19. júní


19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.1957, Blaðsíða 37
LlNEY JÖHANNESDÖTTIR: Hið tvíþætta hlutverk konunnar I. t hvert sinn, er ég legg frá mér blað eða bók, þar sem konur eru hæddar eða lítils virtar, kenni ég sársauka, og því meiri, ef hvort tveggja virðist vera réttmætt. Bót er að, ef um fyrri alda bókmenntir er að ræða. Auðveldara er að sannfærast um, að nútíma- konan, frjálsa og óháða, hafi með aukinni mennt- un og sjálfsgagnrýni kollvarpað grundvellinum fyrir biturri hæðni, er hofróður og heimasætur fyrri tíðar urðu að sætta sig við. akrinum og hálfnakinn erfiðismaður, sem aldrei eigi málungi matar, séu vissulega nær því að vera hin sanna — hin raunverulega ásýnd Indlands. Víst er um það, að hungurvofan og fátæktin hafa löngum varpað dimmum skugga á líf ind- verskrar alþýðu. En nú bjarmar af degi, og stór- stígar framkvæmdir þessi fyrstu níu ár hins sjálf- stæða sambandslýðveldis hafa fært fólkinu heim sanninn um það, að ok örbirgðarinnar sé því ekki áskapað. Eitt kvöld fórum við hjónin í útileikhús í Delhi. Umhverfis áhorfendasvæðið var slegið sterklitum tjöldum og limrík tré uxu milli bekkjaraðanna, svo að lauf þeirra nam saman yfir höfði manns. Áður en skemmtunin hófst, sat ég og horfði á stjörnurn- ar tindra gegn um laufið og hlustaði á léttan og ljúfan klið, sem barst að eyrum. Loksins var tjald- ið dregið frá og hópur dansfólks kom inn á sviðið. Þeim fylgdi hinn þýði kliður, er var úr silfurbjöll- um, sem það bar á öklaspöngum. Ég vona, að sá fagri og draumkenndi blær, sem hvíldi yfir þeirri kvöldstund, verði mér lengur í minni en kveinandi betlarinn, er ég renni huga til þess eftirminnilega tíma, sem ég fékk að dvelja á Indlandi. Vissulega eru tímarnir breyttir. Samt sem áður eru enn þann dag í dag milljónir kvenna á jörð- inni kúgaðar og lítilsvirtar, og ýmiss konar mein- semdum, er hrjáð hafa mannkynið öld eftir öld, er viðhaldið í menningarþjóðfélögum, og verða án efa seint upprættar að fullu. Hinn gamli tími hefur jafnan átt talsmenn, er starað hafa í fyrirlitningu á framþróunina, liróp- að ásakandi að hinum nýja tíma, að hann kippi undan traustum hornstoðum og skeyti ekki um, þótt allt hrynji. Einstöku sinnum væri ef til vill full þörf að hlusta augnablik á rödd hans. En þró- unin þolir enga bið. Það, sem á að hrynja, hryn- ur, og nýjum stoðum er skotið undir, ef þær gömlu hverfa eða falla fúnar um sjálfar sig. Konan i dag tilheyrir hinum nýja tima. Hvar sem augum er rennt yfir heimsbyggðina, má eygja, að hún er í sókn til frelsis og jafnréttis. Árin munu líða, áður en konur allra landa hrista af sér hlekki ófrelsis og vanþekkingar, en eldurinn hefur verið kveiktur í hjörtum þeirra, og hann verður ekki slökktur. Þar sem konan á að heita frjáls og jafnrétthá karlmönnum, rekst hún á þann vegg, er seint gengur að brjóta skörð í — vegg hins vanabundna skilningsleysis beggja kynja. Erfiðlega gengur að ná því takmarki, að liún sem sjálfstæður, óháður aðili taki sinn þátt í atvinnu- og þjóðfélagslífi við hlið karlmannsins. Miklir andans menn hafa hvað eftir annað brýnt raust sína fyrir frelsi konunn- ar. Þeir hafa gert veruleikann svo ljósan, að sann- leikurinn varð ekki dulinn, andsvör öll hefðu því átt að detta máttlaus niður. Hinn gamli tími mald- ar alltaf i móinn, er byltingar- og breytingatímar ganga yfir þjóðfélögin. Háværum andmælum mátti búast við, er það skeði, að konur tóku að vinna utan heimila sinna í stórum stíl og heimilishættir allir að breytast. Fyrir iðnbvltinguna var algengt, 19. JtJNl 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.