19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 16
HULDA BJARNADÖTTIR: Launajafnréttið í framkvæmd RœSa haldin á fundi Starfsmannafélags ríkisstofnana 1. apríl s.l. Einu sinni var okkur kennd þessi setning: „Með lögum skal land byggja.“ f tólf ár hafa það verið lög á fslandi, að konur, sem ynnu hjá ríkinu, ættu rétt á sömu launum og karlar fyrir sömu vinnu. í tólf ár hafa þessi lög verið þverbrotin að meira eða minna leyti. Tólf ár er ekki langur tími á jarðsögulegan mæli- kvarða, en tólf ár eru langur tími af starfsævi mannsins, og margan munar um minna en láta jafnaðarlega skerða tekjur sínar um skemmri tima en 12 ár, og álitleg væri sú upphæð, ef reiknuð væri saman, sem konur hafa þannig verið prettaðar um, þvert ofan í landslög. Áður en lengra er haldið, ætla ég að byrja á því að lesa hér upp tvær eða þrjár auglýsingar úr Lögbirtingablaðinu, um auglýstar stöður hjá því opinbera. Auglýsing í Lögbirtingablaðinu 20. júlí 1956. Fyrirsögn: Laust starf. „Aðstoðarstúlka óskast í til- raunastöð háskólans í meinafræði á Keldum, frá 1. september að telja. Stúdentsmenntun er æskileg. Laun samkvæmt 13. flokki launalaga. Umsóknir sendist tilraunastöðinni fyrir 15. ágúst.“ önnur auglýsing í sama blaði, 12. janúar 1957. Fyrirsögn: Lausar stöður. „1. SendimannsstaSa við ritsímastöðina í Reykjavík. Laun samkvæmt 12. flokki launalaganna. Tilskilið er, að umsækjandi hafi bifhjólapróf og sé reiðubúinn að aka bifhjóli. 2. Talsímakonustaða við langlínumiðstöðina í Reykjavík. Umsækjandi hafi gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun. Laun samkvæmt 13. flokki launalaganna. Eiginhandarumsóknir um stöður þessar, er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf, ásamt meðmælum, ef til eru, sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 1 febrúar 1957.“ Með öðrum orðum, mótorhjólspróf er þyngra á metunum en bæði stúdents- og gagnfræðapróf, þegar karlmaður á í hlut á móti konu. Svo skulum við taka hér þriðju auglýsinguna, sem birtist í Timanum 7. júní 1956. Fyrirsögn: Opinber starfsmaður. „Stofnun óskar eftir röskum, glöggum og reglusömum manni. Stúdentspróf, verzlunarskólapróf eða hliSstœS menntun nauð- synleg. Laun samkvæmt 8. flokki launalaga. Eigin- handarumsóknir um nám og fyrri störf afhendist í afgreiðslu blaðsins merkt: Opinber starfsmaður.“ Þessar auglýsingar þurfa ekki skýringa við, þær skýra sig sjálfar, en svo er aldarandinn háður göml- um fordómum og hleypidómum í þessum málum, enn þann dag í dag, að ég býst ekki við, að þessar auglýsingar hafi vakið mikla furðu, og þó eru þær vægast sagt furðulegar, því þær sýna glögglega, hver munur er gerður á konum og körlum til starfa hjá hinu opinbera, þrátt fyrir 12 ára gömul launa- jafnréttislög. Að nokkru leyti má segja, að þetta sé konum sjálfum að kenna, að þær hafi ekki staðið nógu vel á verðinum í kjarabaráttu sinni, þó manni finnist, að þess hefði ekki átt að þurfa, þar sem svo skýlaus lagaákvæði væru til fyrir réttindum þeirra. Og alveg sérstaklega hefði mátt vænta þess, að þær launamálanefndir, er setið hafa á rökstólum á þessu tímabili, hefðu fyrst og fremst barizt fyr- ir því að samræma launakjör karla og kvenna eft- ir gildandi lögum og í samræmi við þau, með því að koma í fastar skorður fullkomnu launajafnrétti kynjanna. Það var beinlínis lagaleg skylda þeirra. En í stað þess að jafna þannig aldagamalt órétt- læti, gerði sú háttvirta launamálanefnd, sem gekk frá núgildandi launalögum, sér lítið fyrir og bein- línis lækkaði laun fjölda kvenna, eins og t. d. rit- ara, og voru þeir þó ekki of hátt skrifaðir fyrir. Því samkvæmt nýju launalögunum skulu allir rit- 14 19. JUNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.