19. júní


19. júní - 19.06.1957, Page 12

19. júní - 19.06.1957, Page 12
eitthvað af æskukröftum sínum, sínum miklu hug- sjónum og frelsisanda. Á hverju laugardagskvöldi hefur félagið fundi og tekur þá til meðferðar vandamál þessa heims og annars. Mjög er vandað til um val ræðumanna. Siðasta misseri var t. d. ameríski negrarithöfund- urinn Richard Wright á iista ræðumanna, og menn eins og enski stjórnmálamaðurinn Hugh Gaitskell og Halldór Kiljan Laxness hafa orðið að þola þar andmæli frá unggæðislegum stúdentum. Önnur kvöld vikunnar eru vandamálin látin eiga sig, — þá er dansað og drukkið öl. En þótt Studentsamfunnet beri hátt í félagslíf- inu, þá eru þó mörg önnur félög, sem starfa af miklum krafti, svo sem tvö kristileg félög, íþrótta- félög og spilaklúbbar, kórar og hljómsveitir. Þar starfar meira að segja Félag íslenzkra stúdenta í Noregi, en það var stofnað eftir síðustu heimsstyrj- öld, þegar námsmenn héðan tóku að sækja Oslóar- háskóla á ný. Þeir hafa verið um og yfir 20 að staðaldri. Margir hafa lokið embættisprófi og nokkrir hafa lokið doktorsprófi við skólann, svo sem doktorarnir Jón Dúason og Bjami Aðalbjarn- arson. Um miðbik síðustu aldar sat maður af ís- lenzku bergi brotinn, Gisle Johnsen, á kennara- stóli í guðfræðideild skólans. Það er gott að vera íslenzkur stúdent í Osló. Norðmönnum hættir að vísu nokkuð til að líta á þessi fyrirbæri sem norskan forngrip, sem minjar frá víkingatimanum, engu ómerkari en Oseberg- skipið fræga. Við fyrstu kynni reyna þeir að rifja upp það litla, sem þeir lærðu í norrænu í mennta- skóla, en það er fljóttalið, því að yfirleitt muna þeir ekki nema tvær setningar og er önnur þeirra úr Þrymskviðu: „Vreiður vas Vingþór es hann vaknaði og síns hamars of saknaði.11 En þessi setn- ing virðist heilla Norðmenn meira en allar aðrar setningar í fornbókmenntunum. Þegar norrænu- lærdómurinn er fullþulinn, gleymast afbrigðileg- heit landans brátt og hann er tekinn inn í hópinn sem félagi og stéttarbróðir, og ekkert kemur út- lendum og uppburðarlitlum stúdent betur. Er nú rakin öll ævi Oslóarstúdentsins? Ó-nei, ótalið er enn: Þaulsetur á lestrarsölum yfir gulnuðum blöðum gamalla bóka — tauga- æsingar fyrir prófin — bollaleggingar um órann- sakanlega vegi prófessoranna, þegar að því kemur að velja prófverkefni — skíðaferðir um helgar — jólasveinaball — pylsuhátíðir, þegar einhver félagi hefur lokið prófi — peningaþrot — aukavinna — sifellt fiskibolluát á ódýrum veitingahúsum — þrá- setur á háskólati’öppunum á vorin, þegar öll starf- semi, sem áður fór fram í Kjallaranum, er flutt út þangað. Og þegar stúdentarnir eru famir að sitja á tröpp- unum, vita bæjarbúar, að nú er vorið komið, og blöðin senda ljósmyndara sína á vettvang, til þess að þau geti sannfært vantrúaða lesendur sína um það, að vorið sé komið, þótt ekki sé enn farið að bóla á eplablómunum í görðunum. — Og svo koma eplablómin og þá er kvatt, og hver fer heim til sin til að sleikja sumarsólina eða til að afla fjár. Prófin eru að baki, og allt er gleði og gaman, og þó ofurlítill neisti angurværðar leynist innst inni, því að það var indælt að sitja á tröppunum í vor- sólinni, og sumir, sem þarna hafa setið, koma ekki aftur að hausti til þess að hlýða á ræðu rektors 1. sept., er hann býður stúdenta velkomna af þeim sömu tröppum. 10 19. JfJNf

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.