19. júní


19. júní - 19.06.1957, Page 34

19. júní - 19.06.1957, Page 34
urlegt á okkar mælikvarða, nakin steingólf, kalk- aðir veggir og fá húsgögn, en við hættum fljótt að taka eftir hinum dauðu munum vegna þess, hve fólkið var elskulegt. Hitt heimilið var hjá auðugum lækni, sem bjó í einbýlishúsi, er stóð í undurfögrum og stórum garði. Tveir bílskúrar voru við húsið og tennis- vellir bakatil. Gengið var inn af skuggsælum svöl- um, sem á voru létt og snotur húsgögn, inn í gluggalausa setustofu með stoppuðum liúsgögnum. Hefur vafalaust verið ágætt að sitja þar inni í sumarhitanum. fbúðarhús í Delhi eru flest með flötu þaki, og sefur fólk þar í mestu sumarhitunum. í Bombay hittum við eina kventollþjóninn í ferð- inni, myndarlega og rösklega stúlku í hvítum ein- kennisbúningi. Er hún heyrði, að við værum að fara á UNESCO-ráðstefnuna, sagðist hún óska, að hún mætti slást í förina, því svo virtist, sem fyrir það fólk ætti allt að gera, sem hugsanlegt væri. Var það orð að sönnu — við nutum stórfenglegr- ar gestrisni allan tímann, sem við dvöldum í Ind- landi, bæði af hálfu hins opinbera og hjá ein- staklingum. Svo að segja daglega áttum við kost á að sækja margbreyttar skemmtanir, þar sem helztu listamenn landsins skemmtu, kvikmyndir, listsýn- ingar og annan gleðskap. Eitt sinn efndu kven- félög borgarinnar til boðs fyrir allar konur, sem þátt tóku í ráðstefnunni eða störfuðu við hana. Var það kaffi- og te-drykkja, sem fram fór úti í garði, eins og velflestar veizlur, sem við vorum boðin í. Þegar ég hafði sagt til nafns míns og þjóðernis, tóku konurnar að hópast að mér og spyrja margs frá íslandi og mátti ég hafa mig alla við að gera grein fyrir lífskjörum okkar, jafnframt því, sem ég reyndi að sannfæra þær um, að ísbjörn eða rostung hefði ég aldrei séð. I Delhi bjuggum við á nýlegu gistihúsi, og var þjónusta þar hin prýðilegasta, enda ekki verið að spara fólkshaldið. Borðsalurinn þar er á stærð við salina í Hótel Borg, en stundum gengu 26 þjón- ar um beina samtímis. Yfirþjónarnir komu til okk- ar við hverja máltíð og spurðu, hvort okkur félli maturinn, og hvort okkur langaði ekki í eitthvað annað en það, sem á matseðlinum stæði. ABtaf var hægt að velja um rétti, sem matreiddir voru á vesturlanda vísu, eða þá indverska rétti, en þeir eru oft svo bragðsterkir, að menn tárast og svitna af að borða þá. Fundarstaður UNESCO-ráðstefnunnar var ný- reist bygging, um það bil tuttugu mínútna gang 32 frá gistihúsinu. Aðalinngangurinn var eins og út- línur lótusblómsins og setti mikinn svip á bygg- inguna, sem var einföld í sniðum, en falleg. Við gengum oft heim af síðdegisfundunum, ef þeim lauk um sex-leytið, en þá er að byrja að skyggja. Þótti okkur það yndislegasti tími dagsins, þegar reykblátt rökkur kom svífandi milli trjánna, blóm- in tóku að anga og víða glitti í elda í görðum og á gangstígum. Leið okkar lá framhjá bústað innan- ríkismálaráðherrans, en andspænis húsi hans eru gatnamót, og myndast allstór grasflöt í tungunni milli gatnanna. Á þessari glasflöt var alltaf nokk- ur mannsafnaður síðari hluta nóvembermánaðar. Ritarinn í sambandi heimilisþjóna lá þar og fast- aði og með honum föstuðu félagar hans nokkra daga í senn. Þarna lá hann dag eftir dag, vafinn í ábreiðu og bærði ekki á sér, en tilefni föstunnar var það, að heimilisþjónar óskuðu að þingið setti lög um réttindi þeirra. Hafði verið samið frum- varp þar um, en ekki fengizt lagt fynr þingið. Nú átti að sverfa til stáls, og ritarinn, Sham Singh að nafni, kvaðst mundu fasta í hel, ef frumvarpið yrði ekki flutt. Formaður sambandsins sagði af sér vegna þess, að hann kvaðst vera andvígur þessari bardagaaðferð, og svo væru kröfur félagsmanna svo li r hófi, að atvinnuleysi mundi steðja að þeim, yrði þeim fullnægt. Segja má, að minna hefði nægt en að fara fram á eins mánaðar frí árlega með launum, en aðal- kröfurnar voru annars þær, að vinnutími yrði ekki lengri en 10 tímar, þeir fengju vikulega einn frídag og að þeim væri séð fyrir læknishjálp í veikindum. Að þeir hefðu þak yfir höfuðið, því nú væri algengt, að þeir væru látnir sofa úti á svölum allan ársins hring, oft án þess að hafa rúm eða ábreiðu. Þeir vildu gjarnan fá saðningu sína daglega, og einkum þótti þeim æskilegt, að sá sið- ur kæmist á, að þeir fengju laun sín greidd. Nú væri algengt, að þegar þeir kölluðu eftir kaupi sínu eftir þriggja eða fjögurra mánaða vist, þá fengju þeir ekki annað en skammir og brottrekstur. Ellefta daginn, sem Sham Singh fastaði, var læknir að hlusta hann, er við gengum hjá. Var naumast hægt að sjá, hvort lífsmark væri með honum, og setti að mér hroll, er ég sá í grindhor- aða bringu hans. Segja má, að mér kæmu ekki við kjör þessa fólks, en þó varð ég sárfegin að sjá í blöðunum næsta dag, að tveir þingmenn hefðu lofað að flytja frumvarpið, svo að föstunni var lokið og maðurinn enn á lífi. 1 útjaðri Delhi, þar sem ósnortinn skógur tekur 19. JÚNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.