Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.11.2010, Blaðsíða 50
 3. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is GUNNAR KRISTJÁNSSON samþykkti í gær að skrifa undir tveggja ára samn- ing við FH líkt og Fréttablaðið sagði að hann myndi gera. Gunnar kemur til félagsins frá KR en þar fékk hann fá tækifæri og var því lánaður til FH um mitt síðasta sumar. Honum líkaði greinilega vistin vel fyrst hann verður áfram í Krikanum. Meistaradeild Evrópu: A-RIÐILL: Tottenham-Inter 3-1 1-0 Rafael van der Vaart (18.), 2-0 Peter Crouch (61.), 2-1 Samuel Eto´o (79.), 3-1 Roman Pavlyuchenko (89.) Werder Bremen-Twente 0-2 0-1 Nacer Chadli (81.), 0-2 Luuk de Jong (84.) STAÐAN: Tottenham 4 2 1 1 12-8 7 Inter 4 2 1 1 11-8 7 Twente 4 1 2 1 6-7 5 Werder Br. 4 0 2 2 3-9 2 B-RIÐILL: Benfica-Lyon 4-3 1-0 Alan Kardec (20.), 2-0 Fabio Coentrao (32.), 3-0 Javi Garcia (42.), 4-0 Fabio Coentrao (67.), 4-1 Yoann Gourcuff (74.), 4-2 Bafetimbi Gomis (85.), 4-3 Dejan Lovren (90.). Hapoel Tel Aviv-Schalke 0-0 STAÐAN: Lyon 4 3 0 1 9-5 9 Schalke 4 2 1 1 5-2 7 Benfica 4 2 0 2 6-7 6 Hapoel 4 0 1 3 2-8 1 C-RIÐILL: Bursaspor-Man. Utd 0-3 0-1 Darren Fletcher (48.), 0-2 Gabriel Obertan (73.), 0-3 Bebé (77.). Valencia-Rangers 3-0 1-0 Roberto Soldado (33.), 2-0 Roberto Soldado (71.), 3-0 Alberto Costa (90.). STAÐAN: Man. Utd 4 3 1 0 5-0 10 Valencia 4 2 1 1 8-2 7 Rangers 4 1 2 1 2-4 5 Bursaspor 4 0 0 4 0-9 0 D-RIÐILL: Rubin Kazan-Panathinaikos 0-0 FCK-Barcelona 1-1 0-1 Lionel Messi (31.), 1-1 D. Claudemir (32.) STAÐAN: Barcelona 4 2 2 0 9-3 8 FCK 4 2 1 1 4-3 7 Rubin Kazan 4 0 3 1 1-2 3 Panathinaikos 4 0 2 2 1-7 2 E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 5 5 FÓTBOLTI Tottenham sendi út skýr skilaboð í Evrópuboltann í gær þegar liðið vann sannfærandi sigur á Inter á heimavelli. Gareth Bale var maðurinn sem Inter réð ekki við. Hann skoraði síðast þrennu gegn Inter og lagði upp tvö mörk í gær og gerði varnarmönnum Inter lífið leitt. Leikur Spurs og Inter byrj- aði með miklum látum og bæði lið sóttu af krafti. Fyrri leikur liðanna var bráðfjörugur, mikið skorað og fátt sem benti til annars en að þessi leikur yrði ákaflega skemmtilegur. Mikið var rætt og ritað um Gar- eth Bale fyrir leikinn en hann skoraði þrennu í fyrri leik liðanna. Hann byrjaði af krafti en það var Króatinn Luka Modric sem lagði upp fyrsta markið. Þá átti hann magn- aða stungusendingu á Hollendinginn Rafa- el van der Vaart sem var sam- síða varnarmönn- um Inter. Hann afgreiddi skotið af stakri snilld og kom Spurs yfir á 18. mín- útu. Spurs hélt áfram að byggja upp hættu- legar sóknir og Peter Crouch fékk sannkallað dauðafæri á 25. mínútu eftir frábæran undirbúning Bale. Skot Crouch var misheppnað og fór fram hjá markinu. Spurs hélt áfram að spila leiftr- andi sóknarbolta og það var ótrú- legt að fylgjast með Walesverj- anum Bale gera grín að hinum frábæra brasilíska bakverði, Maicon. Hann fór hvað eftir annað illa með Brassann og Bale lagði upp annað mark Spurs þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Hann átti þá frábæra sendingu fyrir markið sem Crouch kom yfir línuna. Spurs var með öll tök á leiknum en ellefu mín- útum fyrir leikslok skoraði Samuel Eto´o fyrir Inter með hnit- miðuðu skoti fyrir utan teig. Markið kom upp úr þurru og hleypti spennu í lokamínút- ur leiksins. Maður leiksins, Gareth Bale, gerði aftur á móti út um vonir Inter er hann lagði upp þriðja mark Spurs fyrir Pavlyuchenko. Man. Utd var lengi vel í vand- ræðum með Bursaspor í Tyrk- landi en steig upp í síðari hálfleik og skoraði þá þrjú góð mörk. Unit- ed er því í afar vænlegri stöðu í sínum riðli. FCK, lið Sölva Geirs Ottesen, stóð sig frábærlega þegar það tók á móti Barcelona á Parken. Eftir að hafa lent marki undir jafnaði FCK um hæl og hélt jafn- tefli. Sölvi Geir sat á bekknum allan tímann. henry@frettabladid.is Bale sá um Evrópumeistarana Walesverjinn Gareth Bale fór aftur á kostum gegn Inter þegar Spurs skellti Evrópumeisturunum í Inter, 3-1. Hann lagði upp tvö mörk og niðurlægði Maicon allan leikinn. Man. Utd er í fínum málum eftir sigur í Tyrklandi. Sölvi Geir Ottesen og félagar í FCK eru líka í fínum málum eftir frækið jafntefli gegn Barcelona. Á SKOTSKÓNUM Messi fagnar marki sínu í gær sem dugði ekki til. NORDIC PHOTOS/ GETTY IMAGES FÖGNUÐUR Rafael van der Vaart náði að spila fyrri hálfleikinn fyrir Spurs í gær og hann braut ísinn með góðu marki. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.