19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 7

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 7
allmörg ár, áður en sú starfsemi fluttist yfir til bæjarins. Á Landsfundi K.R.F.l. á Akureyri 1926 kom fyrst fram hugmyndin um stofnun sambands, sem tæki að sér mál heimilanna, eins og K.R.F.I. hefði réttindamálin á sinni stefnuskrá, og var kos- in nefnd í málið. Upp úr þessu óx svo seinna Kven- félagasamband Islands. Mæðrastyrksnefnd og Mæðrafélag urðu til fyrir forgöngu Laufeyjar Valdemarsdóttur, og Menningar- og minningar- sjóður kvenna er vaxinn upp af hugmynd Brietar. Mun hafa verið hennar síðasta áhugamál. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var að mörgu leyti mjög gæfusöm kona, enda leit hún svo á sjálf. Hún var bardagakona, sem naut bardagans, enda þótt hún hafi vafalaust oft fengið dýpri sár en hún kærði sig um að láta almenning sjá. En hún vann líka marga og stóra sigra, og hún sá fræið, sem hún hafði sáð, vaxa og gróa meira en nokkurn hafði grunað, og hún vissi, að vaxtarmagnið var svo mikið, að það myndi gróa áfram, þó hennar missti við. Hún sá líka vonir sínar rætast í sambandi við börn sín. Hún sagði mér á þessari seinustu ferð okkar, sem ég minntist á, að þegar hún sem ung móðir og síðar ekkja hefði beðið fyrir framtíð barnanna, hefði hún jafnan beðið um það eitt, að þau mættu verða sterkar manneskjur, fullar vand- lætingar vegna réttlætisins og hatri á allri kúgun, að þau mættu verja rétt lítilmagnans, svo að betra yrði á eftir fyrir einhverjar manneskjur að lifa í þessu landi. Þessara orða konunnar og móðurinn- ar, sem á morgun á 100 ára afmæli, vil ég minn- ast að síðustu hér í kvöld, því vissulega börðust þau fyrir rétti lítilmagnans, verkalýðsleiðtoginn Héðinn Valdimarsson og Laufey Valdemarsdóttir, sem oft var kölluð móðir yfirgefinna, einstæðra mæðra og átti það nafn skilið. vecýn,a Margaret Corbett Asliby: Fyrir hálfri öld, árið 1906, sótti Bríet Bjarnhéð- insdóttir þing Alþjóðlega Kvenréttindasambands- ins, þar sem saman voru komnar konur frá ýms- um þjóðum, staðráðnar í að berjast fyrir því, að konur yrðu ekki lengur óæðri borgarar þjóðfélags- ins, heldur nytu sömu réttinda og aðstöðu og karL menn. Á þeim tímum var menntun kvenna í Ev- rópu minni en karla. Varla nokkurs staðar var þeim heimilt að eiga eignir. Fá þjóðfélagsstörf stóðu þeim til boða, þær höfðu hvorki kosningar- rétt né kjörgengi. Bríet var brautryðjandi, sem hafði sigrazt á ótrúlegustu örðugleikum til að fræða kon- ur, jafnvel á afskekktustu stöðum, og hugrekki hennar og fordæmi vakti konur alls staðar til dáða. Eins og ég kynntist henni var það bjargföst sann- færing hennar, að konur yrðu umfram allt að losna úr þeim böndum, sem komu í veg fyrir að þær gætu beitt hæfileikum sínum til fullnustu í þágu mannfélagsins, og fyrir þessu barðist hún ein- arðlega alla ævi. I dag minnumst við forustu henn- ar. Mættum við hafa hugrekki til að feta í fótspor hennar, svo okkur auðnist einnig að sjá heiminn hafa breytzt til batnaðar, þegar við kveðjum hann. Adele Scbreiber: Það er liðin hálf öld frá því að ég sá Bríeti Bjarn- héðinsdóttur og dóttur hennar Laufeyju í fyrsta sinn á alþjóðlegum kvennafundi. Þær báru hinn fagra íslenzka skautbúning og vöktu almenna at- hygli, háar og tígulegar, sannir afkomendur hinna norrænu víkinga. Móðirin, roskin, bar það með sér, að þar fór hin harðskeytta baráttukona, dóttirin mjög ung og aðlaðandi, stundaði tungumálanám við háskólann í Kaupmannhöfn, og var Laufey móður sinni ómetanleg hjálp sem túlkur. Enginn fulltrúanna á fundinum skildi tungu þá, sem Bríet mælti á, íslenzkuna, svo það kom í Laufeyjar hlut að þýða hinar heitu ræður móður- innar á enskt mál. Við heyrðum um íslenzku kon- urnar, sem hrifizt höfðu af hugsjónum kvenrétt- indastefnunnar, um alla fordómana og deyfð kvennanna sjálfra, erfiðleikana á því að ferðast um hið hrjóstruga land og hitta konur i afskekkt- um héruðum að auki — en við heyrðum einnig um sívaxandi félagssamtök kvenna í hinum stærri bæjum landsins og skilning mætra manna þjóðar- innar á réttindabaráttu kvennanna. íslenzku konurnar náðu fljótt miklum árangri í 19. JÚNl 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.