19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 20
ADDA BÁRA SIGFtJSDÖTTIR: HJÓNAVÍGSLUSKATTUR Það er gamall og talinn góður siður, að persónur, sem hyggja á sameiginlega heimilisstofnun, gangi fyrir andlegan eða veraldlegan valdsmann og láti hann framkvæma hjónavígslu. Þessi þjónusta klerks eða yfirvalds hefur svo jafnan verið greidd með smávægilegri fjárupphæð, sem engin teljandi áhrif gat haft á fjárhag væntanlegs heimilis. En tímarnir breytast og mennirnir með. — Lög mann- legs félags hreytast hins vegar oft mun tregar en tíminn og mennimir, og nú er svo komið vegna úreltra laga um skatta og útsvör, að hjónavigslan getur jafnvel kostað væntanlegt heimili röskar 20 þús. kr. árlega. Nú orðið stunda flest hjónaefni a. m. k. í bæj- um landsins launaða atvinnu, og oft munu þau hugsa sér að halda því áfram eftir stofnun hjóna- bands, eins lengi og ástæður leyfa. En þá er það, sem ekki nægir lengur að greiða presti eða lög- manni hina tilskildu upphæð. Þessi stutta athöfn reynist þá vera þjónusta, sem greiða ber af eins konar „stórluxusskatt“, sem er ofar öllum tollum á munaðarvamingi. Við skulum reikna þennan hjónavígsluskatt fyrir nokkur hjónaefni. Gemm ráð fyrir, að þau séu t. d. bæði opinberir starfs- menn og taki laun samkvæmt ákveðnum launa- flokkum, og til þess að vera í sem beztu samræmi við raunveruleikann skulum við í flestum dæmun- um gera ráð fyrir að brúðurinn hafi lægri laun en brúðguminn. Dæmin líta þannig út: Launaflokkar: Samanl. skattar og útsv. beggja Mismunur eða Piltur Stúlka Fyrir hj.vígslu Eftir hj.vígslu hjónav.skattur V V 40.894,— 64.340,— 23.446,— VI IX 29.004,— 47.615,— 18.611,— VII X 25.737.— 42.480.— 16.743,— VIII XII 21.015.— 34.680,— 13.665.— IX XIII 18.022.— 29.680.— 11.658,— ÍJtreikningur þessi er gerður af Skattstofunni. Mismunur skatta og útsvara fyrir og eftir hjóna- vígslu er hér frá kr. 11.658.— upp í kr. 23.446.—. Þarf nokkum að undra, þótt ýmsir hiki við að kaupa hjónavígslu þessu verði og menn spyrji, hvort löggjafinn líti á hjónavígslu sem fullkominn óþarfa, þegar þannig stendur á, að hjónaefnin hafa bæði skattskyldar tekjur, óþarfa, sem réttmætt sé að komi við pyngjur þeirra, sem hans vilja njóta. Fullyrða má, að þessi vígsluskattur fæli margar giftar konur frá störfum utan heimila og sjálfsagt þykir einhverjum af gamla skólanum það vel farið. En hefur þjóðfélagið í raun og veru efni á að stuðla að því, að sem fæstar konur taki beinan þátt í at- vinnulífi landsins? Er skynsamlegt að hamla á móti því, að konur, sem notið hafa starfsmenntunar — með æmum tilkostnaði þess opinbera — hætti að gegna fyrri störfum, þó að þær sjálfar telji kleift að gegna þeim áfram, og er réttmætt að koma í veg fyrir að húsmæður afli heimilum sínum auka- tekna með íhlaupavinnu? Vilji löggjafinn svara þessum spumingum neitandi, ber honum tafar- laust að breyta þeim skatta- og útsvarslögum, sem sett vom meðan það var tiltölulega sjaldgæft, að giftar konur hefðu sjálfstæðar launatekjur að nokkru ráði. Þennan fráleita hjónavigsluskatt á taf- arlaust að fella niður, með því að veita hjónum heimild til að telja fram til skatts sem tveir ein- staklingar. Þetta mundi ekki skaða fjárhag rikisins eins stórkostlega og ætla mætti, því að æ fleiri hjónaefni sjá við skattheimtu rikisins með því að fresta hjónavigslu meðan bæði hafa skattskyldar tekjur. Einnig mundu vafalaust allmargar konur taka að sér vinnu utan heimilis, ef sérsköttun væri leyfð, og gjalda þá ríki og bæ opinber gjöld af þeirri vinnu. Eitt er það, sem virðist hafa glætt skilning yfirvalda á þessu máli. f ýmsum verstöðvum þarf stundum að bjarga miklum afla frá skemmdum, og það varalið, sem þá er tiltækt, eru húsmæðum- 18 19. JtJNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.