Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2010, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 03.11.2010, Qupperneq 44
24 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Á meðan ég man, mamma bað mig að spyrja hvort þú værir ekki til í að hreinsa skorsteininn þegar þú kemur til okkar? LÁRÉTT 2. teikniblek, 6. mannþvaga, 8. rými, 9. svörður, 11. í röð, 12. pjátur, 14. miklu, 16. karlkyn, 17. rangl, 18. farfa, 20. vörumerki, 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. magi, 3. rún, 4. pikkles, 5. skilaboð, 7. glæjur, 10. bók, 13. sönghús, 15. fiskur, 16. nögl, 19. nesoddi. LAUSN LÁRÉTT: 2. túss, 6. ös, 8. rúm, 9. mór, 11. rs, 12. blikk, 14. stóru, 16. kk, 17. ráf, 18. lit, 20. ss, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. vömb, 3. úr, 4. súrkrás, 5. sms, 7. sólskin, 10. rit, 13. kór, 15. ufsi, 16. kló, 19. tá. Nei! Ég fæ þetta ekki til að ganga upp! En þetta lítur svo vel út! Algjörlega! En sam kvæmt minni greiningu eru þetta mistök, þetta er ekki hægt! Þeir eru aldeil- is uppteknir! Hvað eru þeir að gera? Eðlis- fræðiverk- efni, held ég. Klárlega! Það er alveg hugsanlegt að þetta sé hægt. Keyptar hillur? Þín niður- staða er þá... Veit ekki! Kæra mamma, öll þau vandræði sem ég hef komið þér í undanfarin ár hafa bara gert þig að sterkari manneskju. Verði þér að góðu. Ástarkveðja, Palli. Sko, TÆKNILEGA séð flokkast þetta sem afmæliskort. Hvað eru börn- in þín gömul? Hmmm... látum okkur sjá. Sex, fi... Nei. Sjö, fjögurra og... Sjö, fimm og eins. Eða næst- um því eins. Hey, ef þú hefðir tekið upp eins margar afmælisveislur og ég þá værir þú ringluð líka! Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík í d ag 17:00 Fyrirlestur Tjarnarbíó Um listræna sköpun Per Zetterfalk 09:00— Styrkir Norrænir styrkjamöguleikar 11:00 Norræna húsið 14:00— Styrkir Norrænir styrkjamöguleikar 16:00 Norræna húsið Myndlist Ormurinn ógnarlangi Söguheimur norrænnar goðafræði Menningarmiðstöðin Gerðuberg www.norraenahusid.is/ting 28.10.—7.11.2010 Í hvert sinn sem ég heyri hástemmdar ræður um frændur okkar á hinum Norðurlöndunum taka sig upp gömul meiðsli innra með mér. ÞETTA eru sár frá þeim skelfilega tíma þegar ég var rétt hálf þroskaður ungling- ur en jafnöldrur mínar voru orðnar að konum. Vöxtur þeirra varð allt í einu svo kvenlegur að ég fékk hormónakipp í nefið sem á þessum tíma náði nánast eyrna á milli. Ég var ekki enn farinn að raka mig en greiddi mér þó reglulega í fram- an. Það gekk því afar illa að reyna við bekkarsysturnar enda voru þær flestar uppteknar með eldri og mér þroskaðri piltum. EN sálartetrið bætti mér stundum upp þessar ófarir með því að bregða upp þessum líka fínu draumum meðan ég svaf. Þar var ég svo mikill töffari að jafnöldrur mínar kiknuðu í hnjánum, féllu í fang mér og sögðu með stjörnurn- ar í augunum: „taktu mig með þér heim, Jón.“ Á þessum draumum var þó tvenns konar galli. Í fyrsta lagi var hann venjulega búinn áður en ég komst með þær heim og í öðru lagi fóru þessar draumfarir alveg fram hjá bekkjarsystrum mínum þó þær hefðu verið þar í aðalhlutverki. Mættu þær mér því með sama áhugaleysinu daginn eftir, rétt eins og ekkert hefði í skorist. Þetta olli mér fyrrnefndum sárum. SAMA á við um Norðurlöndin og bekkjar- systur mínar. Alla ævi hef ég heyrt draum- kennt tal um frændur okkar á hinum Norðurlöndunum, vini okkar í nágranna- löndunum, Norðurlanda hitt og norræna þetta. Síðan fer ég til útlanda þar sem ég er borinn á höndum af allra þjóða kvikind- um fyrir það eitt að vera Íslendingur. Það er nánast ávísun á vinskap og skemmtileg- ar umræður að gefa upp þjóðerni sitt hér ytra nema þá þegar viðmælandinn er frá hinum Norðurlöndunum. Ísland er álíka vinsælt og fyrirtíðarspenna hjá þessum norrænu „vinum okkar“ sem ég hef hitt fyrir og þeir eru all margir. Og það sem meira er, þeir snúa upp á sig með hortug- heitum um leið og þeim er ljóst að ég er brotinn af íslensku bergi. ÉG er orðinn svo hvekktur að ég velti því fyrir mér hvort þessi norræna frændsemi sé, eftir allt saman, sér íslenskur draum- ur sem hafi gjörsamlega farið fram hjá hinum Norðurlöndunum. Norrænir frændur eða fjendur?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.