19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 10
sem stofnaður var 1477, tveimur árum á undan Hafnarháskóla, og er því elztur háskóla á Norður- löndum, háskólinn í Lundi, sem er nokkru yngri, og háskóli Finna í Ábo, stofnaður 1640. Með stofn- un norsks háskóla, en fyrir henni höfðu Norðmenn lengi harizt, var lagður grundvöllur að hinu rika menningarlifi, sem þróaðist með Norðmönnum seinni hluta aldarinnar og náði hámarki sínu í listamönnum eins og Ibsen, Edv. Munch og vis- indamönnum eins og Fr. Nansen. Skólinn er rek- inn með svipuðum hætti og aðrir háskólar á Norð- urlöndum og hefur á nærfellt 150 ára ferli sín- um getið sér ágæts orðs, bæði sem fagskóli og sem visinda- og rannsóknarstofnun. Víst er um það, að háskólinn og stúdentarnir eru og hafa verið ríkur þáttur i lifi Oslóarborgar aht frá þeim degi, er 6 prófessorar tóku á móti 17 stúdentum til þessa dags, er hátt á 5. þúsund stúdentar hvaðanæva úr Noregi og frá öðrum lönd- um sækja sér lærdóm og þekkingu hjá hinum 120 prófessorum, sem margir hverjir eru afburðamenn í sinni grein, eins og hinir ágætu prófessorar i málvísindum, t. d. Alf Sommerfelt og Hans Vogt, og í sagnfræði Halfdan Koht, Jens A. Seip og Sverre Steen, svo að einhverjir séu nefndir. Það setur sinn svip á bæinn, þegar stúdentarnir 1. september safn- ast saman á háskólatorginu við Karl Jóhannsgötu í hjarta borgarinnar, með efnismiklar, svartar húf- ur sínar og dúskana langt niður á herðar, til þess að hlýða á ræðu rektors, sem býður þá velkomna til nýs starfsárs af háskólatröppunum. Blaðaljós- myndarar eru komnir á vettvang til þess að leita uppi sætar nýstúdínur í hvítum kjólum sinum, eða nýstúdenta, sem oft eru mættir i kóngsins klæð- um, því að allir verða þeir að gegna skyldu sinni við kóng sinn og föðurland. Svo er tekið til óspilltra málanna. Lestrarsalimir fyllast, bóksala skólans verður að fá sér aðstoðar- fólk til þess að geta annað öllum nýstúdentunum, sem koma til þess að spyrja um bækur um sál- fræði, rökfræði, sögu heimspekinnar, stærðfræði og latínu, því að fyrst liggja fyrir prófin í for- spjallsvísindum. Latínan hefur að miklu leyti ver- ið gerð útlæg úr menntaskólum landsins og er að- eins kennd i sérstökum deildum fyrir fáeina sér- vitringa. Þegar í háskólann kemur verða bæði læknanemar og húmanistar að taka próf í latínu eftir eins eða tveggja missera lestur. Þetta er þung- ur böggull fyrir norska stúdenta, enda vill oft verða misbrestur á, að þeir skilji göfgi latínunnar, og hefur mörgum orðið hált á því að gera sér ekki grein fyrir nytsemi þess að kunna að beygja sögn- ina amo, að ekki sé minnzt á mensa. Prófessorarnir heilsa stúdentum sínum og fagna þeim vel, nema ef vera skyldi prófessor Schreiner i sagnfræði, sem lítur þungbúinn yfir troðfullan áheyrendasalinn og spyr, hvað þetta eigi að þýða, hvort stiídentar haldi, að hið norska skólakerfi þurfi ekkert annað en sögukennara? Skammir hans stafa ekki af óvild til stúdenta. Hann er frægur fyrir þann veikleika að fara með stúdentum sín- um á veitingastofur og ræða við þá um ullarverzl- un Breta á miðöldum og skreiðarkaup Hansakaup- manna á Norðurlöndum og önnur merk vandamál miðaldasögunnar yfir ölkrús. Stúdentarnir hlaupa á fyrirlestra og fylla eina stilabókina á fætur annarri af visdómsorðum meist- aranna. Lestrarsalirnir verða æ fyllri — prófin nálgast — og fyrr en varir sjást fölir, óhamingju- samir einstaklingar á gangi i súlnagöngum háskól- ans í fylgd með afdanka lektor eða lektorsfrú, sem liafa vakandi auga með hverri hreyfingu og augnatilliti stúdentsins. Þá vita allir, að þar fer prófkandídat, sem er að draga að sér ferskt loft með fangaverði sínum. Samúðin er mikil, þvi að allir hafa verið í sporum þessa aumingja og vita, að höndin, sem á sígarettunni heldur, skelfur og að innyfli hans eru öll í uppnámi, og að i heila hans rikir hið algjöra myrkur örvæntingarinnar. En stúdentalifið er ekki bara fyrirlestrar og lestr- arsalir, prófessorar og próf. Það eru svo óendan- lega margar aðrar hliðar á þvi. Vilji einhver kynn- ast hinum mörgu hliðum þess, þá er honum ráð- legt að setjast inn í Kjallarann svonefnda og fylgj- ast með því, sem þar fer fram. En Kjallarinn er allstór kaffisalur í einni háskólabyggingunni við Karl Jóhanns-götu Þar eru þrjú hús í nýklassísk- um stíl, sem tekin voru í notkun um miðbik síð- ustu aldar, en eru nú löngu orðin of lítil, svo að þar eru aðeins til húsa flestar skrifstofur skólans, lögfræði- og guðfræðideild, fyrsti hluti lækna- deildar og hlutar heimspekideildar, en stærðfræði- og náttúruvísindadeildin er flutt í ný húsakynni úr rauðum tígulsteini í vesturhluta borgarinnar, þar sem heitir að Blindern, en þar á líka að byggja yfir lækna- og heimspekideild, en lögfræðingar og guðfræðingar eiga að sitja einir að gömlu húsun- um. En hvar sem stúdentarnir eru, hvort heldur á Blindern, háskólabókasafninu, sem er til húsa á enn öðrum stað í borginni eða einu af hinum mörgu svo kölluðu „institútum“, en það eru hús eða íbúðir, sem ýmis fög hafa til umráða, t. d. er 8 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.