19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 25
Þá var ekki um annað að gera en fara í skipsbát- ana. Frú Elín klæddi sig upp úr sjúkrarúminu og var borin niður í bátinn. Eftir að hafa hrakizt inn- an um ísinn í 24 klukkustundir náði báturinn landi við Langanes. Þá voru allir orðnir vonlausir um, að þeim auðnaðist nokkurn tima að sjá land. Þá þekktust ekki vélar í bátum, heldur varð að notast við segl og árar. Ekki man ég, hve margir voru á þessum bát, eða hvar annar báturinn komst að landi, en sá þriðji týndist alveg. Seinna komust þau hjón svo til Kaupmanna- hafnar, og fékk frú Elín þar góðan bata. Þessa sögu heyrði ég hana segja aðeins einu sinni. Hún var ekki þannig skapi farin, að hún væri að fjölyrða um skuggahliðarnar á lífinu. Hún dró það frekar fram, sem var gott og nytsamlegt. Ári eftir þennan atburð varð Elín fyrir þeirri sorg að missa mann sinn, Stefán Jónsson verzlun- arstjóra; varð hann henni harmdauði, enda unni hún honum mikið. Þá varð hún að flytja burt af sínu ánægjulega heimili. Hún keypti þá lítið hús sunnar í kauptúninu og bjó þar eitt eða tvö ár. Þar kvaddi ég hana í síðasta sinn, þá góðu og gáf- uðu konu. Hún fluttist svo til Reykjavikur og var þar síðustu æviár sín. Frú Elín fæddist að Espihóli í Eyjafirði 19. okt. 1856 og dó í Reykjavík 4. des. 1937. Ég las í blaði viðtal við hana áttræða (1936). Þá sagðist hún vilja lifa svo lengi, að öll Reykjavík hefði rafmagn til ljóss og suðu. Þannig fylgdi framfarahugurinn henni til hinztu stundar. Er meir en helniingur kvenna í þjónustu ríkisins lakari starfsmenn en lélegustu karlmennirnir? Á s.l. vetri starfaði nefnd kvenna í Starfsmanna- félagi ríkisstofnana að athugun á launakjörum kvenna í þjónustu ríkisins. Skýrslum var safnað á 30 ríkisstofnunum þar sem 643 starfsmenn unnu. Við samanburð á þeim skýrslum kom í ljós, að ríf- lega helmingur kvennanna var í þrem lægstu launaflokkunum, en þar var ekki einn einasti karl- maSur. En meir en helmingur karlmannanna var hins vegar í 7.—9. launafl., en þar var einungis fimmta hver kona. 1 efstu flokkunum, sem á skýrsl- unum voru (3.—6.) var fimmti hver karlmaður, en ekki nema ein kona af hverjum hundrað. Á fundi, sem Starfsmannafélagið svo efndi til um (--------------------------------------------------------------------\ LILJA BJÖRNSDÓTTIR: Slökur. Eftir að haldnar höfðu verið tvær fegurðar- samkeppnir sama sumarið: Þau marka svo djúpt, okkar menningarspor, og margan þaS kœtir aS vonum. Nú halda þeir sýningar haust bæSi og vor á hrútum og nautum og konum. Kona á níræðisaldri, orðin ellihrum, sagði, að það sykraði allt, að setjast hjá ungum pilti: Lengi okkar lijir þrá, — lífsins töfragaldur —-. Sykrar allt aS sitja hjá sveini um tvítugsaldur. Vísur til Jónasar Kristjánssonar læknis. — Eitt sinn bauð hann skáldkonunni með sér upp í Borgarfjörð: 1 bílnum upp um BorgarfjörS birtu sló á allan heiminn. ViS þuldum lífsins þakkargjörS þarna svona ung og dreymin. Beðið eftir ljósbaði og nuddi hjá lækninum: Gagna ekkert má nú minna, en mér þú veitir ylinn þinn; fáklœdd bíS ég funda þinna, flýttu þér nú, vinur minn. -----------------------------------------------J þessi mál 1. apríl s.l., flutti Hulda Bjarnadóttir, bréfritari, ræðu þá, sem birtist á öðrum stað hér í blaðinu. 19. JONl 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.