19. júní


19. júní - 19.06.1957, Page 19

19. júní - 19.06.1957, Page 19
sem ríkir i þessum málum, þrátt fyrir virðuleg lagafyrirmæli. Ég skora á allar konur, sem órétti eru beittar í kjara- og launamálum, að taka höndum saman og knýja fram þær kjarabætur, sem þær eiga heimtingu á, samkvæmt landslögum, og ég skora líka á hinar, sem ánægðar eru með sinn hlut, að hjálpa til. Það verður að krefjast fullrar samræm- ingar á kaupi karla og kvenna, þar sem viðmiðun verður við komið, en þar sem henni verður ekki við komið, réttlátu endurmati á hinum svokölluðu kvennastörfum, og hætta ekki fyrr en launamál liverrar einustu konu, sem vinnur hjá ríkinu, eru komin i viðunandi horf. Það verður að vera af- dráttarlaus krafa, að 2—3 neðstu launaflokkarnir verði með öllu lagðir niður. Þeir eru beinlínis búnir til handa konum og frekleg móðgun við þær. Eng- um karlmanni er boðið upp á þá, eins og sjá má af því, að í 14. og 13. launaflokki fyrirfinnst ekki karlmaður, en í þeim launaflokkum er obbinn af konunum. Það, sem nú þarf að gera, er að hver ein- asta kona reyni að ná til eins margra kvenna og hún mögulega getur, og hvetji þær til þess að hafa tal af eins mörgum konum og þær geta náð til og svo koll af kolli. Ef við gerum þetta allar vel og samvizkusamlega, er skriðan komin af stað fyrr en varir. Og ég vil eindregið hvetja konur til þess að láta sér ekki nægja neitt hálfkák í þessum efnum eða málamynda sárabætur, heldur heimta þann ský- lausa rétt, sem þeim ber, fullkomið launajafnrétti á við karla. 1 12 ár hafa lögin verið brotin að meira eða minna leyti í þessu tilliti, og það má búast við því, að reynt verði að fara í kringum þau áfram, en það verður erfiðara viðfangs, og ég vil segja ómögulegt, ef konur standa vel á verðinum. Það þarf að leita uppi hvert einasta dæmi, þar sem um ójöfnuð eða misrétti er að ræða, benda á það og fylgja því eftir. Konur þurfa að ræða um launa- mál sín, kynna sér þau alveg út í æsar. Launamál starfsmanna ríkisins eiga ekki að vera nein feimn- ismál, sem menn hafa í hvíslingum sín á milli. LILJA BJÖRNSDÓTTIR: Kvenréiiindafélagið 50 ára. Lag: „Þú vorgySja svífur“. Hér fylkjast nú saman svo kátar í kvöld Ibœr konur, er skilja og finna, að hefur vort félag í helming af öld til hagsbóta þeim reynt aS vinna. Sú gleSi, sem réttlœtisröSullin skóp, hér ríkir og vermir þann frjálsborna hóp. En votta skal þakkir og virðing hvert ár þeim vífum, er brautina ruddu. Þær vissu, hve þekkingar-þorstinn er sár, aS þroska og sérmenntun studdu. Og þœr höfSu skiliS, aS þekking er vald, en þekking er konunnar sjálfstœSisgjald. Þó skortur sé nokkur á skilningi enn um skattamál hjóna og fleira, og til séu þverlyndir þröngsýnismenn, er þess konar mál aldrei heyra, en kannske á stundum meS kankvísum svip á konurnar lita sem sýningargrip. En verndum hiS kvenlega konunnar skart, því kœrleiksrík fórnandi móSir, hún gerir í kringum sig geislandi bjart, og göfginnar vaxa þar sjóSir, þó ástir og listsköpun — örlagamál — aS eilífu berjist um konunnar sál. Oss framtiSin gefur sín fyrirheit nú, ef frjálsbornar, hugsandi dætur, þœr virSa sinn rétt, eiga vizku og trú og vilja, sem bugast ei lætur. Sem standa um háleitar hugsjónir vörS, heilbrigSa menningu og friSinn á jörS. 27. jan. 1957. 19. JtJNl 17

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.