innri starfsemi, hagræðingu í rekstri og ímyndaruppbyggingu sem tengist landgræðslu og skóg- rækt. Áhættumat vegna útlána var ekki unnið út frá umhverfissjón- armiðum, heldur sem samhengi áhættu og arðsemi. Í rannsókn- inni var umhverfis- og samfélags- frammistaða mæld. Íslensku bank- arnir hlutu frá engu stigi upp í 7 af 12 stigum mögulegum. Norrænu bankarnir Nordea, Sampo og Stor- ebrand hlutu 11 stig, WB, EBRD og NIB 12 stig en efstur var MERK- UR með 17 stig. Hugmyndafræð- in sem verðlaunabankarnir byggja rekstur sinn á og þekkingin sem rannsóknirnar leiddu í ljós var ráðamönnum þjóðarinnar og lykil- fólki í bönkum í hendi fyrir hrun. Samfélagið og bankarnir standa á vegamótum og geta lært af bit- urri reynslu bankahrunsins. Árangur verðlaunabankanna sýnir að ný og framsækin hugs- un hefur sannað sig og knýr á um áherslubreytingar í stefnumót- un og rekstri fjármálafyrirtækja ekki aðeins á Íslandi heldur um víða veröld. Markmiðið er stöðug velferð í samfélaginu með sjálf- bærni að leiðarljósi. Siðfræði er fyrsta boðorðið af þremur í þessu samhengi, hin tvö eru vistfræði og hagfræði. Samfélags- og umhverfis- vænn bankarekstur Viðskipti Lars Pehrson framkvæmdastjóri Merkur Andelskasse Steinn Kárason umhverfishagfræðingur Áberandi hefur verið í kjöl-far efnahagskreppunnar á Íslandi hve margir einstaklingar hafa lýst yfir sterkum skoðunum á starfsemi lífeyrissjóðanna. Þar af eru margir ósáttir við fjárfest- ingar og ákvarðanir þeirra. Jafn- framt eru háværar raddir uppi um að sjóðfélagar geti lítil áhrif haft á starfsemi sjóðanna. Þeim finn- ist stjórnendur ósnertanlegir og að þeir sjálfir séu valdalausir. Tals- verð óánægja virðist því víða ríkj- andi meðal almennra félagsmanna lífeyrissjóðanna. Af þessu tilefni má benda á að það er ekki ritað í stein að starf- semi lífeyrissjóða eigi að vera óbreytt um aldur og ævi. Ef fólk vill breytingar eru þær möguleg- ar. Ekkert í lögum lífeyrissjóðanna segir til dæmis að stjórnir þeirra þurfi að vera skipaðar fulltrúum sveitarfélaga, vinnumarkaðarins eða annarra hagsmunaaðila. Þess- ari grein er ætlað að benda þeim sem vilja breytingar í lífeyrissjóði sínum á leiðir til að hrinda þeim í framkvæmd. Stjórnir sjóðanna eru skipaðar í samræmi við samþykktir þeirra. Í samþykktunum kemur fram með hvaða hætti er skipt um stjórn, hvernig kosið er á fundum, vægi atkvæða og hvað sjóðfélagar eru upplýstir um. Þessar samþykkt- ir eru breytanlegar. Það sem hinn almenni félagi þarf því að gera er að fá aðra félaga með sér í að þrýsta á að stjórnirnar breyti sam- þykktum í þá átt sem þeir kjósa. Í samþykktum nokkurra sjóða kemur fram að ekki sé hægt að breyta þeim án samþykkis ákveð- inna aðila. Þá þarf að fá þá aðila til að taka það ákvæði út úr sam- þykktunum. Lífeyrissjóðirnir eru eign sjóð- félaga viðkomandi sjóða og eiga því að þjóna þeim. Samþykktir geta hljóðað nánast hvernig sem er svo fremi sem þær samrýmast lögum og að lágmarksupplýsingar komi þar fram. Í þeim er til dæmis hægt að kveða á um að kosningar fari fram á ársfundum og að allir sjóð- félagar hafi kosningarétt. Einnig að ítarlegar upplýsingar um fjár- festingar lífeyrissjóðsins séu veitt- ar sjóðfélögum til dæmis í hálfs árs yfirliti eða ársreikningum. Margir lífeyrissjóðir veita upp- lýsingar af þessu tagi í ársreikn- ingi en mjög misjafnt er hversu ítarlegt það er. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að ganga svo langt að hafa raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðum þar sem hvert atkvæði sjóðfélaga telur og hann fær að kjósa um hverjar breyting- ar sjóðsins, stjórnina og jafnvel í hverju á að fjárfesta. Þetta felur þá jafnframt í sér að sjóðfélagar þurfa að kynna sér málin, mæta á ársfundi og vera meðvitaðir um að þeir hafi rödd eða atkvæði. Til þess að sjóðfélagi geti komið ábendingum á framfæri um eitt- hvað sem betur mætti fara í sam- þykktum eða gert kröfu um að stjórn lífeyrissjóðs upplýsi um tiltekin atriði í rekstrinum, er algengasta verklagið að tillaga skuli send til stjórnar með 6-8 vikna fyrirvara fyrir ársfund. Nákvæmara verklag varðandi breytingar á samþykktum er hins vegar tilgreint í samþykktum hvers sjóðs fyrir sig, en samþykkt- irnar er hægt að nálgast á heima- síðum lífeyrissjóðanna eða á skrif- stofum þeirra. Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að gæta þess að eftirlitsskyld- ir aðilar fari að lögum og lögin beinast fyrst og fremst að því að gæta hagsmuna sjóðfélaga. Fjár- málaeftirlitið hefur enga skoðun á samþykktum sjóðanna aðrar en að þær skuli vera í samræmi við lög. Þessum línum er ætlað að benda á leiðir sem almennir sjóðfélag- ar sem vilja breytingar geta farið, vilji þeir breyta samþykktum líf- eyrissjóðanna. Leiðirnar velja þeir sjálfir. Hvernig geta einstaklingar haft áhrif innan lífeyrissjóðanna? Lífeyrissjóðir Sigurveig Guðmundsdóttir hagfræðingur á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjármálaeftirlitsins Eimskip | Kornagörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is Sjóflutningar fyrir Íslendinga í 96 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.