19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 13
HULDA Á. STEFÁNSDÖTTIR: Nokkrar minningar um Ólöfu frá Hlöðum Formaður Kvenréttindafélags fslands, frú Sig- ríður J. Magnússon, hringdi til mín á dögunum og fór þess á leit, að ég rifjaði upp nokkrar minningar um Ölöfu á Hlöðum, í tilefni af því„ að 100 ár eru liðin frá því hún fæddist að Sauðadalsá á Vatns- nesi 9. apríl 1857. Ólöf varð öllum minnisstæð, er sáu hana. Var hún tíður gestur á heimili foreldra minna öll mín bernsku- og æskuár, svo segja má, að ég hafi þekkt hana frá blautu barnsbeini. Ætíð var henni vel fagnað, þegar hún reið í hlað á Möðruvöllum, hún gat verið kát og skemmti- leg í kunningjahópi og hún var öðruvísi en allir aðrir. Mikið dálæti hafði hún á okkur börnunum á Möðruvöllum, sagði okkur sögur og kenndi okk- ur ljóð. Við hændumst því brátt að henni, hún gaf sér tíma til að spjalla við okkur um alla heima og geima, það var meira en fullorðna fólkið al- mennt gerði, nema þá afi og amma. Það var ekki síður gaman að fara í heimsókn að Hlöðum; til þess var hlakkað í marga daga. Ólöf og Halldór, en svo hét maður hennar, áttu heima í litlu húsi sunnan við bæinn á Hlöðum. Halldór var smiður, byggði hann hús þetta á fyrstu búskaparárum þar nyrðra. Alltaf var notalegt að koma í litla húsið á Hlöðum, snyrtimennska var þar á öllu og hver hlutur á sínum stað. Eldur brann á arni og suðaði á katlinum. Húsfreyjan sat þar sem bjartast var við gluggann í eldhúsinu og spann á rokkinn sinn eða prjónaði vettlinga. Ótal smáhnyklar voru í skipulögðum röðum á litl- um bakka á eldhúsborðinu. Engir tveir hnyklar voru eins á litinn. Skáldkonunni var sú list lagin að skapa ótal litbrigði í hnyklana sína, svo fjöl- breytnin yrði sem mest í tóskapnum. Vettlingar Ólafar á Hlöðum voru mjög eftirsótt vara á þeim árum, mátti hún hafa sig alla við að anna eftir- spurn. 19. JONl Ólöí fra Hlöðum Gleði brá fyrir í svip Ólafar, þegar kærkominn gestur birtist í dyrunum. Kallað var á „fóstra“, en svo nefndi hún mann sinn, og tilkynnt gesta- koman. Fóstri var alla daga að smíða, ýmist að heiman eða heima. Innangengt var úr eldhúsinu í smíðahúsið hans. Þar var líka gaman að koma og fá að leika sér í spónahrúgunni við hefilbekk- inn. Viðarlyktin var svo góð, og vel gat skeð, að lítil hrífa eða orf leyndist þar úti í horni, eða þá litill gullastokkur og aðrar gersemar, sem gaman var að handleika og horfa á. Aldrei heyrði ég Halldórs getið nema á eina lund, sem hins góða trausta manns, sem aldrei mátti vamm sitt vita. Hann lofaði aldrei upp í ermina sína. Og þannig voru einnig verk hans. Fj^rir fáum árum gisti ég á bæ i Hörgárdal. Ég fékk að sofa í baðstofunni, eins og í „gamla daga“. Mig furðaði á, hve baðstofan var stæðileg og spurði bóndann, hvort hún væri ekkert farin að gefa sig. Það var eins og bóndanum brjrgði við slika spurningu og hann svaraði: „0, ekki ber á 11 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.